Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Sindri Sverrisson skrifar 12. febrúar 2025 14:28 Kári Kristján Kristjánsson gæti hafa spilað sinn síðasta leik í vetur. vísir/Anton Kári Kristján Kristjánsson, línumaður ÍBV og fyrrverandi landsliðsmaður, gæti hafa spilað sinn síðasta leik á þessu tímabili eftir að hafa lent í alvarlegum veikindum. Hann var orðinn fárveikur í lokaþætti HM-stofunnar á RÚV, fyrir tíu dögum síðan, og þarf nú að taka því rólega eftir að hafa meðal annars farið í hjartaþræðingu. Frá þessu greinir Kári í samtali við RÚV í dag þar sem hanns egir að streptókokkasýking, sem meðhöndluð hafi verið of seint, sé talinn sennilegur orsakavaldur veikindanna. Læknir hefur tjáð Kára að hann þurfi að taka því rólega næstu þrjá mánuðina. Því gæti leiktíðinni verið lokið hjá þessum 41 árs gamla lykilmanni Eyjaliðsins sem komið er í undanúrslit Powerade-bikarsins og mætir þar Stjörnunni. „Ég veiktist helgina sem úrslitaleikurinn á HM var og steinlá næturnar tvær á undan úrslitaleiknum og var í svitakófi,“ segir Kári í viðtali við RÚV en hann vakti athygli fyrir vasklega framgöngu í HM-stofunni. Kári bætir við: „Þar að auki fann ég fyrir hálssærindum og fékk að lokum sýklalyf þegar í ljós kom að ég var kominn með streptókokka. Svo kom ég mér í gegnum alla umfjöllun í kringum úrslitaleikinn í sjónvarpinu á sunnudeginum langt frá því að vera orðinn góður og hélt svo heim til Vestmannaeyja daginn eftir.“ Kári Kristján Kristjánsson missir víst af bikarhelginni og þarf að treysta á félaga sína til að landa titlinum.vísir/Hulda Margrét Aldrei verið minna tilbúinn í að spila handboltaleik Kári reyndi svo að harka af sér og spilaði útileik gegn Fjölni þriðjudaginn 4. febrúar, tveimur dögum eftir fyrrnefndan lokaþátt HM-stofunnar. „Ég var inni á vellinum í kannski einhverjar tíu mínútur og upplifunin var eins og ég hafi aldrei verið minna tilbúinn líkamlega í að spila handboltaleik og þarna,“ segir Kári við RÚV. Ástandið tók svo að versna enn frekar og Kári fann fyrir sting í bringunni. Hann fór í læknisskoðun og var á endanum sendur með sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur. Samkvæmt frétt RÚV var Kári þá kominn með mikla hjartabólgu og höfðu ákveðin gildi hækkað hratt, og fór hann í öryggisskyni í hjartaþræðingu. Um tveir sólarhringar liðu áður en bólgurnar fóru að hjaðna en eins og fyrr segir er talið að streptókokkasýking hafi valdið veikindunum. Kári er mikill keppnismaður og vill ekki útiloka neitt varðandi það að hann spili meira á þessari leiktíð. Sé þess einhver kostur muni hann gera það. Aðeins tvær vikur eru í úrslitadagana í Powerade-bikarnum. „Það er auðvitað hundfúlt að geta ekki spilað á úrslitahelginni í bikarnum og svo styttist í úrslitakeppnina á Íslandsmótinu. En við sjáum bara hvað setur,“ segir Kári. HM karla í handbolta 2025 Olís-deild karla Powerade-bikarinn ÍBV Tengdar fréttir Kári um æxlið í bakinu á sér: „Númer eitt, tvö og þrjú að halda geðheilsunni“ 30. maí 2020 20:00 Kári Kristján verður áfram með ÍBV: „Tek annað hókípókí með krökkunum“ Línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson ætlar að taka eitt tímabil í viðbót með ÍBV. 12. júní 2024 12:31 Mest lesið Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Í beinni: Everton - Liverpool | Síðasti borgarslagur á þessum stað Enski boltinn Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Fótbolti Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Víkingar hættir í Lengjubikarnum Íslenski boltinn Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Handbolti Fleiri fréttir „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Díana: „Vonandi verður þetta ævintýri lengra og skemmtilegra“ Þorsteinn Leó markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Létu Framkonur hafa fyrir hlutunum Uppgjör: Haukar - Selfoss 29-20 | Haukakonur áfram óstöðvandi á nýju ári Valskonur juku forskotið á toppnum í átta stig Dagur nýtti öll færin sín í Evrópudeildinni en strákar Guðjóns Vals töpuðu Sú markahæsta með 85 prósent skotnýtingu Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Uppselt á úrslitaleik næsta stórmóts Ísak á leið í atvinnumennsku Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Átján ára og kominn með 33 marka forskot á toppnum Dagur um stjórn HSÍ: Að velja mig ekki er bara allt í lagi Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans KA skellti í lás í seinni hálfleik og fór með sigur úr Skógarselinu Andri Már markahæstur í svekkjandi tapi Ásgeir Jónsson vill verða varaformaður HSÍ Jón Halldórsson fyrstur í framboð til formanns HSÍ Sjá meira
Frá þessu greinir Kári í samtali við RÚV í dag þar sem hanns egir að streptókokkasýking, sem meðhöndluð hafi verið of seint, sé talinn sennilegur orsakavaldur veikindanna. Læknir hefur tjáð Kára að hann þurfi að taka því rólega næstu þrjá mánuðina. Því gæti leiktíðinni verið lokið hjá þessum 41 árs gamla lykilmanni Eyjaliðsins sem komið er í undanúrslit Powerade-bikarsins og mætir þar Stjörnunni. „Ég veiktist helgina sem úrslitaleikurinn á HM var og steinlá næturnar tvær á undan úrslitaleiknum og var í svitakófi,“ segir Kári í viðtali við RÚV en hann vakti athygli fyrir vasklega framgöngu í HM-stofunni. Kári bætir við: „Þar að auki fann ég fyrir hálssærindum og fékk að lokum sýklalyf þegar í ljós kom að ég var kominn með streptókokka. Svo kom ég mér í gegnum alla umfjöllun í kringum úrslitaleikinn í sjónvarpinu á sunnudeginum langt frá því að vera orðinn góður og hélt svo heim til Vestmannaeyja daginn eftir.“ Kári Kristján Kristjánsson missir víst af bikarhelginni og þarf að treysta á félaga sína til að landa titlinum.vísir/Hulda Margrét Aldrei verið minna tilbúinn í að spila handboltaleik Kári reyndi svo að harka af sér og spilaði útileik gegn Fjölni þriðjudaginn 4. febrúar, tveimur dögum eftir fyrrnefndan lokaþátt HM-stofunnar. „Ég var inni á vellinum í kannski einhverjar tíu mínútur og upplifunin var eins og ég hafi aldrei verið minna tilbúinn líkamlega í að spila handboltaleik og þarna,“ segir Kári við RÚV. Ástandið tók svo að versna enn frekar og Kári fann fyrir sting í bringunni. Hann fór í læknisskoðun og var á endanum sendur með sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur. Samkvæmt frétt RÚV var Kári þá kominn með mikla hjartabólgu og höfðu ákveðin gildi hækkað hratt, og fór hann í öryggisskyni í hjartaþræðingu. Um tveir sólarhringar liðu áður en bólgurnar fóru að hjaðna en eins og fyrr segir er talið að streptókokkasýking hafi valdið veikindunum. Kári er mikill keppnismaður og vill ekki útiloka neitt varðandi það að hann spili meira á þessari leiktíð. Sé þess einhver kostur muni hann gera það. Aðeins tvær vikur eru í úrslitadagana í Powerade-bikarnum. „Það er auðvitað hundfúlt að geta ekki spilað á úrslitahelginni í bikarnum og svo styttist í úrslitakeppnina á Íslandsmótinu. En við sjáum bara hvað setur,“ segir Kári.
HM karla í handbolta 2025 Olís-deild karla Powerade-bikarinn ÍBV Tengdar fréttir Kári um æxlið í bakinu á sér: „Númer eitt, tvö og þrjú að halda geðheilsunni“ 30. maí 2020 20:00 Kári Kristján verður áfram með ÍBV: „Tek annað hókípókí með krökkunum“ Línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson ætlar að taka eitt tímabil í viðbót með ÍBV. 12. júní 2024 12:31 Mest lesið Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Í beinni: Everton - Liverpool | Síðasti borgarslagur á þessum stað Enski boltinn Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Fótbolti Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Víkingar hættir í Lengjubikarnum Íslenski boltinn Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Handbolti Fleiri fréttir „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Díana: „Vonandi verður þetta ævintýri lengra og skemmtilegra“ Þorsteinn Leó markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Létu Framkonur hafa fyrir hlutunum Uppgjör: Haukar - Selfoss 29-20 | Haukakonur áfram óstöðvandi á nýju ári Valskonur juku forskotið á toppnum í átta stig Dagur nýtti öll færin sín í Evrópudeildinni en strákar Guðjóns Vals töpuðu Sú markahæsta með 85 prósent skotnýtingu Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Uppselt á úrslitaleik næsta stórmóts Ísak á leið í atvinnumennsku Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Átján ára og kominn með 33 marka forskot á toppnum Dagur um stjórn HSÍ: Að velja mig ekki er bara allt í lagi Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans KA skellti í lás í seinni hálfleik og fór með sigur úr Skógarselinu Andri Már markahæstur í svekkjandi tapi Ásgeir Jónsson vill verða varaformaður HSÍ Jón Halldórsson fyrstur í framboð til formanns HSÍ Sjá meira
Kári Kristján verður áfram með ÍBV: „Tek annað hókípókí með krökkunum“ Línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson ætlar að taka eitt tímabil í viðbót með ÍBV. 12. júní 2024 12:31