Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Samúel Karl Ólason skrifar 18. febrúar 2025 11:39 Jack LaSota, leiðtogi sértrúarsafnaðarins er uppi til vinstri. Hinir eru meintir fylgjendur hans og hafa þau verið bendluð við sex morð í þremur ríkjum. AP Ríkislögregla Maryland í Bandaríkjunum tilkynnti í gær að Jack Lasota, eða „Ziz“, meintur leiðtogi sértrúarsafnaðar, eða költs, sem bendlaður hefur verið við fjölda morða á undanförnum mánuðum, hafi verið handtekin. LaSota, sem notast við kvenkynsfornöfn, er talin leiða hóp fólks sem kallast „Zizians“ og hafa meðlimir hans verið bendlaðir við sex morð í þremur ríkjum Bandaríkjanna. Þessi meinti sértrúarsöfnuður hefur notið mikillar athygli vestanhafs eftir að meðlimir hans lentu í skotbardaga við landamæraverði í Vermont og skutu einn þeirra til bana. Fyrir hvað þessi sértrúarsöfnuður stendur er óljóst en „Ziz“ er talin stýra honum og meðlimum hans, sem eru að mestu á þrítugs- og fertugsaldri. Meðal áðurnefndra morða eru morðin á Richard og Rita Zajko en þegar LaSota var handtekinn í gær, var Michelle Zajko, dóttir þeirra hjóna, einnig handtekinn og fannst skotvopn í bíl þeirra. Maður að nafni Daniel Blank var einnig með þeim í bílnum, samkvæmt frétt NBC News. LaSota, Zajko og Blank standa frammi fyrir ýmsum ákærum en ekki fyrir morð. Þær verða færðar fyrir dómara seinna í dag þar sem ákveða á hvort þær munu sitja í gæsluvarðhaldi eða eiga möguleika á því að vera sleppt gegn tryggingu. Síðast þegar LaSota var sleppt með slíkum hætti mætti hún ekki í dómsal eins og hún átti að gera. Þremur mánuðum eftir að LoSota sviðsetti andlát sitt í bátaslysi var hún viðstödd áflog í Kaliforníu þar sem meðlimir sértrúarsafnaðarins stungu leigutaka þeirra með sverði, vegna deilna um skuld þeirra. Réttarhöld í því máli áttu að hefjast í vor en leigutakinn var skorinn á háls í síðasta mánuði og segja lögregluþjónar að það hafi verið gert til að koma í veg fyrir að hann bæri vitni við réttarhöldin. Einn hefur verið ákærður fyrir morðið en hann hafði áður ætlað að giftast konunni sem skaut áðurnefndan landamæravörð. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Sjá meira
LaSota, sem notast við kvenkynsfornöfn, er talin leiða hóp fólks sem kallast „Zizians“ og hafa meðlimir hans verið bendlaðir við sex morð í þremur ríkjum Bandaríkjanna. Þessi meinti sértrúarsöfnuður hefur notið mikillar athygli vestanhafs eftir að meðlimir hans lentu í skotbardaga við landamæraverði í Vermont og skutu einn þeirra til bana. Fyrir hvað þessi sértrúarsöfnuður stendur er óljóst en „Ziz“ er talin stýra honum og meðlimum hans, sem eru að mestu á þrítugs- og fertugsaldri. Meðal áðurnefndra morða eru morðin á Richard og Rita Zajko en þegar LaSota var handtekinn í gær, var Michelle Zajko, dóttir þeirra hjóna, einnig handtekinn og fannst skotvopn í bíl þeirra. Maður að nafni Daniel Blank var einnig með þeim í bílnum, samkvæmt frétt NBC News. LaSota, Zajko og Blank standa frammi fyrir ýmsum ákærum en ekki fyrir morð. Þær verða færðar fyrir dómara seinna í dag þar sem ákveða á hvort þær munu sitja í gæsluvarðhaldi eða eiga möguleika á því að vera sleppt gegn tryggingu. Síðast þegar LaSota var sleppt með slíkum hætti mætti hún ekki í dómsal eins og hún átti að gera. Þremur mánuðum eftir að LoSota sviðsetti andlát sitt í bátaslysi var hún viðstödd áflog í Kaliforníu þar sem meðlimir sértrúarsafnaðarins stungu leigutaka þeirra með sverði, vegna deilna um skuld þeirra. Réttarhöld í því máli áttu að hefjast í vor en leigutakinn var skorinn á háls í síðasta mánuði og segja lögregluþjónar að það hafi verið gert til að koma í veg fyrir að hann bæri vitni við réttarhöldin. Einn hefur verið ákærður fyrir morðið en hann hafði áður ætlað að giftast konunni sem skaut áðurnefndan landamæravörð.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Sjá meira