„Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Sindri Sverrisson skrifar 12. febrúar 2025 15:16 Birkir Már Sævarsson heldur áfram að spila fótbolta í ár, með liði Nacka. Nacka FC Forráðamenn sænska félagsins Nacka binda miklar vonir við Birki Má Sævarsson en þessi 103 leikja landsliðsmaður hefur ákveðið að halda fótboltaferlinum áfram, fertugur að aldri. Birkir kvaddi uppeldisfélag sitt Val öðru sinni í haust og var þá ljóst að hann myndi ekki spila fleiri leiki hér á landi. Hann er fluttur aftur til Svíþjóðar með fjölskyldu sinni, þar sem Birkir lék lengi við afar góðan orðstír með Hammarby, og hefur nú fundið sér nýtt félag. Nacka kynnti Birki til leiks með miklu stolti í dag enda alveg ljóst að það gerist ekki á hverjum degi að sænskt D-deildarfélag getur teflt fram leikmanni sem spilaði á EM og HM. Birkir mun því áfram spila fótbolta meðfram annarri vinnu, þó að boltinn verði ekki í sama forgangi og áður. Það voru forráðamenn Nacka sem höfðu samband við hann að fyrra bragði. „Við sáum að við værum einn af kostunum í boði fyrir hann til að vera áfram á keppnisstigi, þar sem að við erum staðsett í nágrenni við heimili hans. Við höfðum samband og fengum hann til að mæta á æfingar og hann virtist vera sáttur. Síðan gekk þetta eftir,“ sagði Salih Shala, yfirmaður fótboltamála hjá Nacka, við Fotbollskanalen. View this post on Instagram A post shared by Nacka FC - Herr (@nackafc.herr) Greinilegt er að mikil hamingja ríkir hjá þessu sænska smáliði með að hafa hreppt Birki og eins og Íslendingar vita eftir að hafa fylgst með honum í Bestu deildinni þá er líkamlegt ástand ekki neitt vandamál: „Hann er í annarri vinnu með fótboltanum sem tekur mikinn tíma frá honum. Hann hefur sagst vilja halda áfram að spila eins lengi og hann getur. Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur. Við vorum svolítið órólegir yfir því hvernig líkamlegt ástand væri en það hefur litið ljómandi vel út þessar tvær vikur sem hann hefur æft og í leiknum sem hann spilaði,“ sagði Shala en Birkir hefur þegar spilað æfingaleik með liðinu. „Við höfum sagt að við ætlum okkur að komast upp í „ettan“ (C-deildina). Birkir er klassaleikmaður á þessu stigi. Ég held að það sé ekkert leyndarmál að hann er besti varnarmaður deildarinnar. Þetta verður spennandi og ég held að hann muni hjálpa okkur heilan helling,“ sagði Shala. Sænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Bætti heimsmetið aftur Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Birkir kvaddi uppeldisfélag sitt Val öðru sinni í haust og var þá ljóst að hann myndi ekki spila fleiri leiki hér á landi. Hann er fluttur aftur til Svíþjóðar með fjölskyldu sinni, þar sem Birkir lék lengi við afar góðan orðstír með Hammarby, og hefur nú fundið sér nýtt félag. Nacka kynnti Birki til leiks með miklu stolti í dag enda alveg ljóst að það gerist ekki á hverjum degi að sænskt D-deildarfélag getur teflt fram leikmanni sem spilaði á EM og HM. Birkir mun því áfram spila fótbolta meðfram annarri vinnu, þó að boltinn verði ekki í sama forgangi og áður. Það voru forráðamenn Nacka sem höfðu samband við hann að fyrra bragði. „Við sáum að við værum einn af kostunum í boði fyrir hann til að vera áfram á keppnisstigi, þar sem að við erum staðsett í nágrenni við heimili hans. Við höfðum samband og fengum hann til að mæta á æfingar og hann virtist vera sáttur. Síðan gekk þetta eftir,“ sagði Salih Shala, yfirmaður fótboltamála hjá Nacka, við Fotbollskanalen. View this post on Instagram A post shared by Nacka FC - Herr (@nackafc.herr) Greinilegt er að mikil hamingja ríkir hjá þessu sænska smáliði með að hafa hreppt Birki og eins og Íslendingar vita eftir að hafa fylgst með honum í Bestu deildinni þá er líkamlegt ástand ekki neitt vandamál: „Hann er í annarri vinnu með fótboltanum sem tekur mikinn tíma frá honum. Hann hefur sagst vilja halda áfram að spila eins lengi og hann getur. Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur. Við vorum svolítið órólegir yfir því hvernig líkamlegt ástand væri en það hefur litið ljómandi vel út þessar tvær vikur sem hann hefur æft og í leiknum sem hann spilaði,“ sagði Shala en Birkir hefur þegar spilað æfingaleik með liðinu. „Við höfum sagt að við ætlum okkur að komast upp í „ettan“ (C-deildina). Birkir er klassaleikmaður á þessu stigi. Ég held að það sé ekkert leyndarmál að hann er besti varnarmaður deildarinnar. Þetta verður spennandi og ég held að hann muni hjálpa okkur heilan helling,“ sagði Shala.
Sænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Bætti heimsmetið aftur Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti