„Við viljum bara keyra hlutina í gang“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. febrúar 2025 17:23 Sanna og Helga segja stóla og embætti ekki hafa verið rædd. Vísir/Einar/Vilhelm Meirihlutaviðræður Samfylkingar, Pírata, Sósíalista, Flokks fólksins og Vinstri grænna í Reykjavík ganga vel að sögn oddvita tveggja flokkanna. Borgarstjórastóllinn hafi ekki verið ræddur, en mikið traust ríki milli oddvita allra flokkanna. „Það hefur gengið mjög vel. Við vorum mættar hingað í morgun, oddvitar þessa fimm flokka sem leiða starfið. Við höfum verið að kalla eftir gögnum og verið einbeittar að fá skýra sýn á stöðu verkefna og hvar megi mögulega koma verkefnum fyrr til framkvæmda, hvar eru áskoranir. Þetta hefur verið góður dagur, við höfum mikið verið að skoða húsnæðismálin og samgöngur,“ sagði Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista, þegar Bergildur Erla Bernharðsdóttir fréttamaður ræddi við hana og Helgu Þórðardóttur, oddvita Flokks fólksins, í Ráðhúsinu nú síðdegis. Helga segir margt til skoðunar, og að húsnæðismálin séu afar mikilvæg. „Við getum ekki sagt alveg hvað, en við viljum flýta framkvæmdum. Að fólk finni virkilega að það eru verkefni komin af stað. Við vorum í dag að hitta sviðsstjórana, byrjuðum einmitt á umhverfis- og skipulagsráði. Það er margt spennandi sem við getum gert. Við viljum bara keyra hlutina í gang,“ sagði Helga. Sanna sagði margt sem sameinaði flokkana fimm, og að hún væri bjartsýn á að fulltrúar þeirra gætu talað sig saman niður á ásættanlega niðurstöðu. Hugsa þyrfti aðgerðir út frá borgarbúum. Dagurinn snúist um lærdóm Sanna segir oddvitana meðvitaða um að skammur tími sé til stefnu, en næstu sveitarstjórnarkosningar fara fram vorið 2026, eftir rúmt ár. „Þess vegna leggjum við áherslu á aðgerðir þannig að borgarbúar finni sem fyrst fyrir jákvæðum áhrifum þess. Vonandi náum við vel saman og við erum bjartsýnar. Við verðum að einblína á málefni sem íbúar leggja mjög mikla áherslu á núna. Húsnæðismál, samgöngumál og málefni barna og barnafjölskyldna,“ sagði Sanna. Helga segir enga niðurstöðu hafa náðst í viðræðum í dag. Dagurinn hafi fyrst og fremst snúist um lærdóm. „Sjá hver staðan er. Þetta er stórt kerfi, við erum ekki í öllum ráðum. Við erum bara að fá upplýsingar, gagnlegar upplýsingar,“ sagði Helga. Borgarlína hafi ekki verið rædd, en Flokkur fólksins hefur til að mynda verið á öðru máli um hana en fulltrúar Samfylkingar og Pírata. „Við setjum bara þann ágreining til hliðar og einblínum á verkefnin,“ sagði Helga. Líklega engin niðurstaða fyrir þriðjudag Sanna segir að í gegnum tíðina hafi verið gerðir viðaukar við fjárhagsáætlanir borgarinnar, og því alltaf hægt að endurskoða hluti. „Þetta eru mál sem við erum að fara yfir og skoða hvernig hægt er að nota fjármagnið sem best fyrir borgarbúa.“ Næsti borgarstjórnarfundur fer fram á þriðjudag, en Helga segist ekki gera ráð fyrir því að komin verði niðurstaða í meirihlutaviðræðurnar fyrir þann tíma. Hlutverk og stólar, þar á meðal stóll borgarstjóra, hafi ekki verið rædd. „Ég myndi treysta þeim öllum,“ sagði Sanna, sem Helga tók undir. Borgarstjórn Reykjavík Samfylkingin Píratar Sósíalistaflokkurinn Flokkur fólksins Vinstri græn Tengdar fréttir Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Formlegar meirihlutaviðræður í borginni verða undirlagðar vinnu næstu daga samkvæmt oddvita Vinstri grænna. Prófessor í stjórnmálafræði segir mikinn meiningarmun milli flokkanna í mörgum málum. Það sé hins vegar vel hægt að gera samning um meginatriði og bíða með ágreiningsmál fyrir næstu kosningar. 13. febrúar 2025 13:01 Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Magnea Gná Jóhannsdóttir borgarfulltrúi Framsóknarflokksins segir Einar Þorsteinsson, borgarstjóra, ekki hafa tekið ákvörðun um að slíta meirihlutanum einn síns liðs síðastliðið föstudagskvöld heldur hafi hann tilkynnt um ákvörðun sem allir borgarfulltrúar flokksins hafi stutt og að einhugur hafi ríkt um að málefnin yrðu að ráða för. 12. febrúar 2025 19:21 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Fleiri fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Sjá meira
„Það hefur gengið mjög vel. Við vorum mættar hingað í morgun, oddvitar þessa fimm flokka sem leiða starfið. Við höfum verið að kalla eftir gögnum og verið einbeittar að fá skýra sýn á stöðu verkefna og hvar megi mögulega koma verkefnum fyrr til framkvæmda, hvar eru áskoranir. Þetta hefur verið góður dagur, við höfum mikið verið að skoða húsnæðismálin og samgöngur,“ sagði Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista, þegar Bergildur Erla Bernharðsdóttir fréttamaður ræddi við hana og Helgu Þórðardóttur, oddvita Flokks fólksins, í Ráðhúsinu nú síðdegis. Helga segir margt til skoðunar, og að húsnæðismálin séu afar mikilvæg. „Við getum ekki sagt alveg hvað, en við viljum flýta framkvæmdum. Að fólk finni virkilega að það eru verkefni komin af stað. Við vorum í dag að hitta sviðsstjórana, byrjuðum einmitt á umhverfis- og skipulagsráði. Það er margt spennandi sem við getum gert. Við viljum bara keyra hlutina í gang,“ sagði Helga. Sanna sagði margt sem sameinaði flokkana fimm, og að hún væri bjartsýn á að fulltrúar þeirra gætu talað sig saman niður á ásættanlega niðurstöðu. Hugsa þyrfti aðgerðir út frá borgarbúum. Dagurinn snúist um lærdóm Sanna segir oddvitana meðvitaða um að skammur tími sé til stefnu, en næstu sveitarstjórnarkosningar fara fram vorið 2026, eftir rúmt ár. „Þess vegna leggjum við áherslu á aðgerðir þannig að borgarbúar finni sem fyrst fyrir jákvæðum áhrifum þess. Vonandi náum við vel saman og við erum bjartsýnar. Við verðum að einblína á málefni sem íbúar leggja mjög mikla áherslu á núna. Húsnæðismál, samgöngumál og málefni barna og barnafjölskyldna,“ sagði Sanna. Helga segir enga niðurstöðu hafa náðst í viðræðum í dag. Dagurinn hafi fyrst og fremst snúist um lærdóm. „Sjá hver staðan er. Þetta er stórt kerfi, við erum ekki í öllum ráðum. Við erum bara að fá upplýsingar, gagnlegar upplýsingar,“ sagði Helga. Borgarlína hafi ekki verið rædd, en Flokkur fólksins hefur til að mynda verið á öðru máli um hana en fulltrúar Samfylkingar og Pírata. „Við setjum bara þann ágreining til hliðar og einblínum á verkefnin,“ sagði Helga. Líklega engin niðurstaða fyrir þriðjudag Sanna segir að í gegnum tíðina hafi verið gerðir viðaukar við fjárhagsáætlanir borgarinnar, og því alltaf hægt að endurskoða hluti. „Þetta eru mál sem við erum að fara yfir og skoða hvernig hægt er að nota fjármagnið sem best fyrir borgarbúa.“ Næsti borgarstjórnarfundur fer fram á þriðjudag, en Helga segist ekki gera ráð fyrir því að komin verði niðurstaða í meirihlutaviðræðurnar fyrir þann tíma. Hlutverk og stólar, þar á meðal stóll borgarstjóra, hafi ekki verið rædd. „Ég myndi treysta þeim öllum,“ sagði Sanna, sem Helga tók undir.
Borgarstjórn Reykjavík Samfylkingin Píratar Sósíalistaflokkurinn Flokkur fólksins Vinstri græn Tengdar fréttir Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Formlegar meirihlutaviðræður í borginni verða undirlagðar vinnu næstu daga samkvæmt oddvita Vinstri grænna. Prófessor í stjórnmálafræði segir mikinn meiningarmun milli flokkanna í mörgum málum. Það sé hins vegar vel hægt að gera samning um meginatriði og bíða með ágreiningsmál fyrir næstu kosningar. 13. febrúar 2025 13:01 Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Magnea Gná Jóhannsdóttir borgarfulltrúi Framsóknarflokksins segir Einar Þorsteinsson, borgarstjóra, ekki hafa tekið ákvörðun um að slíta meirihlutanum einn síns liðs síðastliðið föstudagskvöld heldur hafi hann tilkynnt um ákvörðun sem allir borgarfulltrúar flokksins hafi stutt og að einhugur hafi ríkt um að málefnin yrðu að ráða för. 12. febrúar 2025 19:21 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Fleiri fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Sjá meira
Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Formlegar meirihlutaviðræður í borginni verða undirlagðar vinnu næstu daga samkvæmt oddvita Vinstri grænna. Prófessor í stjórnmálafræði segir mikinn meiningarmun milli flokkanna í mörgum málum. Það sé hins vegar vel hægt að gera samning um meginatriði og bíða með ágreiningsmál fyrir næstu kosningar. 13. febrúar 2025 13:01
Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Magnea Gná Jóhannsdóttir borgarfulltrúi Framsóknarflokksins segir Einar Þorsteinsson, borgarstjóra, ekki hafa tekið ákvörðun um að slíta meirihlutanum einn síns liðs síðastliðið föstudagskvöld heldur hafi hann tilkynnt um ákvörðun sem allir borgarfulltrúar flokksins hafi stutt og að einhugur hafi ríkt um að málefnin yrðu að ráða för. 12. febrúar 2025 19:21