Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Valur Páll Eiríksson skrifar 18. febrúar 2025 13:37 Gylfi getur ekki spilað með Víkingum í Sambandsdeild Evrópu. Vísir/Diego Gylfi Þór Sigurðsson mun ekki geta spilað með Víkingi í Sambandsdeild Evrópu á yfirstandandi leiktíð. Víkingur mætir Panathinaikos í síðari umspilsleik liðanna á fimmtudag. Gylfi gekk í raðir Víkinga í morgun frá Val. Skiptin voru staðfest í hádeginu og mun Gylfi fá leikheimild með Víkingum í vikunni. Þrátt fyrir að félagsskiptaglugginn sé opinn hér á landi, á milli leiktíða, hafa íslensk félög í Evrópukeppni ekki heimild til að gera breytingar á leikmannahópi sínum í keppninni. Víkingar fara ótroðnar slóðir en ekkert íslenskt lið hefur áður komist svo langt í Evrópukeppni. Víkingur vann magnaðan 2-1 sigur á Panathinaikos fimmtudaginn í síðustu viku og mætir gríska liðinu öðru sinni á fimmtudagskvöldið í Aþenu í umspili um sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. Gylfi Þór má ekki leika með Víkingi á fimmtudaginn né heldur neinn annan leik í keppninni komist Víkingar lengra. Víkingar skráðu leikmannahóp liðsins til leiks í haust, en félög senda þá inn bæði A- og B-lista leikmanna sem mega spila með liðinu í keppninni. Sá hópur sem skráður var til leiks tók þátt í leikjunum í deildarhluta keppninnar. Víkingum, líkt og öðrum liðum sem fóru áfram í umspil eða 16-liða úrslit, var heimilt að gera í mesta lagi þrjár breytingar á hópnum eftir að félagsskiptaglugginn lokaði víðast hvar í álfunni í lok janúar. Daníel Hafsteinsson, Róbert Orri Þorkelsson og Stígur Diljan Þórðarson höfðu þá gengið í raðir félagsins og voru þeir gjaldgengir í leikina við Panathinaikos. Daníel byrjaði leikinn í 2-1 sigrinum í Helsinki. Samkvæmt reglugerð UEFA þarf sá hópur að liggja fyrir í síðasta lagi 6. febrúar og í einhverjum undantekningartilfellum má bæta fleirum við. Engar breytingar má hins vegar gera á hópnum eftir 6. febrúar. Gylfi Þór og hver annar leikmaður sem Víkingur kaupir hér eftir fram að úrslitaleik keppninnar má því ekki spila með liðinu í Sambandsdeildinni. Það er, þar til Víkingur hefur leik í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í sumar. Þá hefst ný leiktíð í keppninni og hægt að skrá Gylfa Þór til leiks. Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Besta deild karla Sambandsdeild Evrópu Fótbolti Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Fleiri fréttir „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Sjá meira
Gylfi gekk í raðir Víkinga í morgun frá Val. Skiptin voru staðfest í hádeginu og mun Gylfi fá leikheimild með Víkingum í vikunni. Þrátt fyrir að félagsskiptaglugginn sé opinn hér á landi, á milli leiktíða, hafa íslensk félög í Evrópukeppni ekki heimild til að gera breytingar á leikmannahópi sínum í keppninni. Víkingar fara ótroðnar slóðir en ekkert íslenskt lið hefur áður komist svo langt í Evrópukeppni. Víkingur vann magnaðan 2-1 sigur á Panathinaikos fimmtudaginn í síðustu viku og mætir gríska liðinu öðru sinni á fimmtudagskvöldið í Aþenu í umspili um sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. Gylfi Þór má ekki leika með Víkingi á fimmtudaginn né heldur neinn annan leik í keppninni komist Víkingar lengra. Víkingar skráðu leikmannahóp liðsins til leiks í haust, en félög senda þá inn bæði A- og B-lista leikmanna sem mega spila með liðinu í keppninni. Sá hópur sem skráður var til leiks tók þátt í leikjunum í deildarhluta keppninnar. Víkingum, líkt og öðrum liðum sem fóru áfram í umspil eða 16-liða úrslit, var heimilt að gera í mesta lagi þrjár breytingar á hópnum eftir að félagsskiptaglugginn lokaði víðast hvar í álfunni í lok janúar. Daníel Hafsteinsson, Róbert Orri Þorkelsson og Stígur Diljan Þórðarson höfðu þá gengið í raðir félagsins og voru þeir gjaldgengir í leikina við Panathinaikos. Daníel byrjaði leikinn í 2-1 sigrinum í Helsinki. Samkvæmt reglugerð UEFA þarf sá hópur að liggja fyrir í síðasta lagi 6. febrúar og í einhverjum undantekningartilfellum má bæta fleirum við. Engar breytingar má hins vegar gera á hópnum eftir 6. febrúar. Gylfi Þór og hver annar leikmaður sem Víkingur kaupir hér eftir fram að úrslitaleik keppninnar má því ekki spila með liðinu í Sambandsdeildinni. Það er, þar til Víkingur hefur leik í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í sumar. Þá hefst ný leiktíð í keppninni og hægt að skrá Gylfa Þór til leiks.
Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Besta deild karla Sambandsdeild Evrópu Fótbolti Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Fleiri fréttir „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Sjá meira