Víkingur vann 2-1 heimasigur á gríska félaginu Panathinaikos og aðeins einu öðru liði tókst að vinna heimasigur í kvöld.
Það var lið Borac Banja Luka sem vann dramatískan 1-0 sigur á Olimpija Ljubljana í Bosníu. Sandi Ogrinec skoraði sigurmarkið í uppbótatíma.
Andri Lucas Guðjohnsen spilaði fyrstu 77 mínúturnar í 3-0 tapi Gent á heimavelli á móti spænska liðinu Real Betis. Antony, sem er á láni frá Manchester United, skoraði fyrra markið á 47. mínútu en Cédric Bakambu það síðara á 72. mínútu. Sergi Altimira skoraði síðan þriðja markið á 84. mínútu.
FC Kaupmannahöfn tapaði 2-1 á heimavelli á móti þýska liðinu Heidenheim. Jordan Larsson kom FCK yfir í uppbótatíma fyrri hálfleiks en Thomas Leon Keller jafnaði á 59. mínútu. Tim Siersleben skoraði sigurmarkið á 85. mínútu.
Kýpverska liðið Omonia Nicosia gerði 1-1 jafntefli á heimavelli á móti Pafos FC. Willy Semedo kom heimamönnum yfir úr vítaspyrnu í 1-0 sigur á 51. mínútu en Mislav Orsic jafnaði sex mínútum fyrir leikslok.
Pólska liðið Jagiellonia Bialystok vann 3-1 útisigur á TSC Backa Topola í Serbíu. Heimamenn komust yfir en gestirnir svöruðu með þremur mörkum. Jesus Imaz skoraði tvö þeirra.
Írska liðið Shamrock Rovers vann 1-0 útisigur á Molde í Noregi. Michael Noonan skoraði sigurmarkið á 57. mínútu en Norðmenn voru manni færri frá 42. mínútu.
NK Celje og APOEL Nicosia gerði 2-2 jafntefli í Slóveníu þar sem gestirnir jöfnuðu á 70. mínútu en misstu svo mann af velli þremur mínútum síðar.