Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Valur Páll Eiríksson skrifar 18. febrúar 2025 13:37 Gylfi getur ekki spilað með Víkingum í Sambandsdeild Evrópu. Vísir/Diego Gylfi Þór Sigurðsson mun ekki geta spilað með Víkingi í Sambandsdeild Evrópu á yfirstandandi leiktíð. Víkingur mætir Panathinaikos í síðari umspilsleik liðanna á fimmtudag. Gylfi gekk í raðir Víkinga í morgun frá Val. Skiptin voru staðfest í hádeginu og mun Gylfi fá leikheimild með Víkingum í vikunni. Þrátt fyrir að félagsskiptaglugginn sé opinn hér á landi, á milli leiktíða, hafa íslensk félög í Evrópukeppni ekki heimild til að gera breytingar á leikmannahópi sínum í keppninni. Víkingar fara ótroðnar slóðir en ekkert íslenskt lið hefur áður komist svo langt í Evrópukeppni. Víkingur vann magnaðan 2-1 sigur á Panathinaikos fimmtudaginn í síðustu viku og mætir gríska liðinu öðru sinni á fimmtudagskvöldið í Aþenu í umspili um sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. Gylfi Þór má ekki leika með Víkingi á fimmtudaginn né heldur neinn annan leik í keppninni komist Víkingar lengra. Víkingar skráðu leikmannahóp liðsins til leiks í haust, en félög senda þá inn bæði A- og B-lista leikmanna sem mega spila með liðinu í keppninni. Sá hópur sem skráður var til leiks tók þátt í leikjunum í deildarhluta keppninnar. Víkingum, líkt og öðrum liðum sem fóru áfram í umspil eða 16-liða úrslit, var heimilt að gera í mesta lagi þrjár breytingar á hópnum eftir að félagsskiptaglugginn lokaði víðast hvar í álfunni í lok janúar. Daníel Hafsteinsson, Róbert Orri Þorkelsson og Stígur Diljan Þórðarson höfðu þá gengið í raðir félagsins og voru þeir gjaldgengir í leikina við Panathinaikos. Daníel byrjaði leikinn í 2-1 sigrinum í Helsinki. Samkvæmt reglugerð UEFA þarf sá hópur að liggja fyrir í síðasta lagi 6. febrúar og í einhverjum undantekningartilfellum má bæta fleirum við. Engar breytingar má hins vegar gera á hópnum eftir 6. febrúar. Gylfi Þór og hver annar leikmaður sem Víkingur kaupir hér eftir fram að úrslitaleik keppninnar má því ekki spila með liðinu í Sambandsdeildinni. Það er, þar til Víkingur hefur leik í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í sumar. Þá hefst ný leiktíð í keppninni og hægt að skrá Gylfa Þór til leiks. Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Besta deild karla Sambandsdeild Evrópu Fótbolti Mest lesið Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Sjá meira
Gylfi gekk í raðir Víkinga í morgun frá Val. Skiptin voru staðfest í hádeginu og mun Gylfi fá leikheimild með Víkingum í vikunni. Þrátt fyrir að félagsskiptaglugginn sé opinn hér á landi, á milli leiktíða, hafa íslensk félög í Evrópukeppni ekki heimild til að gera breytingar á leikmannahópi sínum í keppninni. Víkingar fara ótroðnar slóðir en ekkert íslenskt lið hefur áður komist svo langt í Evrópukeppni. Víkingur vann magnaðan 2-1 sigur á Panathinaikos fimmtudaginn í síðustu viku og mætir gríska liðinu öðru sinni á fimmtudagskvöldið í Aþenu í umspili um sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. Gylfi Þór má ekki leika með Víkingi á fimmtudaginn né heldur neinn annan leik í keppninni komist Víkingar lengra. Víkingar skráðu leikmannahóp liðsins til leiks í haust, en félög senda þá inn bæði A- og B-lista leikmanna sem mega spila með liðinu í keppninni. Sá hópur sem skráður var til leiks tók þátt í leikjunum í deildarhluta keppninnar. Víkingum, líkt og öðrum liðum sem fóru áfram í umspil eða 16-liða úrslit, var heimilt að gera í mesta lagi þrjár breytingar á hópnum eftir að félagsskiptaglugginn lokaði víðast hvar í álfunni í lok janúar. Daníel Hafsteinsson, Róbert Orri Þorkelsson og Stígur Diljan Þórðarson höfðu þá gengið í raðir félagsins og voru þeir gjaldgengir í leikina við Panathinaikos. Daníel byrjaði leikinn í 2-1 sigrinum í Helsinki. Samkvæmt reglugerð UEFA þarf sá hópur að liggja fyrir í síðasta lagi 6. febrúar og í einhverjum undantekningartilfellum má bæta fleirum við. Engar breytingar má hins vegar gera á hópnum eftir 6. febrúar. Gylfi Þór og hver annar leikmaður sem Víkingur kaupir hér eftir fram að úrslitaleik keppninnar má því ekki spila með liðinu í Sambandsdeildinni. Það er, þar til Víkingur hefur leik í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í sumar. Þá hefst ný leiktíð í keppninni og hægt að skrá Gylfa Þór til leiks.
Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Besta deild karla Sambandsdeild Evrópu Fótbolti Mest lesið Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Sjá meira