Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir og Þórarinn Guðjónsson skrifa 21. febrúar 2025 08:29 Í mars verður nýr rektor Háskóla Íslands kjörinn af starfsfólki og nemendum skólans og ljóst er að við kjósendur í þessum kosningum erum mjög heppin með þá góðu kosti sem í boði eru. Við undirrituð teljum þó að Magnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild, sé vegna þekkingar sinnar og reynslu fremstur meðal jafningja. Á farsælum starfstíma við Háskóla Íslands hefur Magnús Karl verið öflugur kennari, leiðbeinandi, vísindamaður og stjórnandi, meðal annars sem forseti Læknadeildar. Samhliða þeim störfum hefur hann einnig verið talsmaður háskólans út á við, til dæmis um fjármögnun til háskólasamfélagsins og rannsókna. Hann hefur tekið virkan þátt í samfélagslegri umræðu undanfarna tvo áratugi um aukið vægi og hlutverk háskóla og rannsókna hér á landi, og barist ötullega fyrir eflingu samkeppnissjóða. Einn af helstu hornsteinum hágæða háskóla er framúrskarandi menntun. Vandaðir kennsluhættir eru Magnúsi Karli hugleiknir en hann en hefur endurtekið hlotið viðurkenningu nemenda sinna fyrir kennsluframlag sitt. Sem rektor vill hann beita sér fyrir því að auka enn frekar gæði kennslu við Háskóla Íslands með því að efla vandaða kennsluhætti, auka fjölbreytni í kennslu, umbuna fyrir fyrirmyndar kennsluframlag, líkt og þegar er gert fyrir rannsóknavirkni, og auka sveigjanleika í starfsframlagi milli rannsókna og kennslu. Þetta er hluti af mikilvægri umræðu innan háskólans, sérstaklega fyrir nemendur og þau sem sinna akademísku starfi. Háskólasamfélagið sjálft er annar mikilvægur hornsteinn góðs háskóla en það nærist á samtali og samvinnu nemenda og starfsfólks. Háskólinn verður því að geta boðið upp á góðan vettvang fyrir samveru og samskipti. Við vitum að verði Magnús Karl kjörinn rektor, mun hann leggja aukna áherslu á háskólann sem samverustað þar sem nemendur, kennarar og annað starfsfólk eiga fjölbreytta möguleika á að hittast og ræða saman. Ekkert getur komið í stað virks samtals nemenda og kennara sem auk þess stuðlar að meiri samvinnu nemenda utan hefðbundinna kennslustunda. Nú, þegar blikur eru á lofti vegna síaukins álags og streitu meðal starfsfólks Háskóla Íslands, þarf að gæta sérstaklega að velferð og vellíðan innan háskólasamfélagsins. Við treystum engum betur en Magnúsi Karli til þess að leiða slíkt umbótastarf í þágu okkar allra. Verði Magnús Karl kjörinn rektor Háskóla Íslands má ganga að því sem gefnu að hann miðli því skýrt til almennings og stjórnvalda hvernig Háskólinn getur best gegnt hlutverki sínu á sviði kennslu og rannsókna og hvernig stuðla megi að enn öflugra háskólasamfélagi. Við treystum honum því til að berjast fyrir aukinni fjármögnun til háskólastigsins og að auka sýnileika skólans í íslensku samfélagi og alþjóðlega. Við höfum þekkt og starfað með Magnúsi Karli um árabil og vitum hversu mikinn hag hann ber fyrir framtíð Háskóla Íslands og þekkjum vel hvaða mannkosti hann hefur. Hann er heiðarlegur, réttsýnn og öflugur leiðtogi sem hefur það frumkvæði sem þarf til að leiða Háskóla Íslands inn í nýja tíma. Við styðjum því Magnús Karl í komandi rektorskjöri og hvetjum allt starfsfólk og nemendur háskólans okkar til þess að gera hið sama. Arna Hauksdóttir, prófessor, forstöðumaður Miðstöðvar í lýðheilsuvísindum, HÍ Þórarinn Guðjónsson, prófessor, deildarforseti Læknadeildar HÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Í mars verður nýr rektor Háskóla Íslands kjörinn af starfsfólki og nemendum skólans og ljóst er að við kjósendur í þessum kosningum erum mjög heppin með þá góðu kosti sem í boði eru. Við undirrituð teljum þó að Magnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild, sé vegna þekkingar sinnar og reynslu fremstur meðal jafningja. Á farsælum starfstíma við Háskóla Íslands hefur Magnús Karl verið öflugur kennari, leiðbeinandi, vísindamaður og stjórnandi, meðal annars sem forseti Læknadeildar. Samhliða þeim störfum hefur hann einnig verið talsmaður háskólans út á við, til dæmis um fjármögnun til háskólasamfélagsins og rannsókna. Hann hefur tekið virkan þátt í samfélagslegri umræðu undanfarna tvo áratugi um aukið vægi og hlutverk háskóla og rannsókna hér á landi, og barist ötullega fyrir eflingu samkeppnissjóða. Einn af helstu hornsteinum hágæða háskóla er framúrskarandi menntun. Vandaðir kennsluhættir eru Magnúsi Karli hugleiknir en hann en hefur endurtekið hlotið viðurkenningu nemenda sinna fyrir kennsluframlag sitt. Sem rektor vill hann beita sér fyrir því að auka enn frekar gæði kennslu við Háskóla Íslands með því að efla vandaða kennsluhætti, auka fjölbreytni í kennslu, umbuna fyrir fyrirmyndar kennsluframlag, líkt og þegar er gert fyrir rannsóknavirkni, og auka sveigjanleika í starfsframlagi milli rannsókna og kennslu. Þetta er hluti af mikilvægri umræðu innan háskólans, sérstaklega fyrir nemendur og þau sem sinna akademísku starfi. Háskólasamfélagið sjálft er annar mikilvægur hornsteinn góðs háskóla en það nærist á samtali og samvinnu nemenda og starfsfólks. Háskólinn verður því að geta boðið upp á góðan vettvang fyrir samveru og samskipti. Við vitum að verði Magnús Karl kjörinn rektor, mun hann leggja aukna áherslu á háskólann sem samverustað þar sem nemendur, kennarar og annað starfsfólk eiga fjölbreytta möguleika á að hittast og ræða saman. Ekkert getur komið í stað virks samtals nemenda og kennara sem auk þess stuðlar að meiri samvinnu nemenda utan hefðbundinna kennslustunda. Nú, þegar blikur eru á lofti vegna síaukins álags og streitu meðal starfsfólks Háskóla Íslands, þarf að gæta sérstaklega að velferð og vellíðan innan háskólasamfélagsins. Við treystum engum betur en Magnúsi Karli til þess að leiða slíkt umbótastarf í þágu okkar allra. Verði Magnús Karl kjörinn rektor Háskóla Íslands má ganga að því sem gefnu að hann miðli því skýrt til almennings og stjórnvalda hvernig Háskólinn getur best gegnt hlutverki sínu á sviði kennslu og rannsókna og hvernig stuðla megi að enn öflugra háskólasamfélagi. Við treystum honum því til að berjast fyrir aukinni fjármögnun til háskólastigsins og að auka sýnileika skólans í íslensku samfélagi og alþjóðlega. Við höfum þekkt og starfað með Magnúsi Karli um árabil og vitum hversu mikinn hag hann ber fyrir framtíð Háskóla Íslands og þekkjum vel hvaða mannkosti hann hefur. Hann er heiðarlegur, réttsýnn og öflugur leiðtogi sem hefur það frumkvæði sem þarf til að leiða Háskóla Íslands inn í nýja tíma. Við styðjum því Magnús Karl í komandi rektorskjöri og hvetjum allt starfsfólk og nemendur háskólans okkar til þess að gera hið sama. Arna Hauksdóttir, prófessor, forstöðumaður Miðstöðvar í lýðheilsuvísindum, HÍ Þórarinn Guðjónsson, prófessor, deildarforseti Læknadeildar HÍ
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun