Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Aron Guðmundsson skrifar 19. febrúar 2025 15:03 Svo virðist sem að Arnór Sigurðsson sé að ganga í raðir Malmö í Svíþjóð. Getty/Gary Oakley Það bendir allt til þess að Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson verði bráðlega kynntur sem nýr leikmaður Malmö í Svíþjóð. Sænskir miðlar greina frá því í dag að hann fái því sem nemur rétt tæpum 160 milljónum íslenskra króna fyrir það eitt að skrifa undir samning við félagið. Vitað er að mörg sænsk félög hafa áhuga á því að fá Arnór í sínar raðir en samningi Skagamannsins við enska B-deildar liðið Blackburn Rovers var rift eftir að forráðamenn þess ákváðu að skrá Arnór ekki í hóp sinn fyrir seinni hluta tímabilsins eftir að félagsskiptaglugganum í Englandi var lokað. Í samtali við Vísi sagði Arnór að félagið hefði sett sig í skítastöðu en nú virðist sem svo að hann sé búinn að finna næsta viðkomustað á sínum ferli og það hjá sænsku meisturunum í Malmö. Sænski miðillinn Fotbolldirekt greinir frá því í dag að Arnór sé búinn að samþykkja þriggja ára samning við Malmö. Mánaðarlaun hans nemi um 200 þúsund sænskum krónum á mánuði, það jafngildir um 2,6 milljónum íslenskra króna. Það er hins vegar undirskriftarbónus í samningnum sem vekur athygli ytra. Samkvæmt heimildum Fotbolldirekt mun Arnór fá tólf milljónir sænskra króna í bonus fyrir það eitt að krota undir samning við Malmö. Sú upphæð jafngildir rétt undir 160 milljónum íslenskra króna. Fleiri sænskir miðlar greina frá þessu og vitna í Fotbolldirekt. Arnór hefur lítið spilað á yfirstandandi tímabili með Blackburn Rovers vegna veikinda og meiðsla en nú styttist óðum í að hann geti stigið aftur inn á völlinn. Malmö hafði mikla yfirburði í sænsku úrvalsdeildinni í fyrra og vann hana með ellefu stiga forskoti. Fyrsti leikur liðsins á komandi tímabili í sænsku úrvalsdeildinni er gegn Djurgarden þann 29.mars næstkomandi en áður en að því kemur á liðið leiki í Svenska Cupen. Arnór þekkir vel til í Svíþjóð eftir dvöl hjá Norrköping, fyrst árið 2017-2018 og svo árið 2022-2023. Alls á hann að baki 46 leiki í sænsku úrvalsdeildinni, í þeim leikjum skoraði hann 14 mörk og gaf átta stoðsendingar. Sænski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjá meira
Vitað er að mörg sænsk félög hafa áhuga á því að fá Arnór í sínar raðir en samningi Skagamannsins við enska B-deildar liðið Blackburn Rovers var rift eftir að forráðamenn þess ákváðu að skrá Arnór ekki í hóp sinn fyrir seinni hluta tímabilsins eftir að félagsskiptaglugganum í Englandi var lokað. Í samtali við Vísi sagði Arnór að félagið hefði sett sig í skítastöðu en nú virðist sem svo að hann sé búinn að finna næsta viðkomustað á sínum ferli og það hjá sænsku meisturunum í Malmö. Sænski miðillinn Fotbolldirekt greinir frá því í dag að Arnór sé búinn að samþykkja þriggja ára samning við Malmö. Mánaðarlaun hans nemi um 200 þúsund sænskum krónum á mánuði, það jafngildir um 2,6 milljónum íslenskra króna. Það er hins vegar undirskriftarbónus í samningnum sem vekur athygli ytra. Samkvæmt heimildum Fotbolldirekt mun Arnór fá tólf milljónir sænskra króna í bonus fyrir það eitt að krota undir samning við Malmö. Sú upphæð jafngildir rétt undir 160 milljónum íslenskra króna. Fleiri sænskir miðlar greina frá þessu og vitna í Fotbolldirekt. Arnór hefur lítið spilað á yfirstandandi tímabili með Blackburn Rovers vegna veikinda og meiðsla en nú styttist óðum í að hann geti stigið aftur inn á völlinn. Malmö hafði mikla yfirburði í sænsku úrvalsdeildinni í fyrra og vann hana með ellefu stiga forskoti. Fyrsti leikur liðsins á komandi tímabili í sænsku úrvalsdeildinni er gegn Djurgarden þann 29.mars næstkomandi en áður en að því kemur á liðið leiki í Svenska Cupen. Arnór þekkir vel til í Svíþjóð eftir dvöl hjá Norrköping, fyrst árið 2017-2018 og svo árið 2022-2023. Alls á hann að baki 46 leiki í sænsku úrvalsdeildinni, í þeim leikjum skoraði hann 14 mörk og gaf átta stoðsendingar.
Sænski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjá meira