„Við hvetjum nemendur til halda sínu striki“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. febrúar 2025 20:02 Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir aðstoðarskólameistari Borgarholtsskóla. Vísir/Bjarni Verkfallsaðgerðir hefjast að minnsta kosti í ríflega þrjátíu skólum á landinu á næstu vikum takist ekki að semja við kennara. Nemendur í Borgarholtsskóla eru áhyggjufullir og óttast tafir á námi. Aðstoðarskólastjóri segir alltaf hættu á brottfalli dragist verkfall á langinn. Samninganefndir framhaldsskólakennara og ríkisins áttu fund með ríkissáttasemjara í dag um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar og stóð hann fram eftir degi. Annar fundur hefur ekki verið boðaður. Grunn, leik- og tónlistarskólakennarar og ríki og sveitarfélög hittust síðast á samningafundi hjá ríkissáttasemjara fyrir viku. Enn hefur enginn formlegur fundur verið boðaður. Verkföll fyrirhugðuð í 31 skóla Takist ekki að semja fyrir föstudaginn 21. febrúar hefjast ótímabundin verkföll í fimm framhaldsskólum og tímabundin einum tónlistarskóla. Ef ekki tekst að semja í kjaradeilunni við ríki og sveitarfélög fyrir 3. mars hefjast ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs og tímabundin í fjórum grunnskólum í Ölfusi, Hveragerði og á Akranesi. Þau standa til 21. mars. Ótímabundið verkfall hefur staðið í leikskóla Snæfellsbæjar síðan 1. febrúar. Nú stendur yfir atkvæðagreiðsla um frekari verkföll í leikskólum og er búist við niðurstöðu á miðvikudag samkvæmt upplýsingum frá Kennarasambandinu. Fínt ef þau færu að semja Nemendur sem fréttastofa ræddi við í Borgarholtsskóla eru áhyggjufullir yfir mögulegum verkfallsaðgerðum þar. Þeir ræddu um að tafir gætu frestað útskrift og valdið því að önnin dragist um of á langinn. Nemandi vonar að samningar náist fyrir föstudag: Ég held að þetta muni hafa mikil áhrif. Það væri voða fínt ef þau myndu ná að semja þá væru allir ánægðir. Nemendur haldi sínu striki Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir aðstoðarskólameistari Borgarholtsskóla segir skólann í viðbragðsstöðu vegna yfirvofandi verkfalls. Þegar sé búið að senda tölvupóst á starfsfólk og nemendur. Nemendur séu hvattir til þess að halda áfram að kíkja í kennslubækurnar komi til verkfalls. „Við hvetjum nemendur til halda sínu striki. Við mælumst með að þau fylgi námsáætlun sem er gefin út í upphafi annar. Ef verkfallið dregst gætum við þurft að kenna eitthvað um helgar og í dymbilvikunni. Önnin gæti dregist fram á vorið,“ segir Ásta. Hún segir að ef verkfallið dragist á langinn geti það haft neikvæð áhrif. „Það er alltaf hætta á brottfalli nemenda. Við vonumst til að þetta leysist sem allra fyrst,“ segir Ásta. Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Sjá meira
Samninganefndir framhaldsskólakennara og ríkisins áttu fund með ríkissáttasemjara í dag um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar og stóð hann fram eftir degi. Annar fundur hefur ekki verið boðaður. Grunn, leik- og tónlistarskólakennarar og ríki og sveitarfélög hittust síðast á samningafundi hjá ríkissáttasemjara fyrir viku. Enn hefur enginn formlegur fundur verið boðaður. Verkföll fyrirhugðuð í 31 skóla Takist ekki að semja fyrir föstudaginn 21. febrúar hefjast ótímabundin verkföll í fimm framhaldsskólum og tímabundin einum tónlistarskóla. Ef ekki tekst að semja í kjaradeilunni við ríki og sveitarfélög fyrir 3. mars hefjast ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs og tímabundin í fjórum grunnskólum í Ölfusi, Hveragerði og á Akranesi. Þau standa til 21. mars. Ótímabundið verkfall hefur staðið í leikskóla Snæfellsbæjar síðan 1. febrúar. Nú stendur yfir atkvæðagreiðsla um frekari verkföll í leikskólum og er búist við niðurstöðu á miðvikudag samkvæmt upplýsingum frá Kennarasambandinu. Fínt ef þau færu að semja Nemendur sem fréttastofa ræddi við í Borgarholtsskóla eru áhyggjufullir yfir mögulegum verkfallsaðgerðum þar. Þeir ræddu um að tafir gætu frestað útskrift og valdið því að önnin dragist um of á langinn. Nemandi vonar að samningar náist fyrir föstudag: Ég held að þetta muni hafa mikil áhrif. Það væri voða fínt ef þau myndu ná að semja þá væru allir ánægðir. Nemendur haldi sínu striki Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir aðstoðarskólameistari Borgarholtsskóla segir skólann í viðbragðsstöðu vegna yfirvofandi verkfalls. Þegar sé búið að senda tölvupóst á starfsfólk og nemendur. Nemendur séu hvattir til þess að halda áfram að kíkja í kennslubækurnar komi til verkfalls. „Við hvetjum nemendur til halda sínu striki. Við mælumst með að þau fylgi námsáætlun sem er gefin út í upphafi annar. Ef verkfallið dregst gætum við þurft að kenna eitthvað um helgar og í dymbilvikunni. Önnin gæti dregist fram á vorið,“ segir Ásta. Hún segir að ef verkfallið dragist á langinn geti það haft neikvæð áhrif. „Það er alltaf hætta á brottfalli nemenda. Við vonumst til að þetta leysist sem allra fyrst,“ segir Ásta.
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Sjá meira