Íslensku félögin greiddu KKÍ 44 milljónir til að skrá leikmenn Sindri Sverrisson skrifar 14. febrúar 2025 09:02 Íslensku félögin þurfa að greiða 280.000 krónur til KKÍ til að fá leikheimild fyrir hvern erlendan leikmann sem kemur til landsins. vísir/Jón Gautur Það hefur sjálfsagt ekki farið framhjá mörgum hve mikið líf var á félagaskiptamarkaðnum í íslenskum körfubolta þar til að glugginn lokaðist á dögunum. Samtals greiddu íslensku félögin um 44 milljónir króna í gjöld til KKÍ vegna félagaskipta og leikheimilda erlendra leikmanna. Þetta kemur fram í skriflegu svari Hannes S. Jónssonar, framkvæmdastjóra Körfuknattleikssambands Íslands, við fyrirspurn Vísis. Erlendir leikmenn hafa streymt til landsins í vetur og þar á meðal leikmenn með ferilskrár sem varla hafa sést á Íslandi. Til að mynda leikmenn sem spilað hafa í NBA-deildinni, EuroLeague og gríska landsliðinu, einu af bestu landsliðum Evrópu. Fyrir hvern leikmann sem íslensku félögin fá til sín þurfa þau að greiða sérstakt gjald til KKÍ svo að þeir fái leikheimild. Fyrir erlenda leikmenn er það 280.000 krónur, nema að hann sé þegar skráður á Íslandi en þá er gjaldið 190.000 krónur. Auk þess eru greiddar 17.000 krónur fyrir félagaskipti í úrvalsdeild og 1. deild karla og kvenna, og 2.000 krónur í öðrum meistaraflokkum og yngri flokkum. Félagaskiptaglugginn í íslenskum körfubolta var opinn frá júní á síðasta ári og fram til síðustu mánaðamóta. Á þessum tíma vörðu íslensk félög 41.140.000 krónum í leikheimildir fyrir erlenda leikmenn og 2.631.000 krónum í félagaskipti. Tæpar sex milljónir fara til FIBA Vísir spurði jafnframt um það í hvað þessir peningar færu. Hluti af upphæðinni fer til FIBA. Nú þegar hafa rúmlega 4 milljónir af fyrrgreindum 41.140.000 krónum verið greiddar til FIBA en lokareikningur þaðan kemur í apríl og segir Hannes að gera megi ráð fyrir að FIBA fái 1,7 - 2 milljónir í viðbót, eða sem sagt hátt í sex milljónir króna. Eftir standa þá um 38 milljónir króna sem KKÍ notar í sinn rekstur og nefnir Hannes að peningarnir fari í: Að hluta að reka skrifstofu KKÍ en gera má ráð fyrir að vinna eingöngu við félagaskipti/leikheimildir sé hálft stöðugildi á ársgrundvelli. Það er mismikill tími sem fer í vinnu við leikheimildir erlendra leikmanna og er ýmislegt sem getur útskýrt það. Að greiða niður kostnað við afreks/landsliðsstarfið. Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna KKÍ Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Sjá meira
Þetta kemur fram í skriflegu svari Hannes S. Jónssonar, framkvæmdastjóra Körfuknattleikssambands Íslands, við fyrirspurn Vísis. Erlendir leikmenn hafa streymt til landsins í vetur og þar á meðal leikmenn með ferilskrár sem varla hafa sést á Íslandi. Til að mynda leikmenn sem spilað hafa í NBA-deildinni, EuroLeague og gríska landsliðinu, einu af bestu landsliðum Evrópu. Fyrir hvern leikmann sem íslensku félögin fá til sín þurfa þau að greiða sérstakt gjald til KKÍ svo að þeir fái leikheimild. Fyrir erlenda leikmenn er það 280.000 krónur, nema að hann sé þegar skráður á Íslandi en þá er gjaldið 190.000 krónur. Auk þess eru greiddar 17.000 krónur fyrir félagaskipti í úrvalsdeild og 1. deild karla og kvenna, og 2.000 krónur í öðrum meistaraflokkum og yngri flokkum. Félagaskiptaglugginn í íslenskum körfubolta var opinn frá júní á síðasta ári og fram til síðustu mánaðamóta. Á þessum tíma vörðu íslensk félög 41.140.000 krónum í leikheimildir fyrir erlenda leikmenn og 2.631.000 krónum í félagaskipti. Tæpar sex milljónir fara til FIBA Vísir spurði jafnframt um það í hvað þessir peningar færu. Hluti af upphæðinni fer til FIBA. Nú þegar hafa rúmlega 4 milljónir af fyrrgreindum 41.140.000 krónum verið greiddar til FIBA en lokareikningur þaðan kemur í apríl og segir Hannes að gera megi ráð fyrir að FIBA fái 1,7 - 2 milljónir í viðbót, eða sem sagt hátt í sex milljónir króna. Eftir standa þá um 38 milljónir króna sem KKÍ notar í sinn rekstur og nefnir Hannes að peningarnir fari í: Að hluta að reka skrifstofu KKÍ en gera má ráð fyrir að vinna eingöngu við félagaskipti/leikheimildir sé hálft stöðugildi á ársgrundvelli. Það er mismikill tími sem fer í vinnu við leikheimildir erlendra leikmanna og er ýmislegt sem getur útskýrt það. Að greiða niður kostnað við afreks/landsliðsstarfið.
Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna KKÍ Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum