Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Samúel Karl Ólason skrifar 13. febrúar 2025 15:08 Að minnsta kosti eitt barn er meðal þeirra sem árásarmaðurinn ók á. AP/Matthias Balk Maðurinn sem ók inn í hóp fólks í München í Þýskalandi í morgun sótti um hæli í Þýskalandi árið 2016. Umsókninni var hafnað en hann fékk þrátt fyrir það undanþágu frá brottvísun. Maðurinn sem er 24 ára gamall og frá Afganistan, særði að minnsta kosti 28 sem voru á mótmælafundi verkalýðsfélags í morgun. Nokkrir eru sagðir í alvarlegu ástandi Lögreglan hefur nefnt árásarmanninn sem Farhad N, en hann er sagður hafa búið í München og var þekktur af lögregluþjónum vegna smáglæpa. Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, segir að árásarmanninum verði að refsa og vísa úr landi, eins fljótt og auðið er, samkvæmt fréttum DW. „Þetta er hræðilegt,“ sagði Scholz við blaðamenn í dag. „Frá mínum sjónarhóli er það skýrt, að árásarmaðurinn getur ekki reitt sig á nokkurskonar miskunn. Það verður að refsa honum og hann verður að yfirgefa landið.“ Sjá einnig: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Nancy Faeser, innanríkisráðherra, hefur slegið á svipaða strengi og hefur heitið harðri refsingu. Hún benti á að „enn einu sinni“ hefði ungur maður frá Afganistan framið árás sem þessa og sagði lög um brottvísanir glæpamanna hafa verið hertar verulega. Nú þyrfti að framfylgja þeim. Stutt er í kosningar í Þýskalandi og eru málefni farand- og flóttafólks mjög umfangsmikil í umræðunni fyrir kosningarnar. Horfur eru á því að öfgahægriflokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) verði næststærsti flokkurinn á þinginu eftir kosningarnar. Hinir flokkarnir á þingi hafa fram að þessu hafnað öllu samstarfi við flokkinn. Markus Söder, forsætisráðherra Bæjarlands, sagði í morgun að árásin í München í morgun sýndi fram á að þörf væri á grundvallarbreytingum í Þýskalandi. „Þetta er ekki fyrsta árásin af þessu dagi. Samkennd og það að sætta sig við fortíðina er mikilvægt en grundvallarbreytingar þurf að eiga sér stað í Þýskalandi,“ sagði Söder. Es ist einfach furchtbar und schmerzt so sehr. In #München hat sich ein schwerer Anschlag ereignet. Ein afghanischer Staatsbürger fuhr mit einem Auto in eine Menschenmenge und verletzte viele Menschen teils sehr schwer. Wir fühlen mit allen Opfern und beten für die Verletzten und… pic.twitter.com/G19cnFMwqk— Markus Söder (@Markus_Soeder) February 13, 2025 Þýskaland Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira
Maðurinn sem er 24 ára gamall og frá Afganistan, særði að minnsta kosti 28 sem voru á mótmælafundi verkalýðsfélags í morgun. Nokkrir eru sagðir í alvarlegu ástandi Lögreglan hefur nefnt árásarmanninn sem Farhad N, en hann er sagður hafa búið í München og var þekktur af lögregluþjónum vegna smáglæpa. Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, segir að árásarmanninum verði að refsa og vísa úr landi, eins fljótt og auðið er, samkvæmt fréttum DW. „Þetta er hræðilegt,“ sagði Scholz við blaðamenn í dag. „Frá mínum sjónarhóli er það skýrt, að árásarmaðurinn getur ekki reitt sig á nokkurskonar miskunn. Það verður að refsa honum og hann verður að yfirgefa landið.“ Sjá einnig: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Nancy Faeser, innanríkisráðherra, hefur slegið á svipaða strengi og hefur heitið harðri refsingu. Hún benti á að „enn einu sinni“ hefði ungur maður frá Afganistan framið árás sem þessa og sagði lög um brottvísanir glæpamanna hafa verið hertar verulega. Nú þyrfti að framfylgja þeim. Stutt er í kosningar í Þýskalandi og eru málefni farand- og flóttafólks mjög umfangsmikil í umræðunni fyrir kosningarnar. Horfur eru á því að öfgahægriflokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) verði næststærsti flokkurinn á þinginu eftir kosningarnar. Hinir flokkarnir á þingi hafa fram að þessu hafnað öllu samstarfi við flokkinn. Markus Söder, forsætisráðherra Bæjarlands, sagði í morgun að árásin í München í morgun sýndi fram á að þörf væri á grundvallarbreytingum í Þýskalandi. „Þetta er ekki fyrsta árásin af þessu dagi. Samkennd og það að sætta sig við fortíðina er mikilvægt en grundvallarbreytingar þurf að eiga sér stað í Þýskalandi,“ sagði Söder. Es ist einfach furchtbar und schmerzt so sehr. In #München hat sich ein schwerer Anschlag ereignet. Ein afghanischer Staatsbürger fuhr mit einem Auto in eine Menschenmenge und verletzte viele Menschen teils sehr schwer. Wir fühlen mit allen Opfern und beten für die Verletzten und… pic.twitter.com/G19cnFMwqk— Markus Söder (@Markus_Soeder) February 13, 2025
Þýskaland Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira