„Eins og að setja fótboltamann í bann að sumri til“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 18. febrúar 2025 07:01 Jannik Sinner gerði samkomulag við lyfjaeftirlitið sem Liam Broady er lítt hrifinn af. getty Breski tenniskappinn Liam Broady segir keppnisbann Jannik Sinner hafa verið útfært þannig að það hefði sem minnst áhrif á feril hans, og líkir því við að setja leikmann í ensku úrvalsdeildinni í bann að sumri til. Broady er svekktur með niðurstöðu dómstóla og veltir því fyrir sér hvort hann hefði fengið sömu meðferð. Jannik Sinner gerði í síðustu viku samkomulag við alþjóða lyfjaeftirlitið (WADA), um að taka út þriggja mánaða bann, eftir að hafi fallið á lyfjaprófi í mars á síðasta ári. Bannið tók gildi 9. febrúar og lýkur þann 4. maí næstkomandi. „Ég held að mikil áhersla hafi verið lögð á að bannið myndi hafa sem minnst áhrif á feril hans. Banninu lýkur daginn fyrir opna meistaramótið í Róm, sem er stærsta mótið í hans heimalandi, og fullkomið fyrir hann að fá að keppa þar rétt fyrir opna franska meistaramótið [sem hefst 19. maí],“ sagði Liam Broady. „Ég held að hann tapi ekki sinni stigum eða falli niður um sæti á heimslistanum. Þetta er mjög undarlegt bann.“ „Ég var að tala við fólk sem líkti þessu við ensku úrvalsdeildina. Þetta er eins og að setja fótboltamann í bann að sumri til.“ Didn’t realise you could reach a settlement regarding a doping ban… Interesting. Back in time for French Open I guess? 👀— Liam Broady (@Liambroady) February 15, 2025 Broady sagðist einnig hafa orðið fyrir vonbrigðum þegar WADA gerði samkomulag við Sinner, í stað þess að halda áfram að sækjast eftir tveggja ára refsinu eins og upphaflega stóð til. Það var gert eftir að sjálfstæður dómstóll úrskurðaði að Sinner hafi ekki innbyrt ólöglega efnið viljandi, það hafi smitast í gegnum krem sem nuddari hans notaði. „Það virðist vera gert upp á milli manna. Ég er ekki að segja að hann hafi gert þetta viljandi. En ef þetta hefði gerst við einhvern annan, hefðum við fengið sömu meðferð? Væri okkur veittur sams konar skilningur?“ bætti Broady við en hann situr í 766. sæti heimslistans. Tennis Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti KR-ingar grimmir í Seljaskóla Körfubolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Halli Egils og Alexander í úrslit: „Skal árita sokkinn minn á eftir“ Sjá meira
Jannik Sinner gerði í síðustu viku samkomulag við alþjóða lyfjaeftirlitið (WADA), um að taka út þriggja mánaða bann, eftir að hafi fallið á lyfjaprófi í mars á síðasta ári. Bannið tók gildi 9. febrúar og lýkur þann 4. maí næstkomandi. „Ég held að mikil áhersla hafi verið lögð á að bannið myndi hafa sem minnst áhrif á feril hans. Banninu lýkur daginn fyrir opna meistaramótið í Róm, sem er stærsta mótið í hans heimalandi, og fullkomið fyrir hann að fá að keppa þar rétt fyrir opna franska meistaramótið [sem hefst 19. maí],“ sagði Liam Broady. „Ég held að hann tapi ekki sinni stigum eða falli niður um sæti á heimslistanum. Þetta er mjög undarlegt bann.“ „Ég var að tala við fólk sem líkti þessu við ensku úrvalsdeildina. Þetta er eins og að setja fótboltamann í bann að sumri til.“ Didn’t realise you could reach a settlement regarding a doping ban… Interesting. Back in time for French Open I guess? 👀— Liam Broady (@Liambroady) February 15, 2025 Broady sagðist einnig hafa orðið fyrir vonbrigðum þegar WADA gerði samkomulag við Sinner, í stað þess að halda áfram að sækjast eftir tveggja ára refsinu eins og upphaflega stóð til. Það var gert eftir að sjálfstæður dómstóll úrskurðaði að Sinner hafi ekki innbyrt ólöglega efnið viljandi, það hafi smitast í gegnum krem sem nuddari hans notaði. „Það virðist vera gert upp á milli manna. Ég er ekki að segja að hann hafi gert þetta viljandi. En ef þetta hefði gerst við einhvern annan, hefðum við fengið sömu meðferð? Væri okkur veittur sams konar skilningur?“ bætti Broady við en hann situr í 766. sæti heimslistans.
Tennis Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti KR-ingar grimmir í Seljaskóla Körfubolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Halli Egils og Alexander í úrslit: „Skal árita sokkinn minn á eftir“ Sjá meira