Íslenski boltinn

Valur og Breiða­blik í góðum gír í Lengjubikar kvenna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Agla María Albertsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Blika í kvöld.
Agla María Albertsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Blika í kvöld. Vísir/Diego

Valur vann 4-1 sigur á Fylki í Lengjubikar kvenna í fótbolta í kvöld og Blikakonur unnu Stjörnuna 5-1 en Víkingskonur náðu að jafna í blálokin á móti FH.

Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir, Jasmín Erla Ingadóttir og Natasha Anasi skoruðu allar á fyrsta hálftímanum og Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir kom Val síðan í 4-0 á 48. mínútu. Kolfinna Baldursdóttir minnkaði muninn fyrir Fylki.

Valur er með sex stig og tíu skoruð mörk í fyrstu tveimur leikjunum en Fylkir hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum.

Agla María Albertsdóttir skoraði tvö mörk í 5-1 sigri Blika á Stjörnunni á Kópavosvelli. Líf Joostdóttir van Bemmel, Birta Georgsdóttir og Andrea Rut Bjarnadóttir skoruðu hin mörkin.  Jessica Ayers kom Stjörnunni yfir í byrjun leiks en það dugði skammt.

Blikar hafa unnið alla þrjá leiki sína í keppninni og markatalan er 11-3. Mikið af mörkum í leikjum Blika. Stjörnukonur hafa tapað báðum sínum leikjum.

Thelma Karen Pálmadóttir kom FH í 1-0 á móti Víkingi á 67. mínútu en Hulda Ösp Ágústsdóttir tryggði Víkingum jafntefli með jöfnunarmarki á 90. mínútu. Bæði lið eru með fjögur stig en FH hefur leikið leik meira.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×