Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar 15. febrúar 2025 20:02 Enn og aftur eru málefni osta komin til umræðu eftir að Félag Atvinnurekenda, innflytjenda, sendi frá sér hreint ótrúlega fréttatilkynningu fyrr í vikunni. Málið er í sjálfu sér afar einfalt. Það mál sem borið hefur hæðst í umræðunni snýst um að innflutningsaðili, sem á aðild að Félagi Atvinnurekenda, flutti inn mjólkurost frá Belgíu sem jurtaost um langt árabil. Í því máli er staðreyndin einfaldlega sú að eyðing skóga til framleiðslu á pálmaolíu í Asíu gerir belgískan mjólkurost að jurtaosti með því að rúmlega 10% pálmaolíu er bætt við 85% mjólkurost – þetta er sem sagt röksemdin fyrir því að mjólkurostur breytist í jurtaost. Á þessum vörum er mikill munur sem m.a. pizzaunnendur þekkja enda kjósi þeir mjólkurost fremur en jurtaost á sínar pizzur. Heildsalar og innflutningsaðilar þekkja auðvitað þennan mun líka en þegar kemur að íslenskum tollalögum er enginn tollur lagður á jurtaosta en tollar eru aftur á móti lagðir á mjólkurosta. Það er því ekki að ástæðulausu að þessi mikli munur á ostategundunum tveimur henti félagsskapi þessara aðila. Þrátt fyrir að málið liggi svona hafa umræddir aðilar, eftir að upp komst um málið, reynt að hnekkja á úrskurðum íslenskra skattyfirvalda er kveða, eðlilega, á um að innfluttur mjólkurostur sé sannarlega mjólkurostur en ekki jurtaostur. Tollgæsluyfirvöld hafa úrskurðað um tollflokkunina með bindandi hætti, héraðsdómur hefur staðfest bindandi álit skattyfirvalda og Landsréttur hefur síðan staðfest dóm héraðsdóm. Þá þótti Hæstarétti ekki tilefni til að taka málið á dagskrá þar sem dómar á fyrri dómstigum voru afgerandi og sköpuðu ekki réttaróvissu. Eftir svo afgerandi niðurstöður dómstóla kom það því mjög á óvart að eitt fyrsta mál nýrrar ríkisstjórnar sé að breyta lögum þannig að innfluttur mjólkurostur sem ber tolla verði tollaður líkt og jurtaostur sem ber ekki tolla. Þetta vekur furðu enda er það afar sérstakt að í jafn afgerandi máli eins og þessu sé tekin pólitísk ákvörðun um að svart skuli verða hvítt. Þarna ráða almannahagsmunir ekki för heldur sérhagsmunir - enda stórt hagsmunamál fyrir afar fámennan hóp innflytjenda. Afleiðingar af boðaðri breytingu munu fljótt verða ljósar. Með áformunum ætlar ný ríkisstjórn að sjá til þess að pálmaolía verði flutt milli heimsálfa í þeim tilgangi að blanda henni í mjólkurost í Belgíu þannig að osturinn landi niður á Sundahöfn, í faðmi íslenskra innflytjenda, sem jurtaostur. Þetta er bein atlaga að innlendri matvælaframleiðslu og landbúnaði á Íslandi. Búa á til sérreglur fyrir innfluttan mjólkurost þvert á niðurstöður íslenskra dómstóla. Við erum sjálfstætt og fullvalda ríki, málið hefur verið klárað á öllum stigum dómkerfisins þar sem ítrekað sama niðurstaðan hefur verið staðfest, þ.e. að mjólkurostur sé ekki jurtaostur. Þrátt fyrir þetta telur ríkisstjórnin sig knúna til að gera lagabreytingar. Fljótt á litið gætu áhrifin orðið umtalsverð minnkun á mjólkurframleiðslu en á tímabili nam innfluttur jurtaostur um 300 tonnum á ársgrundvelli sem jafngildir umþremur milljónum mjólkurlítrum. Til að setja þetta í stærðarsamhengi þá hefur því verið fleygt fram að það væri eins og öll kúabú á Austurlandi myndu leggjast af. Fæðuöryggi okkar væri stefnt í hættu ásamt byggðafestu. Störfum á landsbyggðinni myndi fækka, sjálfbærni okkar skert, tekjustofnar sveitarfélaga rýrðir og ekki síður myndi samkeppni skekkjast enn frekar. Ég nefni hér sérstaklega samkeppni þar sem tollverndinni er ekki eingöngu ætlað vernda innlenda matvælaframleiðslu heldur hefur hún ekki síður þann tilgang að rétta við skekkta samkeppnisstöðu er skapast við innflutning. Ný ríkisstjórn ætlar sér þannig að styrkja og efla erlenda mjólkurframleiðslu í stað þeirrar innlendu. Á sama tíma og aðrar siðmenntaðar þjóðir eru að efla innlenda matvælaframleiðslu ætlar ný ríkisstjórn að gera þveröfugt. Ákvörðunin um að breyta tollflokkuninni er ekkert annað en hápólitísk og hún veikir hagsmuni Íslands til langs tíma litið. Hvaða hagsmuni er þá verið að verja? Svarið er augljóst – það er verið að verja hagsmuni innflytjenda. Höfundur er framkvæmdastjóri Bændasamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Enn og aftur eru málefni osta komin til umræðu eftir að Félag Atvinnurekenda, innflytjenda, sendi frá sér hreint ótrúlega fréttatilkynningu fyrr í vikunni. Málið er í sjálfu sér afar einfalt. Það mál sem borið hefur hæðst í umræðunni snýst um að innflutningsaðili, sem á aðild að Félagi Atvinnurekenda, flutti inn mjólkurost frá Belgíu sem jurtaost um langt árabil. Í því máli er staðreyndin einfaldlega sú að eyðing skóga til framleiðslu á pálmaolíu í Asíu gerir belgískan mjólkurost að jurtaosti með því að rúmlega 10% pálmaolíu er bætt við 85% mjólkurost – þetta er sem sagt röksemdin fyrir því að mjólkurostur breytist í jurtaost. Á þessum vörum er mikill munur sem m.a. pizzaunnendur þekkja enda kjósi þeir mjólkurost fremur en jurtaost á sínar pizzur. Heildsalar og innflutningsaðilar þekkja auðvitað þennan mun líka en þegar kemur að íslenskum tollalögum er enginn tollur lagður á jurtaosta en tollar eru aftur á móti lagðir á mjólkurosta. Það er því ekki að ástæðulausu að þessi mikli munur á ostategundunum tveimur henti félagsskapi þessara aðila. Þrátt fyrir að málið liggi svona hafa umræddir aðilar, eftir að upp komst um málið, reynt að hnekkja á úrskurðum íslenskra skattyfirvalda er kveða, eðlilega, á um að innfluttur mjólkurostur sé sannarlega mjólkurostur en ekki jurtaostur. Tollgæsluyfirvöld hafa úrskurðað um tollflokkunina með bindandi hætti, héraðsdómur hefur staðfest bindandi álit skattyfirvalda og Landsréttur hefur síðan staðfest dóm héraðsdóm. Þá þótti Hæstarétti ekki tilefni til að taka málið á dagskrá þar sem dómar á fyrri dómstigum voru afgerandi og sköpuðu ekki réttaróvissu. Eftir svo afgerandi niðurstöður dómstóla kom það því mjög á óvart að eitt fyrsta mál nýrrar ríkisstjórnar sé að breyta lögum þannig að innfluttur mjólkurostur sem ber tolla verði tollaður líkt og jurtaostur sem ber ekki tolla. Þetta vekur furðu enda er það afar sérstakt að í jafn afgerandi máli eins og þessu sé tekin pólitísk ákvörðun um að svart skuli verða hvítt. Þarna ráða almannahagsmunir ekki för heldur sérhagsmunir - enda stórt hagsmunamál fyrir afar fámennan hóp innflytjenda. Afleiðingar af boðaðri breytingu munu fljótt verða ljósar. Með áformunum ætlar ný ríkisstjórn að sjá til þess að pálmaolía verði flutt milli heimsálfa í þeim tilgangi að blanda henni í mjólkurost í Belgíu þannig að osturinn landi niður á Sundahöfn, í faðmi íslenskra innflytjenda, sem jurtaostur. Þetta er bein atlaga að innlendri matvælaframleiðslu og landbúnaði á Íslandi. Búa á til sérreglur fyrir innfluttan mjólkurost þvert á niðurstöður íslenskra dómstóla. Við erum sjálfstætt og fullvalda ríki, málið hefur verið klárað á öllum stigum dómkerfisins þar sem ítrekað sama niðurstaðan hefur verið staðfest, þ.e. að mjólkurostur sé ekki jurtaostur. Þrátt fyrir þetta telur ríkisstjórnin sig knúna til að gera lagabreytingar. Fljótt á litið gætu áhrifin orðið umtalsverð minnkun á mjólkurframleiðslu en á tímabili nam innfluttur jurtaostur um 300 tonnum á ársgrundvelli sem jafngildir umþremur milljónum mjólkurlítrum. Til að setja þetta í stærðarsamhengi þá hefur því verið fleygt fram að það væri eins og öll kúabú á Austurlandi myndu leggjast af. Fæðuöryggi okkar væri stefnt í hættu ásamt byggðafestu. Störfum á landsbyggðinni myndi fækka, sjálfbærni okkar skert, tekjustofnar sveitarfélaga rýrðir og ekki síður myndi samkeppni skekkjast enn frekar. Ég nefni hér sérstaklega samkeppni þar sem tollverndinni er ekki eingöngu ætlað vernda innlenda matvælaframleiðslu heldur hefur hún ekki síður þann tilgang að rétta við skekkta samkeppnisstöðu er skapast við innflutning. Ný ríkisstjórn ætlar sér þannig að styrkja og efla erlenda mjólkurframleiðslu í stað þeirrar innlendu. Á sama tíma og aðrar siðmenntaðar þjóðir eru að efla innlenda matvælaframleiðslu ætlar ný ríkisstjórn að gera þveröfugt. Ákvörðunin um að breyta tollflokkuninni er ekkert annað en hápólitísk og hún veikir hagsmuni Íslands til langs tíma litið. Hvaða hagsmuni er þá verið að verja? Svarið er augljóst – það er verið að verja hagsmuni innflytjenda. Höfundur er framkvæmdastjóri Bændasamtakanna.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun