Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar 18. febrúar 2025 17:32 „Við erum með mikinn metnað er snýr að því að byggja upp öfluga og flotta leikskóla og höfum þess vegna farið í kerfisbreytingar á leikskólaumhverfinu til þess eins að bæta starfsumhverfið,“ sagði bæjarstjóri Kópavogs þegar ljóst er að yfirvofandi eru verkföll í 22 leikskólum bæjarins. Kópavogsbær hefur að sögn bæjarstjóra lagt ríka áherslu á það að bæta starfsumhverfi í Kópavogi og kemur til með að gera það áfram. Og það eru orð að sönnu. Á mínum ferli sem kennari hefur starfsumhverfi leikskóla Kópavogs breyst til muna. Svokallað Kópavogsmódel hefur gefið góða raun og er vonandi komið til að vera. Mér finnst við geta verið stolt af þessum kerfisbreytingum sem gera öllum þeim sem koma að gott. Við getum staðið keik og ákveðið að byggja ofan á það sem vel hefur verið gert. Svo eitthvað sé nefnt þá hefur starfsumhverfi barna og kennara farið batnandi og með vali um gjaldfrjálsan leikskóla er fjölskyldum gefið meira frjálsræði þegar kemur að vistunartíma barna. Með því að færa starfsaðstæður leikskólakennara nær starfsumhverfi grunnskólans freistum við þess að fá til okkar fleiri kennara á leikskólastigið. En þá vantar okkur svo sannarlega til starfa. Ef við náum að auka við kennaraflota okkar sem ílengist í starfi sköpum við þær kjöraðstæður sem þarf fyrir sérhvert barn á mikilvægu mótunarskeiði þess. Tengslamyndun barna á fyrstu árum sínum er mjög mikilvæg. Það er því brýnt verkefni að lítil börn sem eyða stórum hluta vökutíma síns í leikskólanum og fjölskyldur þeirra geti treyst á öryggi og vellíðan. Öryggi barna færir þeim frekar góða tengslamyndun, en öryggi og traust milli barna og kennara tryggjum við ekki nema með hæfu starfsfólki sem stoppar lengur við. Of lágt hlutfall kennara og mikil starfsmannavelta mun alltaf hindra árangur að góðu leikskólastarfi. Í framhaldi af tengslamyndun má ég svo til með að nefna líka mikilvægi snemmtækrar íhlutunar hjá leikskólabörnum. Þar er mikilvægt hlutverk leikskólakennarans að koma auga á þau börn sem íhlutun þurfa sem fyrst svo árangur náist. Sem tengiliður farsældar fyrir minn vinnustað hefur mér fundist Kópavogur gera vel. Verið leiðandi í innleiðingu verkefnisins og lagt mikið upp úr því að fræða, handleiða og valdefla þá sem taka að sér bæði tengiliða og málastjórahlutverk. Allt gert svo farsæld barna geti verið með besta móti. Með farsæld erum við að skapa barni skilyrði til að ná líkamlegum, sálrænum, vitsmunalegum, siðferðislegum og félagslegum þroska og heilsu á eigin forsendum til framtíðar. Með farsæld erum við líka að tryggja það að börn og foreldrar sem á þurfa að halda eiga að hafa aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana. Samþætt þjónusta í þágu farsældar barns er skipulögð og samfelld og hefur það markmið að skapa heildarsýn og ramma um þau þjónustukerfi sem skipta mestu máli fyrir farsæld barns. Það er mín trú og tilfinning að Kópavogur vilji vera í sérstöðu og leiðandi í leikskólamálum bæjarins. Skref sem nú þegar hafa verið tekin sýna það glöggt. En þá komum við að alvarleika málsins. Nú þegar vantar mikið upp á fjölda leikskólakennara sem vinna fyrir bæinn. Við sem fyrir erum höfum beðið ansi lengi, þolinmóð eftir úrlausn okkar mála. Það eru sömu við og langar að sjá leikskólastarfið þróast enn frekar í rétta átt Við bíðum eftir að samkomulag við okkur sé virt. Við bíðum eftir að kjör okkar séu leiðrétt. Það hefði átt að gerast fyrir löngu! Kæru bæjarfulltrúar, ég skora hér með á ykkur! Horfið til framtíðar þegar þið flýtið ykkur að leysa þetta umrædda samkomulag og leiðréttið kjör okkar sem fyrst. Hugsið til ávinnings kerfisbreytinga hingað til. Náum við að byggja ofan á þær eða verða þær að engu ef frekari flótti verður úr kennarastéttinni? Kópavogur hefur náð árangri og verið leiðandi í leikskólamálum með kerfisbreytingum sem leitt hafa af sér betra og faglegra umhverfi fyrir nemendur og starfsfólk. Nú þarf að klára samninga við kennara. Þannig, og bara þannig, náum við árangri til framtíðar og Kópavogur verður leiðandi bæjarfélag í leikskólamálum landsins, búum að og byggjum upp flotta og öfluga leikskóla. Það er metnaður og vilji okkar allra. Höfundur er leikskólakennari og sérkennslustjóri í Kópavogi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Leikskólar Kópavogur Mest lesið Er loftlagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftlagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Sjá meira
„Við erum með mikinn metnað er snýr að því að byggja upp öfluga og flotta leikskóla og höfum þess vegna farið í kerfisbreytingar á leikskólaumhverfinu til þess eins að bæta starfsumhverfið,“ sagði bæjarstjóri Kópavogs þegar ljóst er að yfirvofandi eru verkföll í 22 leikskólum bæjarins. Kópavogsbær hefur að sögn bæjarstjóra lagt ríka áherslu á það að bæta starfsumhverfi í Kópavogi og kemur til með að gera það áfram. Og það eru orð að sönnu. Á mínum ferli sem kennari hefur starfsumhverfi leikskóla Kópavogs breyst til muna. Svokallað Kópavogsmódel hefur gefið góða raun og er vonandi komið til að vera. Mér finnst við geta verið stolt af þessum kerfisbreytingum sem gera öllum þeim sem koma að gott. Við getum staðið keik og ákveðið að byggja ofan á það sem vel hefur verið gert. Svo eitthvað sé nefnt þá hefur starfsumhverfi barna og kennara farið batnandi og með vali um gjaldfrjálsan leikskóla er fjölskyldum gefið meira frjálsræði þegar kemur að vistunartíma barna. Með því að færa starfsaðstæður leikskólakennara nær starfsumhverfi grunnskólans freistum við þess að fá til okkar fleiri kennara á leikskólastigið. En þá vantar okkur svo sannarlega til starfa. Ef við náum að auka við kennaraflota okkar sem ílengist í starfi sköpum við þær kjöraðstæður sem þarf fyrir sérhvert barn á mikilvægu mótunarskeiði þess. Tengslamyndun barna á fyrstu árum sínum er mjög mikilvæg. Það er því brýnt verkefni að lítil börn sem eyða stórum hluta vökutíma síns í leikskólanum og fjölskyldur þeirra geti treyst á öryggi og vellíðan. Öryggi barna færir þeim frekar góða tengslamyndun, en öryggi og traust milli barna og kennara tryggjum við ekki nema með hæfu starfsfólki sem stoppar lengur við. Of lágt hlutfall kennara og mikil starfsmannavelta mun alltaf hindra árangur að góðu leikskólastarfi. Í framhaldi af tengslamyndun má ég svo til með að nefna líka mikilvægi snemmtækrar íhlutunar hjá leikskólabörnum. Þar er mikilvægt hlutverk leikskólakennarans að koma auga á þau börn sem íhlutun þurfa sem fyrst svo árangur náist. Sem tengiliður farsældar fyrir minn vinnustað hefur mér fundist Kópavogur gera vel. Verið leiðandi í innleiðingu verkefnisins og lagt mikið upp úr því að fræða, handleiða og valdefla þá sem taka að sér bæði tengiliða og málastjórahlutverk. Allt gert svo farsæld barna geti verið með besta móti. Með farsæld erum við að skapa barni skilyrði til að ná líkamlegum, sálrænum, vitsmunalegum, siðferðislegum og félagslegum þroska og heilsu á eigin forsendum til framtíðar. Með farsæld erum við líka að tryggja það að börn og foreldrar sem á þurfa að halda eiga að hafa aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana. Samþætt þjónusta í þágu farsældar barns er skipulögð og samfelld og hefur það markmið að skapa heildarsýn og ramma um þau þjónustukerfi sem skipta mestu máli fyrir farsæld barns. Það er mín trú og tilfinning að Kópavogur vilji vera í sérstöðu og leiðandi í leikskólamálum bæjarins. Skref sem nú þegar hafa verið tekin sýna það glöggt. En þá komum við að alvarleika málsins. Nú þegar vantar mikið upp á fjölda leikskólakennara sem vinna fyrir bæinn. Við sem fyrir erum höfum beðið ansi lengi, þolinmóð eftir úrlausn okkar mála. Það eru sömu við og langar að sjá leikskólastarfið þróast enn frekar í rétta átt Við bíðum eftir að samkomulag við okkur sé virt. Við bíðum eftir að kjör okkar séu leiðrétt. Það hefði átt að gerast fyrir löngu! Kæru bæjarfulltrúar, ég skora hér með á ykkur! Horfið til framtíðar þegar þið flýtið ykkur að leysa þetta umrædda samkomulag og leiðréttið kjör okkar sem fyrst. Hugsið til ávinnings kerfisbreytinga hingað til. Náum við að byggja ofan á þær eða verða þær að engu ef frekari flótti verður úr kennarastéttinni? Kópavogur hefur náð árangri og verið leiðandi í leikskólamálum með kerfisbreytingum sem leitt hafa af sér betra og faglegra umhverfi fyrir nemendur og starfsfólk. Nú þarf að klára samninga við kennara. Þannig, og bara þannig, náum við árangri til framtíðar og Kópavogur verður leiðandi bæjarfélag í leikskólamálum landsins, búum að og byggjum upp flotta og öfluga leikskóla. Það er metnaður og vilji okkar allra. Höfundur er leikskólakennari og sérkennslustjóri í Kópavogi
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar