Íslenski boltinn

Er­lendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður sam­herji Gunnars Vatn­hamar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gylfi Þór og Gunnar Vatnhamar munu leika saman næsta sumar.
Gylfi Þór og Gunnar Vatnhamar munu leika saman næsta sumar. Víkingur/Vísir

Hinir ýmsu miðlar á Norðurlöndunum hafa fjallað um vistaskipti Gylfa Þórs Sigurðssonar sem var í dag tilkynntur sem nýjasti leikmaður Víkings í Bestu deild karla í knattspyrnu. Í Færeyjum þykir það helst fréttnæmt að Gylfi Þór muni nú spila með Gunnari Vatnhamar.

Félagaskipti Gylfa Þórs hafa ekki farið framhjá þeim sem fylgjast með íslenska boltanum. Eftir ágætis aðdraganda og háværa orðróma var miðjumaðurinn öflugi tilkynntur sem leikmaður Víkings fyrr í dag, mánudag.

Skiptin hafa ratað til Norðurlandanna og talar danski miðillinn Tipsbladet um mjög dramatísk vistaskipti. Er þar vitnað í færslu sem Björns Steinars Jónssonar, formanns knattspyrnudeildar Vals.

Fotbollskanalen í Svíþjóð tekur undir með Tipsbladet og fjallar um annars dramatísk skipti frá Hlíðarenda í Víkina. Bold í Danmörku vitnar í Fótbolti.net í frétt sem er öllu rólegri á meðan info í Færeyjum finnst fréttnæmast að hinn 35 ára gamli Gylfi Þór spili nú með Gunnari Vatnhamar hjá Víkingum.

„Gunnar Vatnhamar verður liðfelagi við stórleikara í Víkingi Reykjavík,“ segir í frétt info.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×