Carlsen fannst það ekki fyndið að Niemann væri boðið á skákmótið hans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2025 22:31 Magnus Carlsen sá ekki húmorinn í fréttunum af þátttöku Hans Niemann í hans skákmóti í apríl. Getty/ Gregor Fischer Freestyle Chess er nýjasta mótaröðin í skákheiminum og einn að aðalmönnunum á bak við hana er norski stórmeistarinn Magnus Carlsen. Sá sem borgar brúsann og er í forystuhlutverkinu er þýski milljarðamæringurinn Jan Henric Buettner. Buettner ætlar að hrista aðeins upp í hlutunum á næsta móti og tók ákvörðun um að bjóða Hans Niemann að taka þátt í næsta móti. Hann spurði ekki Carlsen en ætlaði að ræða við Norðmanninn eftir að hann sagði frá fréttunum í viðtali við TV2. NRK segir frá. Það þekkja flestir söguna á bak við deilur Hans Niemann og Magnus Carlsen. Carlsen tapaði óvænt á móti Niemann í þriðju umferð skákmóts í september 2022 og dró sig úr keppni í framhaldinu. Carlsen sakaði Nieman síðan um að svindla í skákinni. Var sú kenning meðal annars á kreiki að Niemann hafi verið með fjarstýrt unaðstæki ástarlífsins í endaþarmi og fengið upplýsingar um besta leikinn frá vitorðsmanni með því að láta tækið titra á fyrir fram ákveðinn hátt. Nieman veitti viðtal seinna á mótinu þar sem hann viðurkenndi að hafa svindlað einu sinni á skákmóti en það var langt síðan. Hann neitaði því að hafa svindlað í skákinni á móti Carlsen. Niemann höfðaði seinna meiðyrðamál gegn Carlsen en því máli var hins vegar vísað frá af alríkisdómstóli í Missouri í Bandaríkjunum hálfu ári síðar. Carlsen og Niemann hafa síðan náð sáttum og sagðist Carlsen á sínum tíma reiðubúinn til þess að tefla að nýju við Niemann á skákmótum í framtíðinni. „Við erum að fara að fá drama og við ætlum líka að markaðssetja dramatík,“ sagði Buettner við TV2. „Ég spurði ekki Magnus um leyfi til að bjóða Neimann en ég mun ræða við hann eftir leikinn í dag,“ sagði Buettner. Seinna kom Carlsen í viðtal við TV2 og hafði þá fengið fréttirnar. „Svona er þetta bara. Ég ætla ekki að tjá mig um þetta,“ sagði Carlsen. Carlsen var samt spurður hvort að það væri svolítið fyndið að mæta Niemann eftir það sem gekk á milli þeirra. „Nei, það er það ekki,“ svaraði Carlsen stuttorður. Skák Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira
Sá sem borgar brúsann og er í forystuhlutverkinu er þýski milljarðamæringurinn Jan Henric Buettner. Buettner ætlar að hrista aðeins upp í hlutunum á næsta móti og tók ákvörðun um að bjóða Hans Niemann að taka þátt í næsta móti. Hann spurði ekki Carlsen en ætlaði að ræða við Norðmanninn eftir að hann sagði frá fréttunum í viðtali við TV2. NRK segir frá. Það þekkja flestir söguna á bak við deilur Hans Niemann og Magnus Carlsen. Carlsen tapaði óvænt á móti Niemann í þriðju umferð skákmóts í september 2022 og dró sig úr keppni í framhaldinu. Carlsen sakaði Nieman síðan um að svindla í skákinni. Var sú kenning meðal annars á kreiki að Niemann hafi verið með fjarstýrt unaðstæki ástarlífsins í endaþarmi og fengið upplýsingar um besta leikinn frá vitorðsmanni með því að láta tækið titra á fyrir fram ákveðinn hátt. Nieman veitti viðtal seinna á mótinu þar sem hann viðurkenndi að hafa svindlað einu sinni á skákmóti en það var langt síðan. Hann neitaði því að hafa svindlað í skákinni á móti Carlsen. Niemann höfðaði seinna meiðyrðamál gegn Carlsen en því máli var hins vegar vísað frá af alríkisdómstóli í Missouri í Bandaríkjunum hálfu ári síðar. Carlsen og Niemann hafa síðan náð sáttum og sagðist Carlsen á sínum tíma reiðubúinn til þess að tefla að nýju við Niemann á skákmótum í framtíðinni. „Við erum að fara að fá drama og við ætlum líka að markaðssetja dramatík,“ sagði Buettner við TV2. „Ég spurði ekki Magnus um leyfi til að bjóða Neimann en ég mun ræða við hann eftir leikinn í dag,“ sagði Buettner. Seinna kom Carlsen í viðtal við TV2 og hafði þá fengið fréttirnar. „Svona er þetta bara. Ég ætla ekki að tjá mig um þetta,“ sagði Carlsen. Carlsen var samt spurður hvort að það væri svolítið fyndið að mæta Niemann eftir það sem gekk á milli þeirra. „Nei, það er það ekki,“ svaraði Carlsen stuttorður.
Skák Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira