Handbolti

Sig­valdi sá eini sem komst á blað í Meistara­deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði fjögur góð mörk í kvöld.
Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði fjögur góð mörk í kvöld. VÍSIR/VILHELM

Tvö Íslendingalið stóðu í ströngu í Meistaradeildinni í handbolta í kvöld og gekk misvel.

Norska félagið Kolstad Håndbold vann eins marks heimasigur á franska félaginu Nantes, 29-28.

Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði fjögur mörk úr átta skotum í leiknum en Simon Jeppsson var markahæstur með sjö mörk úr þó sextán skotum.

Bræðurnir Arnór Snær og Benedikt Gunnar Óskarssynir komust ekki á blað í leiknum ekki frekar en Sveinn Jóhannsson. Benedikt átti eina stoðsendingu.

Sigvaldi var í raun eini íslenski leikmaðurinn sem komst á blað því Janus Daði Smárason náði ekki að skora þegar PICK Szeged tapaði með einu marki á móti HC Zagreb á heimavelli sínum.

Janus Daði klikkaði á eina skoti sínu en átti þrjár stoðsendingar í leiknum.

Kolstad er í sjötta sæti síns riðils en Szeged er í fjórða sætinu þrátt fyrir tvö töp í röð í Meistaradeildinni. Þetta var hins vegar fyrstu sigur Kolstad í Meistaradeildinni frá 30. október eftir þrjú töp í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×