Undanþágubeiðninni ekki hafnað Bjarki Sigurðsson skrifar 13. febrúar 2025 13:24 Tómas Dagur Helgason er flugrekstrarstjóri Norlandair. Vísir/Vésteinn Beiðni flugfélagsins Norlandair um undanþágu til lendingar á austur-vesturflugbraut Reykjavíkurflugvallar hefur ekki verið hafnað heldur vill Samgöngustofa skoða málið frekar áður en hún verður afgreidd. Flugrekstrarstjóri segir ástandið hvað varðar sjúkraflug vera orðið óásættanlegt. Austur-vesturflugbraut Reykjavíkurflugvallar er lokuð á meðan Reykjavíkurborg vinnur að því að fella tré í Öskjuhlíðinni sem skaga í hindrunarfleti fyrir aðflug. Norlandair og Miðstöð sjúkraflugs sóttu um undanþágu til Samgöngustofu frá lokuninni þegar sjúkraflug er í hæsta forgangsflokki. Samgöngustofa telur ekki unnt að afgreiða hana að svo komnu máli. Tómas Dagur Helgason, flugrekstrarstjóri Norlandair, segir það mikil vonbrigði. „Á meðan við getum notað norður-suðurbrautina er sjúkraflug alveg tryggt. En um leið og við lendum í degi eins og í gær þar sem voru virkilega krefjandi aðstæður fyrir flugmenn að koma inn á þá flugbraut í miklum hliðarvindi, þá er það erfitt. En auðvitað gerum við það sem getum til að halda þessari þjónustu uppi,“ segir Tómas. Í samtali við fréttastofu segir Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, að ekki sé forsvaranlegt að leggja sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólk í hættu í aðflugi. Það megi ekki gefa afslátt af flugöryggi. Stofnunin vinni áfram að lausn málsins og fundar nú með Norlandair vegna beiðninnar. „Við ætlum að fara yfir stöðuna almennt og sjá hvort það sé eitthvað hægt að gera. Og hvað við þurfum að gera til að komast þarna inn,“ segir Tómas. Hann segir ástandið óásættanlegt sem stendur. „Að annarri brautinni skuli vera lokað. Hún hefur verið notuð í hátt í þrjátíu prósent tilfella. Það segir sig sjálft að þetta er mjög bagaleg aðstaða. Í gær og í dag er stíf austanátt. Þetta er óásættanlegt með öllu,“ segir Tómas. Fréttir af flugi Sjúkraflutningar Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Heilbrigðismál Samgöngur Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Fleiri fréttir Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Sjá meira
Austur-vesturflugbraut Reykjavíkurflugvallar er lokuð á meðan Reykjavíkurborg vinnur að því að fella tré í Öskjuhlíðinni sem skaga í hindrunarfleti fyrir aðflug. Norlandair og Miðstöð sjúkraflugs sóttu um undanþágu til Samgöngustofu frá lokuninni þegar sjúkraflug er í hæsta forgangsflokki. Samgöngustofa telur ekki unnt að afgreiða hana að svo komnu máli. Tómas Dagur Helgason, flugrekstrarstjóri Norlandair, segir það mikil vonbrigði. „Á meðan við getum notað norður-suðurbrautina er sjúkraflug alveg tryggt. En um leið og við lendum í degi eins og í gær þar sem voru virkilega krefjandi aðstæður fyrir flugmenn að koma inn á þá flugbraut í miklum hliðarvindi, þá er það erfitt. En auðvitað gerum við það sem getum til að halda þessari þjónustu uppi,“ segir Tómas. Í samtali við fréttastofu segir Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, að ekki sé forsvaranlegt að leggja sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólk í hættu í aðflugi. Það megi ekki gefa afslátt af flugöryggi. Stofnunin vinni áfram að lausn málsins og fundar nú með Norlandair vegna beiðninnar. „Við ætlum að fara yfir stöðuna almennt og sjá hvort það sé eitthvað hægt að gera. Og hvað við þurfum að gera til að komast þarna inn,“ segir Tómas. Hann segir ástandið óásættanlegt sem stendur. „Að annarri brautinni skuli vera lokað. Hún hefur verið notuð í hátt í þrjátíu prósent tilfella. Það segir sig sjálft að þetta er mjög bagaleg aðstaða. Í gær og í dag er stíf austanátt. Þetta er óásættanlegt með öllu,“ segir Tómas.
Fréttir af flugi Sjúkraflutningar Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Heilbrigðismál Samgöngur Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Fleiri fréttir Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Sjá meira