Báðu leikmanninn afsökunar á vandræðalegum mistökum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2025 09:00 Terrence Shannon lék með Texas Tech áður en hann skipti yfir í Illinois skólann þar sem hann var í tvö ár. Þessi tvö ár voru nógu góð til að treyja hans fór upp í rjáfur. Getty/y John E. Moore III Þetta átti að vera stórt kvöld fyrir fyrrum leikmanns skólans en breyttist fljótt í það að vera aðhlátursefni á netmiðlum. Forráðamenn Illinois skólans hafi beðið fyrrum leikmanns skólans, Terrence Shannon yngri, afsökunar á uppákomunni, sem varð þegar átti að heiðra hann um helgina. Í hálfleik á körfuboltaleik Illinois og Michigan State þá var Shannon kallaður út á mitt gólf vegna þess að það átti að setja keppnistreyju hans upp í rjáfur á höllinni sem þakklæti fyrir frábæra frammistöðu hans í leikjum fyrir skólann. Stór mistök voru hins vegar gerð við uppsetningu fánans með treyju Shannons. Vandamálið? Jú treyjan hans snéri öfugt. Shannon sjálfur gat ekki annað en brosað vandræðalega þegar hann sá útkomuna. „Við sjáum auðvitað eftir því sem gerðist í hálfleik þegar við ætluðum að halda upp á feril Shannon. Það er synd að þetta hafi komið fyrir. Auðvitað hengdi ég ekki sjálfur upp treyjuna en ég er samt sem áður ábyrgur fyrir öllu því sem gerist í þessari byggingu,“ sagði Josh Whitman, yfirmaður íþróttadeildar Illinois skólans. „Við verðum að gera okkur öll grein fyrir því að mistök geta átt sér stað í lífinu. Það eru samt aðstæður sem þau mega alls ekki gerast. Í kvöld stálum við þessari stóru stund af Shannon og það er okkur að kenna. Við báðum hann afsökunar á þessu og líka móður hans. Við viljum líka biðja allt okkar stuðningsfólk afsökunar og alla þá sem voru spenntir fyrir að upplifa þessa stund,“ sagði Whitman. Shannon hjálpaði skólanum í fyrra að komast í fyrsta sinn í tuttugu ár í átta liða úrslit úrslitakeppni háskólaboltans þar sem hann var að skora 23 stig í leik. Hann var síðan valin af Minnesota Timberwolves í nýliðvalinu. Atvikið má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) Háskólabolti NCAA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Sjá meira
Forráðamenn Illinois skólans hafi beðið fyrrum leikmanns skólans, Terrence Shannon yngri, afsökunar á uppákomunni, sem varð þegar átti að heiðra hann um helgina. Í hálfleik á körfuboltaleik Illinois og Michigan State þá var Shannon kallaður út á mitt gólf vegna þess að það átti að setja keppnistreyju hans upp í rjáfur á höllinni sem þakklæti fyrir frábæra frammistöðu hans í leikjum fyrir skólann. Stór mistök voru hins vegar gerð við uppsetningu fánans með treyju Shannons. Vandamálið? Jú treyjan hans snéri öfugt. Shannon sjálfur gat ekki annað en brosað vandræðalega þegar hann sá útkomuna. „Við sjáum auðvitað eftir því sem gerðist í hálfleik þegar við ætluðum að halda upp á feril Shannon. Það er synd að þetta hafi komið fyrir. Auðvitað hengdi ég ekki sjálfur upp treyjuna en ég er samt sem áður ábyrgur fyrir öllu því sem gerist í þessari byggingu,“ sagði Josh Whitman, yfirmaður íþróttadeildar Illinois skólans. „Við verðum að gera okkur öll grein fyrir því að mistök geta átt sér stað í lífinu. Það eru samt aðstæður sem þau mega alls ekki gerast. Í kvöld stálum við þessari stóru stund af Shannon og það er okkur að kenna. Við báðum hann afsökunar á þessu og líka móður hans. Við viljum líka biðja allt okkar stuðningsfólk afsökunar og alla þá sem voru spenntir fyrir að upplifa þessa stund,“ sagði Whitman. Shannon hjálpaði skólanum í fyrra að komast í fyrsta sinn í tuttugu ár í átta liða úrslit úrslitakeppni háskólaboltans þar sem hann var að skora 23 stig í leik. Hann var síðan valin af Minnesota Timberwolves í nýliðvalinu. Atvikið má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter)
Háskólabolti NCAA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Sjá meira