Níu milljarða tap en staðan styrkist Bjarki Sigurðsson skrifar 17. febrúar 2025 19:04 Einar Örn Ólafsson er forstjóri Play. Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir að Play hafi tapað níu milljörðum á síðasta ári segir forstjórinn framtíðina mjög bjarta. Með nýju samkomulagi sé búið að tryggja mikinn fyrirsjáanleika í fjárhag félagsins. Flugfélagið Play tapaði níu milljörðum á síðasta ári. Félagið réðst í umfangsmiklar breytingar á viðskiptalíkani sínu á árinu og að sögn forstjórans eru skýr merki í uppgjöri fjórða ársfjórðungs að breytingarnar séu farnar að skila árangri. Meiri áhersla er sett á sólarlandaáfangastaði frá Íslandi og minni umsvif í tengiflugi milli Norður-Ameríku og Evrópu. Íslendingum sem fljúga með Play fjölgaði um sautján prósent á síðasta ári. „Við erum svo sannarlega á leiðina í betri átt. Þetta er þó lakara en við ætlumst til þess að vera á þessu ári vegna viðskiptalíkansins sem við erum hreyfa. Menn segja að það taki dálítinn tíma að snúa stóru skipi, líka stórri flugvél. Þannig það tekur tíma að ná fram öllum þeim áhrifum sem við ætlum að ná,“ segir Einar Örn. Staðan sterk Það séu bjartir tímar framundan. Staðan sé sterkari nú en á sama tíma í fyrra. „Tapið er í sjálfu sér aldrei gott en góðu fréttirnar eru að viðsnúningurinn er augljós með því að fjórði ársfjórðungurinn er miklu betri heldur en árið á undan,“ segir Einar Örn. Play er ekkert að fara neitt? „Alls ekki. Ekki nema bara upp í loft.“ Þrír vélar í langtímaútleigu Þá hefur Play tryggt samning um langtímaútleigu þriggja flugvéla. „Það tryggir okkur bæði jákvæða afkomu og mjög stöðuga afkomu. Þannig fyrirsjáanleiki í fjárhag félagsins er orðinn miklu, miklu meiri,“ segir Einar Örn. Play Fréttir af flugi Kauphöllin Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira
Flugfélagið Play tapaði níu milljörðum á síðasta ári. Félagið réðst í umfangsmiklar breytingar á viðskiptalíkani sínu á árinu og að sögn forstjórans eru skýr merki í uppgjöri fjórða ársfjórðungs að breytingarnar séu farnar að skila árangri. Meiri áhersla er sett á sólarlandaáfangastaði frá Íslandi og minni umsvif í tengiflugi milli Norður-Ameríku og Evrópu. Íslendingum sem fljúga með Play fjölgaði um sautján prósent á síðasta ári. „Við erum svo sannarlega á leiðina í betri átt. Þetta er þó lakara en við ætlumst til þess að vera á þessu ári vegna viðskiptalíkansins sem við erum hreyfa. Menn segja að það taki dálítinn tíma að snúa stóru skipi, líka stórri flugvél. Þannig það tekur tíma að ná fram öllum þeim áhrifum sem við ætlum að ná,“ segir Einar Örn. Staðan sterk Það séu bjartir tímar framundan. Staðan sé sterkari nú en á sama tíma í fyrra. „Tapið er í sjálfu sér aldrei gott en góðu fréttirnar eru að viðsnúningurinn er augljós með því að fjórði ársfjórðungurinn er miklu betri heldur en árið á undan,“ segir Einar Örn. Play er ekkert að fara neitt? „Alls ekki. Ekki nema bara upp í loft.“ Þrír vélar í langtímaútleigu Þá hefur Play tryggt samning um langtímaútleigu þriggja flugvéla. „Það tryggir okkur bæði jákvæða afkomu og mjög stöðuga afkomu. Þannig fyrirsjáanleiki í fjárhag félagsins er orðinn miklu, miklu meiri,“ segir Einar Örn.
Play Fréttir af flugi Kauphöllin Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira