Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Bjarki Sigurðsson skrifar 21. febrúar 2025 12:48 Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður oddviti Samfylkingar kjörinn borgarstjóri á fundi borgarstjórnar rétt fyrir klukkan fimm í dag. Stjórnmálafræðingur segir það krefjandi fyrir nýjan borgarstjóra að halda svo breiðu samstarfi gangandi. Nýr meirihluti Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna, Sósíalista og Flokks fólksins verður staðfestur á aukafundi borgarstjórnar í dag. Borgarfulltrúar greiða þar atkvæði um nýjan forseta borgarstjórnar og nýjan borgarstjóra. Heimildir fréttastofu herma að það verði Heiða Björg Hilmisdóttir oddviti Samfylkingar sem tekur við af Einari Þorsteinssyni. Oddvitar flokkanna fimm gáfu ekki kost á viðtali fyrir hádegisfréttir. Þær funda með baklandi sínu seinna í dag þar sem tillögurnar verða kynntar. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir merkilegt að eftir daginn í dag verði í fyrsta sinn bara konur í embættum borgarstjóra, forseta, forsætisráðherra og biskups. Nýjum borgarstjóra bíði áskoranir. „Þetta er auðvitað flókið að halda saman svona mörgum ólíkum stjórnmálaflokkum sem spanna svona vítt svið í stjórnmálunum. Það má nú kannski segja að Dagur B. Eggertsson hafi sýnt töluverða stjórnlist með því að halda saman ólíkum meirihlutum í borginni. Það sést kannski best á því hvernig fyrrverandi meirihluti féll skömmu eftir að hann var farinn. Þannig það mun reyna á stjórnlist verðandi borgarstjóra,“ segir Eiríkur. Það veki athygli að Píratar, vinstri græn og Sósíalistar séu utan þings. „Allt þetta hefur ákveðin áhrif á samsetninguna og hvernig hægt er að stýra þessu fleyi. En á móti kemur að það er stutt í sveitarstjórnarkosningar og verkefni nýs meirihluta verður að brúa þann tíma,“ segir Eiríkur. Meirihlutinn muni að öllum líkindum þrauka fram að kosningum. „Að það sé lagt upp með það verkefni að brúa þetta bil, takast á við einhver ákveðin grundvallarmál en vísa öðrum stærri deilumálum til umræðna í aðdraganda kosninga,“ segir Eiríkur. Borgarstjórn Reykjavík Samfylkingin Píratar Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Nýr meirihluti Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna, Sósíalista og Flokks fólksins verður staðfestur á aukafundi borgarstjórnar í dag. Borgarfulltrúar greiða þar atkvæði um nýjan forseta borgarstjórnar og nýjan borgarstjóra. Heimildir fréttastofu herma að það verði Heiða Björg Hilmisdóttir oddviti Samfylkingar sem tekur við af Einari Þorsteinssyni. Oddvitar flokkanna fimm gáfu ekki kost á viðtali fyrir hádegisfréttir. Þær funda með baklandi sínu seinna í dag þar sem tillögurnar verða kynntar. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir merkilegt að eftir daginn í dag verði í fyrsta sinn bara konur í embættum borgarstjóra, forseta, forsætisráðherra og biskups. Nýjum borgarstjóra bíði áskoranir. „Þetta er auðvitað flókið að halda saman svona mörgum ólíkum stjórnmálaflokkum sem spanna svona vítt svið í stjórnmálunum. Það má nú kannski segja að Dagur B. Eggertsson hafi sýnt töluverða stjórnlist með því að halda saman ólíkum meirihlutum í borginni. Það sést kannski best á því hvernig fyrrverandi meirihluti féll skömmu eftir að hann var farinn. Þannig það mun reyna á stjórnlist verðandi borgarstjóra,“ segir Eiríkur. Það veki athygli að Píratar, vinstri græn og Sósíalistar séu utan þings. „Allt þetta hefur ákveðin áhrif á samsetninguna og hvernig hægt er að stýra þessu fleyi. En á móti kemur að það er stutt í sveitarstjórnarkosningar og verkefni nýs meirihluta verður að brúa þann tíma,“ segir Eiríkur. Meirihlutinn muni að öllum líkindum þrauka fram að kosningum. „Að það sé lagt upp með það verkefni að brúa þetta bil, takast á við einhver ákveðin grundvallarmál en vísa öðrum stærri deilumálum til umræðna í aðdraganda kosninga,“ segir Eiríkur.
Borgarstjórn Reykjavík Samfylkingin Píratar Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira