Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 11. febrúar 2025 12:32 Heiða Björg Hilmarsdóttir er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Vísir/vilhelm Heiða Björg Hilmisdóttir oddviti Samfylkingarinnar vonast til að línur fari að skýrast í myndun nýs meirihluta í borginni og að jafnvel geti dregið til tíðinda í dag. Hún hefur rætt við oddvita allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Hún segir borgarfulltrúa skulda borgarbúum það að ganga hratt til verks. Rúmir þrír sólarhringar eru síðan Einar Þorsteinsson borgarstjóri og oddviti Framsóknarflokksins sleit meirihlutasamstarfinu í borgarstjórn. Hann hóf strax viðræður við aðra flokka sem gengu ekki upp. Síðan þá hafa þreifingar átt sér stað þvert á flokka. Borgarfulltrúarnir eru tuttugu og þrír talsins og þarf því tólf til að mynda nýjan meirihluta. Möguleikarnir eru nokkrir en miðað við þau orð sem borgarfulltrúar hafa látið falla virðist vinstristjórn vera einna líklegust núna. Heiða Björk Hilmisdóttir oddviti Samfylkingarinnar segir mikilvægt að næsti meirihluti verði samhentur og sammála um hvaða verk þurfi að ganga í. „Það eru kannski svona hægri vinstri pólar inni í borgarstjórn en þegar maður tekur sig saman fyrir svona stuttan tíma þá þarf maður að vera fókuseraður og horfa á hvað er mikilvægast og hvað okkur finnst mikilvægt að koma í verk strax. Svo þarf bara góða verkstjórn og koma því til framkvæmda. Þannig ég hef mestan áhuga á því að finna fólk sem að treystir sér í þetta og er tilbúið til þess að vinna og vera í samtali og góðri samvinnu.“ Hún hafi átt í samtölum við aðra oddvita en engar formlegar meirihlutaviðræður séu þó hafnar. „Ég hef talað við alla nema formann Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins en það eru engar formlegar viðræður í sjálfu sér í gangi en ég hugsa að það fari nú að skýrast fljótlega.“ Hún segist ekki geta lofað að það dragi til tíðinda í dag en það kæmi henni ekki á óvart að það myndi gerast. Mikilvægt sé að línurnar skýrist sem fyrst. „Við getum ekki látið borgarbúa bíða. Við berum ábyrgð á því að mynda meirihluta og ég held að við flest tökum það bara mjög alvarlega. Þannig að sama hvað gerist þá held ég að þetta megi ekki taka langa tíma. Við skuldum bara borgarbúum það að ganga hratt í þessi verk.“ Þá segir hún borgarstjórastólinn ekki hafa verið ræddan né hvort það komi til greina að næsti borgarstjóri verði faglega ráðinn. „Við höfum í þessum samtölum sem ég hef átt ekki rætt um borgarstjórastól eða hlutverk. Við höfum bara verið að tala um verkefnin, fólkið í borginni, hvað er mikilvægast að við gerum og hvernig við myndum forgangsraða.“ Borgarstjórn Reykjavík Samfylkingin Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira
Rúmir þrír sólarhringar eru síðan Einar Þorsteinsson borgarstjóri og oddviti Framsóknarflokksins sleit meirihlutasamstarfinu í borgarstjórn. Hann hóf strax viðræður við aðra flokka sem gengu ekki upp. Síðan þá hafa þreifingar átt sér stað þvert á flokka. Borgarfulltrúarnir eru tuttugu og þrír talsins og þarf því tólf til að mynda nýjan meirihluta. Möguleikarnir eru nokkrir en miðað við þau orð sem borgarfulltrúar hafa látið falla virðist vinstristjórn vera einna líklegust núna. Heiða Björk Hilmisdóttir oddviti Samfylkingarinnar segir mikilvægt að næsti meirihluti verði samhentur og sammála um hvaða verk þurfi að ganga í. „Það eru kannski svona hægri vinstri pólar inni í borgarstjórn en þegar maður tekur sig saman fyrir svona stuttan tíma þá þarf maður að vera fókuseraður og horfa á hvað er mikilvægast og hvað okkur finnst mikilvægt að koma í verk strax. Svo þarf bara góða verkstjórn og koma því til framkvæmda. Þannig ég hef mestan áhuga á því að finna fólk sem að treystir sér í þetta og er tilbúið til þess að vinna og vera í samtali og góðri samvinnu.“ Hún hafi átt í samtölum við aðra oddvita en engar formlegar meirihlutaviðræður séu þó hafnar. „Ég hef talað við alla nema formann Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins en það eru engar formlegar viðræður í sjálfu sér í gangi en ég hugsa að það fari nú að skýrast fljótlega.“ Hún segist ekki geta lofað að það dragi til tíðinda í dag en það kæmi henni ekki á óvart að það myndi gerast. Mikilvægt sé að línurnar skýrist sem fyrst. „Við getum ekki látið borgarbúa bíða. Við berum ábyrgð á því að mynda meirihluta og ég held að við flest tökum það bara mjög alvarlega. Þannig að sama hvað gerist þá held ég að þetta megi ekki taka langa tíma. Við skuldum bara borgarbúum það að ganga hratt í þessi verk.“ Þá segir hún borgarstjórastólinn ekki hafa verið ræddan né hvort það komi til greina að næsti borgarstjóri verði faglega ráðinn. „Við höfum í þessum samtölum sem ég hef átt ekki rætt um borgarstjórastól eða hlutverk. Við höfum bara verið að tala um verkefnin, fólkið í borginni, hvað er mikilvægast að við gerum og hvernig við myndum forgangsraða.“
Borgarstjórn Reykjavík Samfylkingin Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira