Linda segir réttinn fjölskylduvænan þar sem hægt er að búa til tvær útgáfur af sósunni sem er sett yfir: „Í eina skálina set ég chilí en sleppi honum í hina skálina. Svo sleppi ég auðvitað að setja chilí olíu yfir núðlur barnanna. Krakkarnir mínir alveg elska þessar núðlur þannig og háma þær í sig.“
Sterkar hnetusmjörsnúðlur á fimm mínútum
Hráefni:
400 g hrísgrjónanúðlur
500 g risarækjur
Salt og pipar
4 msk gróft hnetusmjör
3 msk soja sósa
3 msk hrísgrjóna edik
1 msk hunang
1 msk sesam olía
1 tsk chili flögur
3-4 stk hvítlauksgeirar
2 msk sjóðandi heitt vatn
Toppið réttinn með:
Chili olía
Vorlaukur
Ferskur chilí (má sleppa)
Salt hnetur
Aðferð:
Sjóðið hrísgrjónanúðlurnar samkvæmt leiðbeiningum.
Steikið risarækjurnar á pönnu upp úr salti og pipar.
Á meðan núðlurnar eru að sjóða og rækjurnar eru að steikjast skuli þið útbúa sósuna með því að setja hnetusmjör, soja sósu, hrrísgrjónaedik, hunang, sesam olíu, chili flögur og rifinn hvítlauk í skál.
Hrærið saman og bætið við sjóðandi heitu vatni til að þynna sósuna til að ná öllu saman.
Setjið núðlurnar í skál ásamt sósunni og hrærið saman.
Skiptið núðlunum í skálar og bætið ofan á risarækjum, smátt skornum vorlauk, chilí og salt hnetum, toppið með chilí olíu.