Anníe Mist ekki sú eina sem fórnar sér til að kalla fram breytingar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2025 08:31 Anníe Mist Þórisdóttur hefur sterka rödd í CrossFit samfélaginu en hvort hún heyrist upp í fílabeinsturn CrossFit samtakanna er allt önnur saga. @anniethorisdottir Það hefur fjölgað í hópi þeirra CrossFit stjarna sem ætla ekki að taka þátt í komandi CrossFit tímabili til að mótmæla stöðu mála hvað varðar öryggi og aðstöðu keppenda á heimsleikunum. Yfirlýsing og ákvörðun íslensku CrossFit goðsagnarinnar Anníe Mistar Þórisdóttur hefur vakið mikla athygli í CrossFit heiminum. Anníe tók þá ákvörðun af siðferðislegum ástæðum en hún er eins of fleiri mjög ósátt með skort á viðbrögðum CrossFit samtakanna við banaslysinu í fyrstu grein heimsleikanna í Fort Worth í Texas í fyrra. CrossFit samtökin létu keppendur klára heimsleikanna, lugu því að þau hefði fengið blessun Dukic fjölskyldunnar fyrir því og héldu síðan niðurstöðum rannsóknarinnar á slysinu leyndu fyrir almenningi. Engin tók ábyrgð og engar sjáanlega stórar breytingar hafa verið gerðar á fyrirkomulagi öryggismála sem fengu algjör falleinkunn á heimsleikunum. Anníe Mist er ein þeirra sem hefur barist fyrir breytingum undanfarin ár en CrossFit fólkið sem hefur verið kallað inn í ráð og nefndir hefur ekki haft þar rödd sem er hlustað á. Anníe stendur þó ekki ein á móti straumnum því það hefur bæst í hóp þeirra sem fórna sér til að kalla fram breytingar. Par Vellner steig fram um helgina en það hafa líka fleiri bæst í hópinn. Þekkt CrossFit fólk sem ætlar ekki að vera með í ár: Anníe Mist Þórisdóttir Elisa Fuliano Patrick Vellner Emma Tall Emma McQuaid Luka Dukic Chandler Smith Jelle Hoste Mourning Chalk Up fór yfir listann eins og hann lítur út núna. Saman hafa þessi átta tekið þátt í 42 heimsleikum, unnið 33 greinar á heimsleikum og komist 11 sinnum á verðlaunapall. Anníe Mist er sú eina af þeim sem hefur orðið heimsmeistari og hún er líka andlit umfjöllununnar um kröfur um breytingar til að bæta og tryggja öryggi í CrossFit keppnum framtíðarinnar. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) CrossFit Mest lesið Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Sjá meira
Yfirlýsing og ákvörðun íslensku CrossFit goðsagnarinnar Anníe Mistar Þórisdóttur hefur vakið mikla athygli í CrossFit heiminum. Anníe tók þá ákvörðun af siðferðislegum ástæðum en hún er eins of fleiri mjög ósátt með skort á viðbrögðum CrossFit samtakanna við banaslysinu í fyrstu grein heimsleikanna í Fort Worth í Texas í fyrra. CrossFit samtökin létu keppendur klára heimsleikanna, lugu því að þau hefði fengið blessun Dukic fjölskyldunnar fyrir því og héldu síðan niðurstöðum rannsóknarinnar á slysinu leyndu fyrir almenningi. Engin tók ábyrgð og engar sjáanlega stórar breytingar hafa verið gerðar á fyrirkomulagi öryggismála sem fengu algjör falleinkunn á heimsleikunum. Anníe Mist er ein þeirra sem hefur barist fyrir breytingum undanfarin ár en CrossFit fólkið sem hefur verið kallað inn í ráð og nefndir hefur ekki haft þar rödd sem er hlustað á. Anníe stendur þó ekki ein á móti straumnum því það hefur bæst í hóp þeirra sem fórna sér til að kalla fram breytingar. Par Vellner steig fram um helgina en það hafa líka fleiri bæst í hópinn. Þekkt CrossFit fólk sem ætlar ekki að vera með í ár: Anníe Mist Þórisdóttir Elisa Fuliano Patrick Vellner Emma Tall Emma McQuaid Luka Dukic Chandler Smith Jelle Hoste Mourning Chalk Up fór yfir listann eins og hann lítur út núna. Saman hafa þessi átta tekið þátt í 42 heimsleikum, unnið 33 greinar á heimsleikum og komist 11 sinnum á verðlaunapall. Anníe Mist er sú eina af þeim sem hefur orðið heimsmeistari og hún er líka andlit umfjöllununnar um kröfur um breytingar til að bæta og tryggja öryggi í CrossFit keppnum framtíðarinnar. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup)
Þekkt CrossFit fólk sem ætlar ekki að vera með í ár: Anníe Mist Þórisdóttir Elisa Fuliano Patrick Vellner Emma Tall Emma McQuaid Luka Dukic Chandler Smith Jelle Hoste
CrossFit Mest lesið Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Sjá meira