Handbolti

KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
KA/Þór hefur ekki lent í teljandi vandræðum í 1. deildinni.
KA/Þór hefur ekki lent í teljandi vandræðum í 1. deildinni. KA/Þór

KA/Þór tryggði sér í dag sigur í 1. deild kvenna í handbolta en liðið hefur ekki enn tapað leik á leiktíðinni. Eftir fall á síðustu leiktíð hefur liðið sýnt og sannað að það er alltof gott fyrir 1. deildina og mun leika í Olís-deildinni á næstu leiktíð.

Liðið vann 11 marka útisigur á FH í dag og tryggði sér þar með sigur í deildinni. Lokatölur 20-31 eftir að FH hafði aðeins skorað sex mörk í fyrri hálfleik. Mest komst KA/Þór 15 mörkum yfir.

Tinna Valgerður Gísladóttir var markahæst í liði gestanna með sjö mörk. Þar á eftir komu Aþena Einvarðsdóttir og Unnur Ómarsdóttir með fimm mörk hvor. Hjá FH var Hildur Guðjónsdóttir markahæst með sjö mörk.

Að loknum 15 leikjum hefur KA/Þór nú unnið 13 og gert tvö jafntefli. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×