„Við viljum bara keyra hlutina í gang“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. febrúar 2025 17:23 Sanna og Helga segja stóla og embætti ekki hafa verið rædd. Vísir/Einar/Vilhelm Meirihlutaviðræður Samfylkingar, Pírata, Sósíalista, Flokks fólksins og Vinstri grænna í Reykjavík ganga vel að sögn oddvita tveggja flokkanna. Borgarstjórastóllinn hafi ekki verið ræddur, en mikið traust ríki milli oddvita allra flokkanna. „Það hefur gengið mjög vel. Við vorum mættar hingað í morgun, oddvitar þessa fimm flokka sem leiða starfið. Við höfum verið að kalla eftir gögnum og verið einbeittar að fá skýra sýn á stöðu verkefna og hvar megi mögulega koma verkefnum fyrr til framkvæmda, hvar eru áskoranir. Þetta hefur verið góður dagur, við höfum mikið verið að skoða húsnæðismálin og samgöngur,“ sagði Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista, þegar Bergildur Erla Bernharðsdóttir fréttamaður ræddi við hana og Helgu Þórðardóttur, oddvita Flokks fólksins, í Ráðhúsinu nú síðdegis. Helga segir margt til skoðunar, og að húsnæðismálin séu afar mikilvæg. „Við getum ekki sagt alveg hvað, en við viljum flýta framkvæmdum. Að fólk finni virkilega að það eru verkefni komin af stað. Við vorum í dag að hitta sviðsstjórana, byrjuðum einmitt á umhverfis- og skipulagsráði. Það er margt spennandi sem við getum gert. Við viljum bara keyra hlutina í gang,“ sagði Helga. Sanna sagði margt sem sameinaði flokkana fimm, og að hún væri bjartsýn á að fulltrúar þeirra gætu talað sig saman niður á ásættanlega niðurstöðu. Hugsa þyrfti aðgerðir út frá borgarbúum. Dagurinn snúist um lærdóm Sanna segir oddvitana meðvitaða um að skammur tími sé til stefnu, en næstu sveitarstjórnarkosningar fara fram vorið 2026, eftir rúmt ár. „Þess vegna leggjum við áherslu á aðgerðir þannig að borgarbúar finni sem fyrst fyrir jákvæðum áhrifum þess. Vonandi náum við vel saman og við erum bjartsýnar. Við verðum að einblína á málefni sem íbúar leggja mjög mikla áherslu á núna. Húsnæðismál, samgöngumál og málefni barna og barnafjölskyldna,“ sagði Sanna. Helga segir enga niðurstöðu hafa náðst í viðræðum í dag. Dagurinn hafi fyrst og fremst snúist um lærdóm. „Sjá hver staðan er. Þetta er stórt kerfi, við erum ekki í öllum ráðum. Við erum bara að fá upplýsingar, gagnlegar upplýsingar,“ sagði Helga. Borgarlína hafi ekki verið rædd, en Flokkur fólksins hefur til að mynda verið á öðru máli um hana en fulltrúar Samfylkingar og Pírata. „Við setjum bara þann ágreining til hliðar og einblínum á verkefnin,“ sagði Helga. Líklega engin niðurstaða fyrir þriðjudag Sanna segir að í gegnum tíðina hafi verið gerðir viðaukar við fjárhagsáætlanir borgarinnar, og því alltaf hægt að endurskoða hluti. „Þetta eru mál sem við erum að fara yfir og skoða hvernig hægt er að nota fjármagnið sem best fyrir borgarbúa.“ Næsti borgarstjórnarfundur fer fram á þriðjudag, en Helga segist ekki gera ráð fyrir því að komin verði niðurstaða í meirihlutaviðræðurnar fyrir þann tíma. Hlutverk og stólar, þar á meðal stóll borgarstjóra, hafi ekki verið rædd. „Ég myndi treysta þeim öllum,“ sagði Sanna, sem Helga tók undir. Borgarstjórn Reykjavík Samfylkingin Píratar Sósíalistaflokkurinn Flokkur fólksins Vinstri græn Tengdar fréttir Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Formlegar meirihlutaviðræður í borginni verða undirlagðar vinnu næstu daga samkvæmt oddvita Vinstri grænna. Prófessor í stjórnmálafræði segir mikinn meiningarmun milli flokkanna í mörgum málum. Það sé hins vegar vel hægt að gera samning um meginatriði og bíða með ágreiningsmál fyrir næstu kosningar. 13. febrúar 2025 13:01 Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Magnea Gná Jóhannsdóttir borgarfulltrúi Framsóknarflokksins segir Einar Þorsteinsson, borgarstjóra, ekki hafa tekið ákvörðun um að slíta meirihlutanum einn síns liðs síðastliðið föstudagskvöld heldur hafi hann tilkynnt um ákvörðun sem allir borgarfulltrúar flokksins hafi stutt og að einhugur hafi ríkt um að málefnin yrðu að ráða för. 12. febrúar 2025 19:21 Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Innlent Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Innlent Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Innlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Innlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
„Það hefur gengið mjög vel. Við vorum mættar hingað í morgun, oddvitar þessa fimm flokka sem leiða starfið. Við höfum verið að kalla eftir gögnum og verið einbeittar að fá skýra sýn á stöðu verkefna og hvar megi mögulega koma verkefnum fyrr til framkvæmda, hvar eru áskoranir. Þetta hefur verið góður dagur, við höfum mikið verið að skoða húsnæðismálin og samgöngur,“ sagði Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista, þegar Bergildur Erla Bernharðsdóttir fréttamaður ræddi við hana og Helgu Þórðardóttur, oddvita Flokks fólksins, í Ráðhúsinu nú síðdegis. Helga segir margt til skoðunar, og að húsnæðismálin séu afar mikilvæg. „Við getum ekki sagt alveg hvað, en við viljum flýta framkvæmdum. Að fólk finni virkilega að það eru verkefni komin af stað. Við vorum í dag að hitta sviðsstjórana, byrjuðum einmitt á umhverfis- og skipulagsráði. Það er margt spennandi sem við getum gert. Við viljum bara keyra hlutina í gang,“ sagði Helga. Sanna sagði margt sem sameinaði flokkana fimm, og að hún væri bjartsýn á að fulltrúar þeirra gætu talað sig saman niður á ásættanlega niðurstöðu. Hugsa þyrfti aðgerðir út frá borgarbúum. Dagurinn snúist um lærdóm Sanna segir oddvitana meðvitaða um að skammur tími sé til stefnu, en næstu sveitarstjórnarkosningar fara fram vorið 2026, eftir rúmt ár. „Þess vegna leggjum við áherslu á aðgerðir þannig að borgarbúar finni sem fyrst fyrir jákvæðum áhrifum þess. Vonandi náum við vel saman og við erum bjartsýnar. Við verðum að einblína á málefni sem íbúar leggja mjög mikla áherslu á núna. Húsnæðismál, samgöngumál og málefni barna og barnafjölskyldna,“ sagði Sanna. Helga segir enga niðurstöðu hafa náðst í viðræðum í dag. Dagurinn hafi fyrst og fremst snúist um lærdóm. „Sjá hver staðan er. Þetta er stórt kerfi, við erum ekki í öllum ráðum. Við erum bara að fá upplýsingar, gagnlegar upplýsingar,“ sagði Helga. Borgarlína hafi ekki verið rædd, en Flokkur fólksins hefur til að mynda verið á öðru máli um hana en fulltrúar Samfylkingar og Pírata. „Við setjum bara þann ágreining til hliðar og einblínum á verkefnin,“ sagði Helga. Líklega engin niðurstaða fyrir þriðjudag Sanna segir að í gegnum tíðina hafi verið gerðir viðaukar við fjárhagsáætlanir borgarinnar, og því alltaf hægt að endurskoða hluti. „Þetta eru mál sem við erum að fara yfir og skoða hvernig hægt er að nota fjármagnið sem best fyrir borgarbúa.“ Næsti borgarstjórnarfundur fer fram á þriðjudag, en Helga segist ekki gera ráð fyrir því að komin verði niðurstaða í meirihlutaviðræðurnar fyrir þann tíma. Hlutverk og stólar, þar á meðal stóll borgarstjóra, hafi ekki verið rædd. „Ég myndi treysta þeim öllum,“ sagði Sanna, sem Helga tók undir.
Borgarstjórn Reykjavík Samfylkingin Píratar Sósíalistaflokkurinn Flokkur fólksins Vinstri græn Tengdar fréttir Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Formlegar meirihlutaviðræður í borginni verða undirlagðar vinnu næstu daga samkvæmt oddvita Vinstri grænna. Prófessor í stjórnmálafræði segir mikinn meiningarmun milli flokkanna í mörgum málum. Það sé hins vegar vel hægt að gera samning um meginatriði og bíða með ágreiningsmál fyrir næstu kosningar. 13. febrúar 2025 13:01 Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Magnea Gná Jóhannsdóttir borgarfulltrúi Framsóknarflokksins segir Einar Þorsteinsson, borgarstjóra, ekki hafa tekið ákvörðun um að slíta meirihlutanum einn síns liðs síðastliðið föstudagskvöld heldur hafi hann tilkynnt um ákvörðun sem allir borgarfulltrúar flokksins hafi stutt og að einhugur hafi ríkt um að málefnin yrðu að ráða för. 12. febrúar 2025 19:21 Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Innlent Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Innlent Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Innlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Innlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Formlegar meirihlutaviðræður í borginni verða undirlagðar vinnu næstu daga samkvæmt oddvita Vinstri grænna. Prófessor í stjórnmálafræði segir mikinn meiningarmun milli flokkanna í mörgum málum. Það sé hins vegar vel hægt að gera samning um meginatriði og bíða með ágreiningsmál fyrir næstu kosningar. 13. febrúar 2025 13:01
Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Magnea Gná Jóhannsdóttir borgarfulltrúi Framsóknarflokksins segir Einar Þorsteinsson, borgarstjóra, ekki hafa tekið ákvörðun um að slíta meirihlutanum einn síns liðs síðastliðið föstudagskvöld heldur hafi hann tilkynnt um ákvörðun sem allir borgarfulltrúar flokksins hafi stutt og að einhugur hafi ríkt um að málefnin yrðu að ráða för. 12. febrúar 2025 19:21