Undanþágubeiðninni ekki hafnað Bjarki Sigurðsson skrifar 13. febrúar 2025 13:24 Tómas Dagur Helgason er flugrekstrarstjóri Norlandair. Vísir/Vésteinn Beiðni flugfélagsins Norlandair um undanþágu til lendingar á austur-vesturflugbraut Reykjavíkurflugvallar hefur ekki verið hafnað heldur vill Samgöngustofa skoða málið frekar áður en hún verður afgreidd. Flugrekstrarstjóri segir ástandið hvað varðar sjúkraflug vera orðið óásættanlegt. Austur-vesturflugbraut Reykjavíkurflugvallar er lokuð á meðan Reykjavíkurborg vinnur að því að fella tré í Öskjuhlíðinni sem skaga í hindrunarfleti fyrir aðflug. Norlandair og Miðstöð sjúkraflugs sóttu um undanþágu til Samgöngustofu frá lokuninni þegar sjúkraflug er í hæsta forgangsflokki. Samgöngustofa telur ekki unnt að afgreiða hana að svo komnu máli. Tómas Dagur Helgason, flugrekstrarstjóri Norlandair, segir það mikil vonbrigði. „Á meðan við getum notað norður-suðurbrautina er sjúkraflug alveg tryggt. En um leið og við lendum í degi eins og í gær þar sem voru virkilega krefjandi aðstæður fyrir flugmenn að koma inn á þá flugbraut í miklum hliðarvindi, þá er það erfitt. En auðvitað gerum við það sem getum til að halda þessari þjónustu uppi,“ segir Tómas. Í samtali við fréttastofu segir Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, að ekki sé forsvaranlegt að leggja sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólk í hættu í aðflugi. Það megi ekki gefa afslátt af flugöryggi. Stofnunin vinni áfram að lausn málsins og fundar nú með Norlandair vegna beiðninnar. „Við ætlum að fara yfir stöðuna almennt og sjá hvort það sé eitthvað hægt að gera. Og hvað við þurfum að gera til að komast þarna inn,“ segir Tómas. Hann segir ástandið óásættanlegt sem stendur. „Að annarri brautinni skuli vera lokað. Hún hefur verið notuð í hátt í þrjátíu prósent tilfella. Það segir sig sjálft að þetta er mjög bagaleg aðstaða. Í gær og í dag er stíf austanátt. Þetta er óásættanlegt með öllu,“ segir Tómas. Fréttir af flugi Sjúkraflutningar Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Heilbrigðismál Samgöngur Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira
Austur-vesturflugbraut Reykjavíkurflugvallar er lokuð á meðan Reykjavíkurborg vinnur að því að fella tré í Öskjuhlíðinni sem skaga í hindrunarfleti fyrir aðflug. Norlandair og Miðstöð sjúkraflugs sóttu um undanþágu til Samgöngustofu frá lokuninni þegar sjúkraflug er í hæsta forgangsflokki. Samgöngustofa telur ekki unnt að afgreiða hana að svo komnu máli. Tómas Dagur Helgason, flugrekstrarstjóri Norlandair, segir það mikil vonbrigði. „Á meðan við getum notað norður-suðurbrautina er sjúkraflug alveg tryggt. En um leið og við lendum í degi eins og í gær þar sem voru virkilega krefjandi aðstæður fyrir flugmenn að koma inn á þá flugbraut í miklum hliðarvindi, þá er það erfitt. En auðvitað gerum við það sem getum til að halda þessari þjónustu uppi,“ segir Tómas. Í samtali við fréttastofu segir Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, að ekki sé forsvaranlegt að leggja sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólk í hættu í aðflugi. Það megi ekki gefa afslátt af flugöryggi. Stofnunin vinni áfram að lausn málsins og fundar nú með Norlandair vegna beiðninnar. „Við ætlum að fara yfir stöðuna almennt og sjá hvort það sé eitthvað hægt að gera. Og hvað við þurfum að gera til að komast þarna inn,“ segir Tómas. Hann segir ástandið óásættanlegt sem stendur. „Að annarri brautinni skuli vera lokað. Hún hefur verið notuð í hátt í þrjátíu prósent tilfella. Það segir sig sjálft að þetta er mjög bagaleg aðstaða. Í gær og í dag er stíf austanátt. Þetta er óásættanlegt með öllu,“ segir Tómas.
Fréttir af flugi Sjúkraflutningar Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Heilbrigðismál Samgöngur Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira