Gunnar hélt til Króatíu eftir að hafa upplifað sigursælt kvöld með bardagaköppum Mjölnis í Skotlandi á Goliath Fight Series. Mjölnir sendi fjóra bardagakappa til leiks og þeir unnu allir sína bardaga.
Það er á bardagakvöldi UFC í O2 höllinni í London þar sem að Gunnar mætir hinum villta Kevin Holland sem er vel þekkt stærð innan UFC. Þetta verður fyrsti bardagi Gunnars í rúm tvö ár en hann er á tveggja bardaga sigurgöngu og virkar í frábæru standi.
Gunnar æfir hjá ATT Europe í Króatíu um þessar mundir en þar er einn af þjálfurum hans, Luka Jelcic. ATT hefur verið duglegt við að birta myndir og myndskeið af undirbúningi Gunnars en í viðtali við íþróttadeild á dögunum fór hann nánar ofan í saumana á því hvað það gefur honum að halda erlendis og undirbúa sig þar fyrir bardaga.
„Þar erum við meðal annars að hugsa um æfingafélaga. Það er alltaf gott að fara út fyrir þægindarammann og fá nýja æfingafélaga. Síðan er striking-þjálfarinn minn í Króatíu, MMA-þjálfarinn minn John Kavanagh í Dublin. Ég hef alltaf farið út fyrir bardaga. Það setur mig í gírinn og þar finn ég meira úrval af æfingafélögum í kringum mína þyngd, atvinnumenn í MMA og svoleiðis,“ sagði Gunnar en ítarlegt viðtal við hann má finna hér fyrir neðan.
Eftir að hafa staldrað aðeins við í Króatíu mun Gunnar ferðast yfir til Írlands og undirbúa sig undir handleiðslu John Kavanagh hjá SBG