Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar 22. febrúar 2025 08:04 Silja Bára Ómarsdóttir býður sig fram sem rektor Háskóla Íslands. Hún hefur farið með ýmis hlutverk í okkar lífi, kennari, leiðbeinandi, yfirmaður og vinkona. Það sem dró okkur að henni sem hinsegin aktívistar var áhersla hennar á inngildingu, bæði í háskólanum og í samfélaginu öllu. Við, sem erum bæði kynsegin, fundum fyrir hversu velkomin við vorum inn í hennar kennslustofu frá fyrsta degi. Í hennar augum stungum við ekki í stúf sem tvö af örfáum kynsegin nemendum í 14.000 nemenda skóla. Þess þá heldur tók hún okkur sem sjálfsögðum hluta af skólasamfélaginu. Silju er annt um að fólk úr öllum kimum samfélagsins hafi aðgang að námi og finnist það tilheyra innan veggja skólans. Í stað þess að leyfa einsleitni að viðgangast innan háskólasamfélagsins hefur hún lagt áherslu á að lyfta jaðarsettum röddum og veita þeim hljómgrunn. Þar með stuðlar hún að jafnrétti, sem er ein af megin áherslum hennar í rektorsframboði. Í öllum þeim hlutverkum sem Silja Bára hefur gegnt í lífum okkar hefur hún verið bæði aðgengileg og lausnamiðuð. Það skiptir ekki máli hvaða vandamál við leggjum fyrir hana, hún er öll að vilja gerð til að aðstoða okkur í gegnum þau. Hún hlustar, ráðleggur og styður. Silja Bára virkar sem drifkraftur til að takast á við erfið verkefni og gerir þau yfirstíganleg. Silja Bára heitir því að efla sálfræði- og félagsráðgjöf til nemenda, sem brýn þörf er á. Á síðasta skólaári voru einungis tvö stöðugildi sálfræðinga í HÍ þegar mest var en 14.000 nemendur. Það svarar ekki eftirspurn. Rannsókn frá árinu 2017 um háskólanemendur á Íslandi sýndi að rúm 34% stúdenta vorum með klínísk þunglyndiseinkenni og tæp 20% kvíðaeinkenni (Andri Hauksteinn Oddsson, 2017). Á þessum átta árum síðan rannsóknin var framkvæmd hefur andleg heilsa Íslendinga farið hrakandi, svo hægt er að álykta að tölurnar hafi hækkað. Einkarekin sálfræðiþjónusta er kostnaður sem margir stúdentar geta ekki leyft sér, þar sem stór hluti þeirra hafa ekki mikið á milli handanna. Stúdentar eiga ekki að þurfa að velja á milli andlegrar heilsu og menntunar. Aukin sálfræði- og félagsráðgjöf til nemenda er því aðgengismál. Betri möguleikar til fjarnáms innan háskólans er annað aðgengismál sem Silja Bára lætur sig varða. Háskóli Íslands á að vera háskóli fyrir öll. Þar með talið þau sem ekki eru búsett á höfuðborgarsvæðinu eða þau sem ekki komast í staðtíma vegna fjölskylduhaga, atvinnu eða fötlunar. Þegar fjarnám er valkostur sjá fleiri sér mögulegt að stunda nám. Við höfum trú á því að Silja Bára í embætti rektors Háskóla Íslands muni gera stórkostlega hluti og leiða skólann af sannkallaðri list. Því hvetjum við starfsfólk og nemendur HÍ eindregið til að kjósa Silju Báru í embætti rektors Háskóla Íslands. Höfundar greinarinnar eru stjórnmálafræðingar og fyrrum nemendur Silju Báru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Málefni trans fólks Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Silja Bára Ómarsdóttir býður sig fram sem rektor Háskóla Íslands. Hún hefur farið með ýmis hlutverk í okkar lífi, kennari, leiðbeinandi, yfirmaður og vinkona. Það sem dró okkur að henni sem hinsegin aktívistar var áhersla hennar á inngildingu, bæði í háskólanum og í samfélaginu öllu. Við, sem erum bæði kynsegin, fundum fyrir hversu velkomin við vorum inn í hennar kennslustofu frá fyrsta degi. Í hennar augum stungum við ekki í stúf sem tvö af örfáum kynsegin nemendum í 14.000 nemenda skóla. Þess þá heldur tók hún okkur sem sjálfsögðum hluta af skólasamfélaginu. Silju er annt um að fólk úr öllum kimum samfélagsins hafi aðgang að námi og finnist það tilheyra innan veggja skólans. Í stað þess að leyfa einsleitni að viðgangast innan háskólasamfélagsins hefur hún lagt áherslu á að lyfta jaðarsettum röddum og veita þeim hljómgrunn. Þar með stuðlar hún að jafnrétti, sem er ein af megin áherslum hennar í rektorsframboði. Í öllum þeim hlutverkum sem Silja Bára hefur gegnt í lífum okkar hefur hún verið bæði aðgengileg og lausnamiðuð. Það skiptir ekki máli hvaða vandamál við leggjum fyrir hana, hún er öll að vilja gerð til að aðstoða okkur í gegnum þau. Hún hlustar, ráðleggur og styður. Silja Bára virkar sem drifkraftur til að takast á við erfið verkefni og gerir þau yfirstíganleg. Silja Bára heitir því að efla sálfræði- og félagsráðgjöf til nemenda, sem brýn þörf er á. Á síðasta skólaári voru einungis tvö stöðugildi sálfræðinga í HÍ þegar mest var en 14.000 nemendur. Það svarar ekki eftirspurn. Rannsókn frá árinu 2017 um háskólanemendur á Íslandi sýndi að rúm 34% stúdenta vorum með klínísk þunglyndiseinkenni og tæp 20% kvíðaeinkenni (Andri Hauksteinn Oddsson, 2017). Á þessum átta árum síðan rannsóknin var framkvæmd hefur andleg heilsa Íslendinga farið hrakandi, svo hægt er að álykta að tölurnar hafi hækkað. Einkarekin sálfræðiþjónusta er kostnaður sem margir stúdentar geta ekki leyft sér, þar sem stór hluti þeirra hafa ekki mikið á milli handanna. Stúdentar eiga ekki að þurfa að velja á milli andlegrar heilsu og menntunar. Aukin sálfræði- og félagsráðgjöf til nemenda er því aðgengismál. Betri möguleikar til fjarnáms innan háskólans er annað aðgengismál sem Silja Bára lætur sig varða. Háskóli Íslands á að vera háskóli fyrir öll. Þar með talið þau sem ekki eru búsett á höfuðborgarsvæðinu eða þau sem ekki komast í staðtíma vegna fjölskylduhaga, atvinnu eða fötlunar. Þegar fjarnám er valkostur sjá fleiri sér mögulegt að stunda nám. Við höfum trú á því að Silja Bára í embætti rektors Háskóla Íslands muni gera stórkostlega hluti og leiða skólann af sannkallaðri list. Því hvetjum við starfsfólk og nemendur HÍ eindregið til að kjósa Silju Báru í embætti rektors Háskóla Íslands. Höfundar greinarinnar eru stjórnmálafræðingar og fyrrum nemendur Silju Báru.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun