Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar 19. febrúar 2025 16:32 Ég hef aldrei vitað um starfsstétt sem þarf að réttlæta tilvist sína jafn mikið og leikskólakennarar þurfa að gera. Umræðan í samfélaginu snýst meira og minna um þörf á “allri” þessari menntun, tíma leikskólakennara utan deildar til undirbúnings og/eða fjarveru af ólíkum ástæðum. Sem sagt að verja minni tíma með börnunum fyrir hærri laun. Undirbúningstími leikskólakennara er 7 klukkustundir á viku, 10 ef þú ert deildarstjóri. Fyrir utan allskyns pappírsvinnu og skipulag, sem jú er unnið utan deildar er undirbúningur inni á deild mikill. Að sinna aukaverkefnum eins og aukinni málörvun fyrir fjöltyngd börn, stuðningur eða eftirfylgni með einstökum börnum svo fátt eitt sé nefnt. Undirbúningur er einnig nýttur til endurmentunar, já kennarar á öllum sviðum og stigum þurfa á reglulegri endurmenntun að halda. Samfélagið er í stöðugri þróun og menntun verður að fylgja þeim breytingum og áskorunum sem því fylgir. Leikskólakennarar fóru í fyrsta skipti á þessari öld í verkfall núna. Fyrsta skipti! KÍ er í fyrsta skipti, frá stofnun, að vinna saman, þ.e. öll aðildafélög KÍ, að bættum hag allra kennara landsins. Þar að auki að bættum hag nemenda okkar, þjóðfélagið þarf að gera sér grein fyrir því hve margir það eru sem kenna börnunum okkar hafa ekki fagmenntun. Margt af þeim er að sjálfsögðu flott og gott fólk, en hvernig kennum við 20+ nemendum að lesa, skrifa, reikna. Kannt þú það? Mismununin sem á sér stað dagsdaglega vegna skorts á menntuðum kennurum er óviðunandi. Samband íslenskra sveitafélaga er í kjaraviðræðum við okkur og framkoman á sumum sviðum er ótrúleg. Prósentu hækkunin sem var samþykkt til að fresta verkföllum var jákvætt skref sem sýndi vilja sambandsins, í janúar var hinsvegar samþykkt að draga hana til baka. Launadeildir sveitafélaga fengu bréf þess efnis, en svo var hætt við á síðustu stundu, draga til baka jákvæða skrefið, næstum... hóta því? Eða hvað?. Orðræðan í kringum viðræðurnar hefur einnig verið furðuleg, „Vopnabúrið er tómt“ segir Inga Rún Ólafsdóttir, erum við í stríði? Er þetta bardagi þar sem stærsta og öflugasta vopnið vinnur. Bæjarstjóri einn sagði í fréttum að launahækkunin muni hafa áhrif á allt starf bæjarins, skerðingu á annarri þjónustu. Var þetta hótun? Var þetta viljandi orðalag sem atar „okkur“ gegn „hinum“? Eru þetta einu möguleikarnir? Notum þá þessa orðræðu, ég er tilbúin til að berjast fyrir mínum kjörum og hag. Ég mun beita þeim vopnum sem ég hef til að sýna fram á mikilvægi starfs míns og kollega minna um allt land. Ég mun beita allra vopna sem ég finn í „vopnabúrinu“ mínu til þess. Ég berst fyrir börnunum sem eru í minni umsjá og mikilvægi þess að þeir sem starfa í skólakerfinu hafi fræðin og þekkingu á þroska barna í „vopnabúri“ sínu. Hingað til hef ég talað um leikskólatöskuna mína og þá þekkingu sem námið, lestur greina og bóka, og námskeið hafa safnast í hana, en kannski á vopnabúr betur við? Kennarastéttin á Íslandi er stór en hefur alltaf þurft að útskýra eða afsaka stöðu sína og þarfir, er það okkar akkilesarhæll? Eða er það stolt þjóðar?. Viðhorfið þarf að breytast, orðræðan þarf að breytast, við erum ekki í stríði! Við vinnum saman með hag barna landsins að leiðarljósi og til þess að ég geti sinnt mínu starfi vel þarf ég menntun, endurmenntun, rými til skipulagsvinnu og öflugt lærdómssamfélag í kringum mig. Ég berst fyrir því að geta unnið mitt starf samviskusamlega OG að geta komið heim til mín og sinnt fjölskyldu, vinum og mér eins vel og ég get. Í dag er það ekki raunin, virðing fyrir starfinu er í lágmarki, skortur á fagþekkingu reynir á okkur sem hana hafa og viljann til að sinna hverju barni, hverri fjölskyldu eftir bestu getu. Að auki gera launin sjálfstæðu foreldri erfitt fyrir (ég fór nánar í það í pistli sem kom út í byrjun nóvember), því öll viljum við börnunum okkar það besta. Ég vil barninu mínu það besta, en ég vil líka barninu þínu það besta. Ég vil breytta orðræðu er kemur að menntamálum landsins. Ég vil vera metin að verðleikum. Tilvistarkreppa eða barátta fyrir tilvist. Höfundur er leikskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Ég hef aldrei vitað um starfsstétt sem þarf að réttlæta tilvist sína jafn mikið og leikskólakennarar þurfa að gera. Umræðan í samfélaginu snýst meira og minna um þörf á “allri” þessari menntun, tíma leikskólakennara utan deildar til undirbúnings og/eða fjarveru af ólíkum ástæðum. Sem sagt að verja minni tíma með börnunum fyrir hærri laun. Undirbúningstími leikskólakennara er 7 klukkustundir á viku, 10 ef þú ert deildarstjóri. Fyrir utan allskyns pappírsvinnu og skipulag, sem jú er unnið utan deildar er undirbúningur inni á deild mikill. Að sinna aukaverkefnum eins og aukinni málörvun fyrir fjöltyngd börn, stuðningur eða eftirfylgni með einstökum börnum svo fátt eitt sé nefnt. Undirbúningur er einnig nýttur til endurmentunar, já kennarar á öllum sviðum og stigum þurfa á reglulegri endurmenntun að halda. Samfélagið er í stöðugri þróun og menntun verður að fylgja þeim breytingum og áskorunum sem því fylgir. Leikskólakennarar fóru í fyrsta skipti á þessari öld í verkfall núna. Fyrsta skipti! KÍ er í fyrsta skipti, frá stofnun, að vinna saman, þ.e. öll aðildafélög KÍ, að bættum hag allra kennara landsins. Þar að auki að bættum hag nemenda okkar, þjóðfélagið þarf að gera sér grein fyrir því hve margir það eru sem kenna börnunum okkar hafa ekki fagmenntun. Margt af þeim er að sjálfsögðu flott og gott fólk, en hvernig kennum við 20+ nemendum að lesa, skrifa, reikna. Kannt þú það? Mismununin sem á sér stað dagsdaglega vegna skorts á menntuðum kennurum er óviðunandi. Samband íslenskra sveitafélaga er í kjaraviðræðum við okkur og framkoman á sumum sviðum er ótrúleg. Prósentu hækkunin sem var samþykkt til að fresta verkföllum var jákvætt skref sem sýndi vilja sambandsins, í janúar var hinsvegar samþykkt að draga hana til baka. Launadeildir sveitafélaga fengu bréf þess efnis, en svo var hætt við á síðustu stundu, draga til baka jákvæða skrefið, næstum... hóta því? Eða hvað?. Orðræðan í kringum viðræðurnar hefur einnig verið furðuleg, „Vopnabúrið er tómt“ segir Inga Rún Ólafsdóttir, erum við í stríði? Er þetta bardagi þar sem stærsta og öflugasta vopnið vinnur. Bæjarstjóri einn sagði í fréttum að launahækkunin muni hafa áhrif á allt starf bæjarins, skerðingu á annarri þjónustu. Var þetta hótun? Var þetta viljandi orðalag sem atar „okkur“ gegn „hinum“? Eru þetta einu möguleikarnir? Notum þá þessa orðræðu, ég er tilbúin til að berjast fyrir mínum kjörum og hag. Ég mun beita þeim vopnum sem ég hef til að sýna fram á mikilvægi starfs míns og kollega minna um allt land. Ég mun beita allra vopna sem ég finn í „vopnabúrinu“ mínu til þess. Ég berst fyrir börnunum sem eru í minni umsjá og mikilvægi þess að þeir sem starfa í skólakerfinu hafi fræðin og þekkingu á þroska barna í „vopnabúri“ sínu. Hingað til hef ég talað um leikskólatöskuna mína og þá þekkingu sem námið, lestur greina og bóka, og námskeið hafa safnast í hana, en kannski á vopnabúr betur við? Kennarastéttin á Íslandi er stór en hefur alltaf þurft að útskýra eða afsaka stöðu sína og þarfir, er það okkar akkilesarhæll? Eða er það stolt þjóðar?. Viðhorfið þarf að breytast, orðræðan þarf að breytast, við erum ekki í stríði! Við vinnum saman með hag barna landsins að leiðarljósi og til þess að ég geti sinnt mínu starfi vel þarf ég menntun, endurmenntun, rými til skipulagsvinnu og öflugt lærdómssamfélag í kringum mig. Ég berst fyrir því að geta unnið mitt starf samviskusamlega OG að geta komið heim til mín og sinnt fjölskyldu, vinum og mér eins vel og ég get. Í dag er það ekki raunin, virðing fyrir starfinu er í lágmarki, skortur á fagþekkingu reynir á okkur sem hana hafa og viljann til að sinna hverju barni, hverri fjölskyldu eftir bestu getu. Að auki gera launin sjálfstæðu foreldri erfitt fyrir (ég fór nánar í það í pistli sem kom út í byrjun nóvember), því öll viljum við börnunum okkar það besta. Ég vil barninu mínu það besta, en ég vil líka barninu þínu það besta. Ég vil breytta orðræðu er kemur að menntamálum landsins. Ég vil vera metin að verðleikum. Tilvistarkreppa eða barátta fyrir tilvist. Höfundur er leikskólakennari.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun