Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 11. febrúar 2025 12:32 Heiða Björg Hilmarsdóttir er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Vísir/vilhelm Heiða Björg Hilmisdóttir oddviti Samfylkingarinnar vonast til að línur fari að skýrast í myndun nýs meirihluta í borginni og að jafnvel geti dregið til tíðinda í dag. Hún hefur rætt við oddvita allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Hún segir borgarfulltrúa skulda borgarbúum það að ganga hratt til verks. Rúmir þrír sólarhringar eru síðan Einar Þorsteinsson borgarstjóri og oddviti Framsóknarflokksins sleit meirihlutasamstarfinu í borgarstjórn. Hann hóf strax viðræður við aðra flokka sem gengu ekki upp. Síðan þá hafa þreifingar átt sér stað þvert á flokka. Borgarfulltrúarnir eru tuttugu og þrír talsins og þarf því tólf til að mynda nýjan meirihluta. Möguleikarnir eru nokkrir en miðað við þau orð sem borgarfulltrúar hafa látið falla virðist vinstristjórn vera einna líklegust núna. Heiða Björk Hilmisdóttir oddviti Samfylkingarinnar segir mikilvægt að næsti meirihluti verði samhentur og sammála um hvaða verk þurfi að ganga í. „Það eru kannski svona hægri vinstri pólar inni í borgarstjórn en þegar maður tekur sig saman fyrir svona stuttan tíma þá þarf maður að vera fókuseraður og horfa á hvað er mikilvægast og hvað okkur finnst mikilvægt að koma í verk strax. Svo þarf bara góða verkstjórn og koma því til framkvæmda. Þannig ég hef mestan áhuga á því að finna fólk sem að treystir sér í þetta og er tilbúið til þess að vinna og vera í samtali og góðri samvinnu.“ Hún hafi átt í samtölum við aðra oddvita en engar formlegar meirihlutaviðræður séu þó hafnar. „Ég hef talað við alla nema formann Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins en það eru engar formlegar viðræður í sjálfu sér í gangi en ég hugsa að það fari nú að skýrast fljótlega.“ Hún segist ekki geta lofað að það dragi til tíðinda í dag en það kæmi henni ekki á óvart að það myndi gerast. Mikilvægt sé að línurnar skýrist sem fyrst. „Við getum ekki látið borgarbúa bíða. Við berum ábyrgð á því að mynda meirihluta og ég held að við flest tökum það bara mjög alvarlega. Þannig að sama hvað gerist þá held ég að þetta megi ekki taka langa tíma. Við skuldum bara borgarbúum það að ganga hratt í þessi verk.“ Þá segir hún borgarstjórastólinn ekki hafa verið ræddan né hvort það komi til greina að næsti borgarstjóri verði faglega ráðinn. „Við höfum í þessum samtölum sem ég hef átt ekki rætt um borgarstjórastól eða hlutverk. Við höfum bara verið að tala um verkefnin, fólkið í borginni, hvað er mikilvægast að við gerum og hvernig við myndum forgangsraða.“ Borgarstjórn Reykjavík Samfylkingin Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Sjá meira
Rúmir þrír sólarhringar eru síðan Einar Þorsteinsson borgarstjóri og oddviti Framsóknarflokksins sleit meirihlutasamstarfinu í borgarstjórn. Hann hóf strax viðræður við aðra flokka sem gengu ekki upp. Síðan þá hafa þreifingar átt sér stað þvert á flokka. Borgarfulltrúarnir eru tuttugu og þrír talsins og þarf því tólf til að mynda nýjan meirihluta. Möguleikarnir eru nokkrir en miðað við þau orð sem borgarfulltrúar hafa látið falla virðist vinstristjórn vera einna líklegust núna. Heiða Björk Hilmisdóttir oddviti Samfylkingarinnar segir mikilvægt að næsti meirihluti verði samhentur og sammála um hvaða verk þurfi að ganga í. „Það eru kannski svona hægri vinstri pólar inni í borgarstjórn en þegar maður tekur sig saman fyrir svona stuttan tíma þá þarf maður að vera fókuseraður og horfa á hvað er mikilvægast og hvað okkur finnst mikilvægt að koma í verk strax. Svo þarf bara góða verkstjórn og koma því til framkvæmda. Þannig ég hef mestan áhuga á því að finna fólk sem að treystir sér í þetta og er tilbúið til þess að vinna og vera í samtali og góðri samvinnu.“ Hún hafi átt í samtölum við aðra oddvita en engar formlegar meirihlutaviðræður séu þó hafnar. „Ég hef talað við alla nema formann Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins en það eru engar formlegar viðræður í sjálfu sér í gangi en ég hugsa að það fari nú að skýrast fljótlega.“ Hún segist ekki geta lofað að það dragi til tíðinda í dag en það kæmi henni ekki á óvart að það myndi gerast. Mikilvægt sé að línurnar skýrist sem fyrst. „Við getum ekki látið borgarbúa bíða. Við berum ábyrgð á því að mynda meirihluta og ég held að við flest tökum það bara mjög alvarlega. Þannig að sama hvað gerist þá held ég að þetta megi ekki taka langa tíma. Við skuldum bara borgarbúum það að ganga hratt í þessi verk.“ Þá segir hún borgarstjórastólinn ekki hafa verið ræddan né hvort það komi til greina að næsti borgarstjóri verði faglega ráðinn. „Við höfum í þessum samtölum sem ég hef átt ekki rætt um borgarstjórastól eða hlutverk. Við höfum bara verið að tala um verkefnin, fólkið í borginni, hvað er mikilvægast að við gerum og hvernig við myndum forgangsraða.“
Borgarstjórn Reykjavík Samfylkingin Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Sjá meira