Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar 20. febrúar 2025 14:03 Kennarastarfið er flókið starf sem byggist á mörgum þáttum. Undirbúningur kennslu, kennslu, samskipti við nemendur, samskipti við foreldra, teymisfundur vegna nemenda, teymisfundir skóla, kennarafunda, námsmati, námsefnagerð, samskipti við aðra kennara og örugglega einhver fleiri atriði sem ég tel ekki upp. Ég er kennari því mér finnst gaman að kenna, mér finnst gaman að hafa áhrif, mér finnst gaman að tala við nemendur og eiga í samskiptum allan daginn. Enginn dagur er eins og það er skemmtilegt. Við erum búin að mennta okkur í 5 ár og launin eru ekki sambærileg öðrum á vinnumarkaði með 5 ára háskólanám, langt því frá. Ég er ánægð með forystu KÍ stend með í kjarabaráttunni. Fréttir undanfarna daga ýta því miður ekki undir ánægju kennarastarfsins fyrir fólk sem er að velta því fyrir sér að fara í kennaranám. Ofbeldi í skóla í Reykjavík sem stjórnendur virðast ekki hafa tök á og nemendur eru þolendur. Þá var frétt um 3 starfsmenn Vogaskóla sem urðu fyrir kynferðislegri áreitni og Reykjavík vann málið gerandans í hag. Og þetta fer ofan í kjarabaráttuna og umræðuna um lág laun kennara. Ekki heillandi fyrir fólk sem vill verða kennarar. Síðan ég byrjaði að kenna í grunnskóla 2016 hefur umræðan alltaf verið neikvæð í kjarabaráttu. Of lág laun, kennarar búnir að semja allt af sér sem hægt er að semja…já fyrir utan kennarastólinn sjálfan. Ekki hrífandi fyrir nýútskrifaðan kennara að þetta sé tónninn sem er árlega, já árlega því nánast alltaf hefur verið samið í eitt ár í einu og lofað öllu góðu eftir það….sem hefur aldrei gerst. En það er einhver breyting núna, sem er jákvæð. Ég vil fá þá virðingu sem mér ber að fá að vinna við fræðslu barna, vera með þeim stóran part af deginum alla virka daga og vera áhrifavaldur. Virðingin felst í sómasamlegum launum og síðan mættu sveitarfélögin vera örlátari á fríðindi til starfsfólksins. Sveitarfélögin ráða ekki við rekstur grunnskóla og ég velti því fyrir mér af hverju ríkið grípur ekki boltann á lofti og tekur rekstur grunnskóla aftur yfir? Skóli án aðgreiningar er meingallað og þarf að skoða og taka upp annað kerfi sem hentar bæði öllum nemendum, þeim með greiningar, erfið tilfinningavandamál, hegðunarvanda og „venjulegu“ nemendunum. Fagfólk vantar í skólana til að sinna nemendum sem eiga við námserfiðleika að stríða og hegðunarvanda. Þá bera foreldrar ábyrgð á hegðun barna sinna, líka í skólanum (skv. grunnskólalögum), við kennarar megum ekki gleyma því. Margt þarf að betrumbæta til að gera kennarastarfið aðdáunarvert. Höfundur er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Sjá meira
Kennarastarfið er flókið starf sem byggist á mörgum þáttum. Undirbúningur kennslu, kennslu, samskipti við nemendur, samskipti við foreldra, teymisfundur vegna nemenda, teymisfundir skóla, kennarafunda, námsmati, námsefnagerð, samskipti við aðra kennara og örugglega einhver fleiri atriði sem ég tel ekki upp. Ég er kennari því mér finnst gaman að kenna, mér finnst gaman að hafa áhrif, mér finnst gaman að tala við nemendur og eiga í samskiptum allan daginn. Enginn dagur er eins og það er skemmtilegt. Við erum búin að mennta okkur í 5 ár og launin eru ekki sambærileg öðrum á vinnumarkaði með 5 ára háskólanám, langt því frá. Ég er ánægð með forystu KÍ stend með í kjarabaráttunni. Fréttir undanfarna daga ýta því miður ekki undir ánægju kennarastarfsins fyrir fólk sem er að velta því fyrir sér að fara í kennaranám. Ofbeldi í skóla í Reykjavík sem stjórnendur virðast ekki hafa tök á og nemendur eru þolendur. Þá var frétt um 3 starfsmenn Vogaskóla sem urðu fyrir kynferðislegri áreitni og Reykjavík vann málið gerandans í hag. Og þetta fer ofan í kjarabaráttuna og umræðuna um lág laun kennara. Ekki heillandi fyrir fólk sem vill verða kennarar. Síðan ég byrjaði að kenna í grunnskóla 2016 hefur umræðan alltaf verið neikvæð í kjarabaráttu. Of lág laun, kennarar búnir að semja allt af sér sem hægt er að semja…já fyrir utan kennarastólinn sjálfan. Ekki hrífandi fyrir nýútskrifaðan kennara að þetta sé tónninn sem er árlega, já árlega því nánast alltaf hefur verið samið í eitt ár í einu og lofað öllu góðu eftir það….sem hefur aldrei gerst. En það er einhver breyting núna, sem er jákvæð. Ég vil fá þá virðingu sem mér ber að fá að vinna við fræðslu barna, vera með þeim stóran part af deginum alla virka daga og vera áhrifavaldur. Virðingin felst í sómasamlegum launum og síðan mættu sveitarfélögin vera örlátari á fríðindi til starfsfólksins. Sveitarfélögin ráða ekki við rekstur grunnskóla og ég velti því fyrir mér af hverju ríkið grípur ekki boltann á lofti og tekur rekstur grunnskóla aftur yfir? Skóli án aðgreiningar er meingallað og þarf að skoða og taka upp annað kerfi sem hentar bæði öllum nemendum, þeim með greiningar, erfið tilfinningavandamál, hegðunarvanda og „venjulegu“ nemendunum. Fagfólk vantar í skólana til að sinna nemendum sem eiga við námserfiðleika að stríða og hegðunarvanda. Þá bera foreldrar ábyrgð á hegðun barna sinna, líka í skólanum (skv. grunnskólalögum), við kennarar megum ekki gleyma því. Margt þarf að betrumbæta til að gera kennarastarfið aðdáunarvert. Höfundur er grunnskólakennari.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun