Innlent

Meiri­hlutinn sem er að myndast, vopna­burður og mót­mæli brimbrettakappa

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld. Vilhelm

Oddvitar Pírata, Sósíalista, Vinstri grænna og Flokks fólksins áttu í óformlegum meirihlutaviðræðum á heimili oddvita Samfylkingarinnar í dag. Næst á dagskrá er að athuga hvernig vinstri meirihluti leggst í bakland umræddra flokkanna. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fylgjumst við með viðræðum, heyrum í formanni Flokks fólksins sem útilokaði Sjálfstæðisflokkinn og verðum í beinni með oddvita sem var ekki boðið í samtalið.

Vopnaburður ungmenna hefur nú þegar valdið óbætanlegum skaða segir dómsmálaráðherra og vísar til máls Bryndísar Klöru sem lést eftir árás á menningarnótt. Hnífaárásir megi ekki verða hluti af íslenskum veruleika og mikilvægt sé að efla geðheilbrigðisþjónustu. Undanþága frá refsingu vegna hylmingar og undanskoti sönnunargagna verði skoðuð en líkt og fjallað var um í Kompás voru forráðamenn gerandans handteknir fyrir slíkt en mál þeirra fellt niður vegna náinna tengsla.

Þá sjáum við myndir frá flugsveitaræfingu finnska hersins í Keflavík, fylgjumst með skógarhöggi í Öskjuhlíð auk þess sem Kristín Ólafsdóttir fer til Þorlákshafnar og ræðir við brimbrettakappa sem stöðvuðu framkvæmdir við landfyllingu með setuverkfalli.

Í Sportpakkanum verður rætt við formann knattspyrnudeildar Grindavíkur sem hefur tekið fyrsta skrefið í átt að heimkomu liðsins og í Íslandi í dag heyrum við fallega sögu Selmu Hafsteinsdóttur sem ættleiddi barn.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 má sjá í heild sinni hér að neðan:

Klippa: Kvöldfréttir 11. febrúar 2025




Fleiri fréttir

Sjá meira


×