Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019 Heimir Örn Árnason skrifar 18. febrúar 2025 09:01 Ferðakostnaður barna í íþrótta- og tómstundastarfi á landsbyggðinni hefur aukist á síðustu árum en framlag ríkisins fylgir ekki verðlagi og hefur því rýrnað umtalsvert. ÍSÍ heldur utan um Ferðasjóð íþróttafélaga en úr sjóðnum er úthlutað styrkjum vegna kostnaðar við ferðir þeirra sem íþróttir stunda. ÍSÍ hefur bent á að framlag úr ríkissjóði til ferðasjóðsins hefur ekki fylgt verðlagi og farið fram á að úr því verði bætt. Hér að neðan sjá lesendur svart á hvítu hvernig sjóðurinn hefur þróast frá árinu 2019. Á árinu 2019 var úthlutað 127 milljónum króna úr sjóðnum en alls bárust 264 umsóknir um styrki vegna 2.928 ferða á styrkhæf mót innanlands í 23 íþróttagreinum. Heildarupphæð umsókna var 492.199.559 kr. samkvæmt upplýsingum á heimasíðu ÍSÍ. Árið 2023 var úthlutað 123,9 milljónir króna en það ár bárust sjóðnum 243 umsóknir um styrki vegna 2.949 ferða í 25 íþróttagreinum. Heildarupphæð umsókna var 653.006.285 kr. en umsækjendur skrá einungis beinan ferðakostnað í umsóknir, ekki gistingu eða uppihald. Þess má geta að skráður gistikostnaður, sem er valkvæð skráning í umsóknir til sjóðsins, var ríflega 97 milljónir króna. Úthlutunarféð úr Ferðasjóði íþróttafélaga hefur því lækkað um 3,1 milljón króna á sama tíma og sótt er um rúmlega 160 milljón krónum meira en fjórum árum áður. Og hér er ekki tekið tillit til verðlagsþróunar en vakin skal athygli á því að á árunum 2019-2023 var meðalverðbólga á Íslandi um 5,6% og fór nær 10% þegar verst lét. Hér er því um talsverða rýrnun á ferðasjóðinum að ræða. Mikilvægi íþrótta- og tómstundarstarfs Öflugt íþrótta- og tómstundastarf er einn af hornsteinum hvers samfélags og jákvæð áhrif þess á heilbrigði æskunnar verða seint ofmetin. Mikil sjálfboðavinna liggur að baki starfi íþróttafélaga, bæði stjórnenda og foreldra, og er sá þáttur ómetanlegur bæði félagslega og fjárhagslega. Ferðakostnaður íþrótta- og tómstundafélaga á landsbyggðinni er í mörgum tilvikum ansi þungur baggi að bera og eru dæmi um að ferðakostnaður hjá fjölskyldu með tvö börn í tveimur íþróttagreinum sé á milli 700-800 þúsund ári. Þar við bætast æfingagjöld, þannig að samanlagður kostnaður fjölskyldunnar í þessu dæmi nemur líklega um eða yfir einni milljón króna. Svo íþyngjandi er ferðakostnaður ungra iðkenda á landsbyggðinni að þau eru sum hver byrjuð að sleppa sumum ferðum og alls ekki allar fjölskyldur með börn á aldrinum 11-14 ára hafa ráð á því að leyfa þeim að stunda fleiri en eina íþróttagrein eða taka þátt í því tómstundastarfi sem hugur þeirra stendur til. Öllum má ljóst vera að félögin róa stöðugan lífróður og ekkert má út af bregða í fjáröflun félaga og foreldra eigi þau að geta haldið áfram að ferðast á leiki eða mót fjarri heimabyggð. Samstillt átak Rýrnun Ferðasjóðs íþróttafélaga leggst þyngst á fólkið sem býr utan höfuðborgarsvæðisins og því er óhætt að fullyrða að hér sé einfaldlega um að ræða ósanngjarnan landsbyggðarskatt að ræða. Brýn þörf er á því að ríkið, sveitarfélög og fyrirtæki taki höndum saman í samstilltu átaki um að styðja við bakið á íþrótta- og tómstundarfélög í þessum vanda. Ríkið þarf að ríða á vaðið og hækka framlög í Ferðasjóð íþróttafélaga og það strax á næsta ári. Hugmyndir hafa verið á sveimi um að veita íþróttafélögum loftbrúarstuðning sem gæti lækkað flugfargjöld fyrir iðkendur um 40%. Það væri einnig gott fyrsta skref. Öll hljótum við að vera sammála um að endalausar fjáraflanir ungs íþróttafólks og fjölskyldna þeirra á samskiptamiðlum eru engin framtíðarlausn. Ísland hlýtur að geta boðið upp á betri leiðir til að byggja upp heilbrigða æsku – framtíð þessa lands. Höfundur er formaður bæjarráðs og formaður fræðslu- og lýðheilsuráðs á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íþróttir barna ÍSÍ Heimir Örn Árnason Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Ferðakostnaður barna í íþrótta- og tómstundastarfi á landsbyggðinni hefur aukist á síðustu árum en framlag ríkisins fylgir ekki verðlagi og hefur því rýrnað umtalsvert. ÍSÍ heldur utan um Ferðasjóð íþróttafélaga en úr sjóðnum er úthlutað styrkjum vegna kostnaðar við ferðir þeirra sem íþróttir stunda. ÍSÍ hefur bent á að framlag úr ríkissjóði til ferðasjóðsins hefur ekki fylgt verðlagi og farið fram á að úr því verði bætt. Hér að neðan sjá lesendur svart á hvítu hvernig sjóðurinn hefur þróast frá árinu 2019. Á árinu 2019 var úthlutað 127 milljónum króna úr sjóðnum en alls bárust 264 umsóknir um styrki vegna 2.928 ferða á styrkhæf mót innanlands í 23 íþróttagreinum. Heildarupphæð umsókna var 492.199.559 kr. samkvæmt upplýsingum á heimasíðu ÍSÍ. Árið 2023 var úthlutað 123,9 milljónir króna en það ár bárust sjóðnum 243 umsóknir um styrki vegna 2.949 ferða í 25 íþróttagreinum. Heildarupphæð umsókna var 653.006.285 kr. en umsækjendur skrá einungis beinan ferðakostnað í umsóknir, ekki gistingu eða uppihald. Þess má geta að skráður gistikostnaður, sem er valkvæð skráning í umsóknir til sjóðsins, var ríflega 97 milljónir króna. Úthlutunarféð úr Ferðasjóði íþróttafélaga hefur því lækkað um 3,1 milljón króna á sama tíma og sótt er um rúmlega 160 milljón krónum meira en fjórum árum áður. Og hér er ekki tekið tillit til verðlagsþróunar en vakin skal athygli á því að á árunum 2019-2023 var meðalverðbólga á Íslandi um 5,6% og fór nær 10% þegar verst lét. Hér er því um talsverða rýrnun á ferðasjóðinum að ræða. Mikilvægi íþrótta- og tómstundarstarfs Öflugt íþrótta- og tómstundastarf er einn af hornsteinum hvers samfélags og jákvæð áhrif þess á heilbrigði æskunnar verða seint ofmetin. Mikil sjálfboðavinna liggur að baki starfi íþróttafélaga, bæði stjórnenda og foreldra, og er sá þáttur ómetanlegur bæði félagslega og fjárhagslega. Ferðakostnaður íþrótta- og tómstundafélaga á landsbyggðinni er í mörgum tilvikum ansi þungur baggi að bera og eru dæmi um að ferðakostnaður hjá fjölskyldu með tvö börn í tveimur íþróttagreinum sé á milli 700-800 þúsund ári. Þar við bætast æfingagjöld, þannig að samanlagður kostnaður fjölskyldunnar í þessu dæmi nemur líklega um eða yfir einni milljón króna. Svo íþyngjandi er ferðakostnaður ungra iðkenda á landsbyggðinni að þau eru sum hver byrjuð að sleppa sumum ferðum og alls ekki allar fjölskyldur með börn á aldrinum 11-14 ára hafa ráð á því að leyfa þeim að stunda fleiri en eina íþróttagrein eða taka þátt í því tómstundastarfi sem hugur þeirra stendur til. Öllum má ljóst vera að félögin róa stöðugan lífróður og ekkert má út af bregða í fjáröflun félaga og foreldra eigi þau að geta haldið áfram að ferðast á leiki eða mót fjarri heimabyggð. Samstillt átak Rýrnun Ferðasjóðs íþróttafélaga leggst þyngst á fólkið sem býr utan höfuðborgarsvæðisins og því er óhætt að fullyrða að hér sé einfaldlega um að ræða ósanngjarnan landsbyggðarskatt að ræða. Brýn þörf er á því að ríkið, sveitarfélög og fyrirtæki taki höndum saman í samstilltu átaki um að styðja við bakið á íþrótta- og tómstundarfélög í þessum vanda. Ríkið þarf að ríða á vaðið og hækka framlög í Ferðasjóð íþróttafélaga og það strax á næsta ári. Hugmyndir hafa verið á sveimi um að veita íþróttafélögum loftbrúarstuðning sem gæti lækkað flugfargjöld fyrir iðkendur um 40%. Það væri einnig gott fyrsta skref. Öll hljótum við að vera sammála um að endalausar fjáraflanir ungs íþróttafólks og fjölskyldna þeirra á samskiptamiðlum eru engin framtíðarlausn. Ísland hlýtur að geta boðið upp á betri leiðir til að byggja upp heilbrigða æsku – framtíð þessa lands. Höfundur er formaður bæjarráðs og formaður fræðslu- og lýðheilsuráðs á Akureyri.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun