Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. febrúar 2025 08:59 Þrjár af tíu vélum í flota flugfélagsins Play verða í útleigu á næstu árum. Vísir/Vilhelm Þrjár af tíu flugvélum í flota flugfélagsins Play verða leigðar út til annarra félaga fram eftir árinu 2027. Forstjóri félagsins segir um arðbæra ráðstöfun að ræða sem borgi sig fyrir rekstur félagsins. Líkt og fram kom í fréttum í gær tapaði flugfélagið níu milljörðum á síðasta ári. Félagið réðst í umfangsmiklar breytingar á viðskiptalíkani sínu á árinu og segir Einar Örn Ólafsson forstjóri Play að skýr merki séu í uppgjöri fjórða ársfjórðungs um að breytingarnar séu farnar að skila árangri. Einar var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi nánar eina af þeim breytingum sem eru í farvatninu og tilkynnt var um í gær. „Staðan er bara nokkuð góð hjá okkur núna,” segir Einar. „Við erum heldur að draga úr eigin framleiðslu eins og það heitir, eigin flugum, og erum farin að leigja frá okkur vélar.“ Spurður hvort nægilega góður markaður sé fyrir útleigu véla segir Einar svo vera. „Það eru nokkur hundruð flugvélar sem gera ekkert annað heldur en þetta þannig það er markaður fyrir svona. Bæði eru flugfélög sem vilja taka inn vélar þegar það vantar, annað hvort þegar það bilar eða pantanir skila sér ekki eða menn eru að vaxa hraðar en þeir fá vélar,“ segir Einar. „Okkar vélar henta prýðilega í svona verkefni þannig það hefur verið ágætis eftirspurn eftir þessu og við vorum sem sagt í gær að tilkynna að við höfum náð samkomulagi um verkefni fyrir þrjár af okkar tíu vélum í nánast út árið 2027, þetta er langtíma verkefni.“ Leigja vélarnar áfram á hærra verði Þessi ráðstöfun muni miklu fyrir reksturinn. „Já heldur betur. Þetta er auðvitað bara annars konar rekstur heldur en þessi rekstur sem við höfum verið í sem er að selja eigin flugmiða. Þarna erum við bara að leigja öðrum vélar sem að sjá um að selja flugmiðana og þetta eru mjög fyrirsjáanlegar tekjur. Þetta er býsna arðbært fyrir okkur. Við erum auðvitað með vélarnar á leigu til okkar á mjög hagstæðum kjörum, af því við tókum þær í og upp úr covid þegar að flugbransinn var í miklum sárum,“ segir Einar. Þar sem Play hafi leigt vélarnar til sín á góðum kjörum komi reiknisdæmið vel út fyrir félagið miðað við þær forsendur sem uppi eru nú. „Okkur er í lófa lagið að leigja þær frá okkur, reyndar þannig að við rekum þær, flugmennirnir eru okkar og eitthvað af fólkinu aftur í. Við sem sagt getum gert þetta með býsna arðbærum hætti og það er mjög fyrirsjáanlegt.“ Play Fréttir af flugi Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Líkt og fram kom í fréttum í gær tapaði flugfélagið níu milljörðum á síðasta ári. Félagið réðst í umfangsmiklar breytingar á viðskiptalíkani sínu á árinu og segir Einar Örn Ólafsson forstjóri Play að skýr merki séu í uppgjöri fjórða ársfjórðungs um að breytingarnar séu farnar að skila árangri. Einar var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi nánar eina af þeim breytingum sem eru í farvatninu og tilkynnt var um í gær. „Staðan er bara nokkuð góð hjá okkur núna,” segir Einar. „Við erum heldur að draga úr eigin framleiðslu eins og það heitir, eigin flugum, og erum farin að leigja frá okkur vélar.“ Spurður hvort nægilega góður markaður sé fyrir útleigu véla segir Einar svo vera. „Það eru nokkur hundruð flugvélar sem gera ekkert annað heldur en þetta þannig það er markaður fyrir svona. Bæði eru flugfélög sem vilja taka inn vélar þegar það vantar, annað hvort þegar það bilar eða pantanir skila sér ekki eða menn eru að vaxa hraðar en þeir fá vélar,“ segir Einar. „Okkar vélar henta prýðilega í svona verkefni þannig það hefur verið ágætis eftirspurn eftir þessu og við vorum sem sagt í gær að tilkynna að við höfum náð samkomulagi um verkefni fyrir þrjár af okkar tíu vélum í nánast út árið 2027, þetta er langtíma verkefni.“ Leigja vélarnar áfram á hærra verði Þessi ráðstöfun muni miklu fyrir reksturinn. „Já heldur betur. Þetta er auðvitað bara annars konar rekstur heldur en þessi rekstur sem við höfum verið í sem er að selja eigin flugmiða. Þarna erum við bara að leigja öðrum vélar sem að sjá um að selja flugmiðana og þetta eru mjög fyrirsjáanlegar tekjur. Þetta er býsna arðbært fyrir okkur. Við erum auðvitað með vélarnar á leigu til okkar á mjög hagstæðum kjörum, af því við tókum þær í og upp úr covid þegar að flugbransinn var í miklum sárum,“ segir Einar. Þar sem Play hafi leigt vélarnar til sín á góðum kjörum komi reiknisdæmið vel út fyrir félagið miðað við þær forsendur sem uppi eru nú. „Okkur er í lófa lagið að leigja þær frá okkur, reyndar þannig að við rekum þær, flugmennirnir eru okkar og eitthvað af fólkinu aftur í. Við sem sagt getum gert þetta með býsna arðbærum hætti og það er mjög fyrirsjáanlegt.“
Play Fréttir af flugi Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira