Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2025 07:02 Lionel Messi fagnar sigurmarki sínu fyrir Inter Miami með liðsfélaga sínum Tadeo Allende. Getty/Kyle Rivas Inter Miami byrjaði nýtt tímabil við krefjandi aðstæður í nótt. Liðið vann þá 1-0 sigur á Sporting Kansas City á útivelli í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð Concacaf bikarsins. Leikurinn var spilaður í sautján stiga frosti og vindkælingin var það mikil að leikmönnum leið eins og það væri 22 stiga frost. Concacaf sambandið hafði frestað leiknum um sólarhring vegna veðurs og einhverjar sögusagnir voru um að Lionel Messi myndi ekki taka þátt í leik við slíkar aðstæður. ⭐️🇦🇷 First goal in 2025 for Leo Messi on first official game with Inter Miami against Kansas City.Despite -17°, Leo scores his 851th career goal. pic.twitter.com/A3sQrAPIO5— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 20, 2025 Messi spilaði ekki bara leikinn heldur skoraði hann eina mark leiksins á 56. mínútu. Sergio Busquets átti þá háa sendingu inn á vítateiginn þar sem Messi tók laglega við boltanum, lék á varnarmann og skoraði með góðu hægri fótar skoti. Markið má sjá hér fyrir neðan. Miami lék án Jordi Alba sem tók út leikbann. Þetta var líka mikilvægt útivallarmark. Ólíkt því sem er hér í Evrópu þá gilda útivallarmörkin enn meira í Concacaf bikarnum. Sporting Kansas City þarf því að skora tvö mörk í seinni leiknum hið minnsta til að slá út Messi og félaga. Sá leikur fer auðvitað fram við allt aðrar aðstæður á heimavelli Inter Miami á suður Flórída. „Ég er mjög stoltur af liðinu því að mínu mati er ómögulegt að spila við þessar aðstæður,“ sagði Javier Mascherano, þjálfari Inter Miami, á blaðamannafundi. „Þetta eru ekki mannlegar aðstæður en liðið gaf hundrað prósent í leikinn. Við erum ánægðir. Það er bara hálfleikur en nú þurftum við að hvíla okkur eftir mjög erfiðan leik,“ sagði Mascherano. „Þetta var frábært mark hjá Messi. Fyrir þá sem þekkja hann þá finnst þeim þetta kannski venjulegt mark af því að hann hefur gert svona þúsund sinnum áður. Við erum mjög heppnir að hafa hann í okkar liði,“ sagði Mascherano. MESSI WITH AN OUTRAGEOUS TOUCH AND WEAK FOOT FINISH TO PUT INTER MIAMI AHEAD IN THE FIRST LEG 😳(via @FOXSoccer)pic.twitter.com/W034QaF49C— ESPN FC (@ESPNFC) February 20, 2025 Bandaríski fótboltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport Fleiri fréttir KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Sjá meira
Leikurinn var spilaður í sautján stiga frosti og vindkælingin var það mikil að leikmönnum leið eins og það væri 22 stiga frost. Concacaf sambandið hafði frestað leiknum um sólarhring vegna veðurs og einhverjar sögusagnir voru um að Lionel Messi myndi ekki taka þátt í leik við slíkar aðstæður. ⭐️🇦🇷 First goal in 2025 for Leo Messi on first official game with Inter Miami against Kansas City.Despite -17°, Leo scores his 851th career goal. pic.twitter.com/A3sQrAPIO5— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 20, 2025 Messi spilaði ekki bara leikinn heldur skoraði hann eina mark leiksins á 56. mínútu. Sergio Busquets átti þá háa sendingu inn á vítateiginn þar sem Messi tók laglega við boltanum, lék á varnarmann og skoraði með góðu hægri fótar skoti. Markið má sjá hér fyrir neðan. Miami lék án Jordi Alba sem tók út leikbann. Þetta var líka mikilvægt útivallarmark. Ólíkt því sem er hér í Evrópu þá gilda útivallarmörkin enn meira í Concacaf bikarnum. Sporting Kansas City þarf því að skora tvö mörk í seinni leiknum hið minnsta til að slá út Messi og félaga. Sá leikur fer auðvitað fram við allt aðrar aðstæður á heimavelli Inter Miami á suður Flórída. „Ég er mjög stoltur af liðinu því að mínu mati er ómögulegt að spila við þessar aðstæður,“ sagði Javier Mascherano, þjálfari Inter Miami, á blaðamannafundi. „Þetta eru ekki mannlegar aðstæður en liðið gaf hundrað prósent í leikinn. Við erum ánægðir. Það er bara hálfleikur en nú þurftum við að hvíla okkur eftir mjög erfiðan leik,“ sagði Mascherano. „Þetta var frábært mark hjá Messi. Fyrir þá sem þekkja hann þá finnst þeim þetta kannski venjulegt mark af því að hann hefur gert svona þúsund sinnum áður. Við erum mjög heppnir að hafa hann í okkar liði,“ sagði Mascherano. MESSI WITH AN OUTRAGEOUS TOUCH AND WEAK FOOT FINISH TO PUT INTER MIAMI AHEAD IN THE FIRST LEG 😳(via @FOXSoccer)pic.twitter.com/W034QaF49C— ESPN FC (@ESPNFC) February 20, 2025
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport Fleiri fréttir KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Sjá meira