Innlent

Svona skipta oddvitarnir stólunum

Árni Sæberg skrifar
Bros á hverju andliti á blaðamannafundi nýs meirihluta.
Bros á hverju andliti á blaðamannafundi nýs meirihluta. Vísir/vilhelm

Heiða Björg Hilmisdóttir verður borgarstjóri í samstarfi Samfylkingar, Sósíalista, Pírata, Vinstri grænna, og Flokks fólksins. Sanna Magdalena Mörtudóttir verður forseti borgarstjórnar og formaður velferðarráðs og Líf Magneudóttir verður formaður borgarráðs.

Helga Þórðardóttir verður formaður skóla- og frístundaráðs og Dóra Björt Guðjónsdóttir verður áfram formaður umhverfis- og skipulagsráðs. Líf og Dóra Björt munu svo hafa stólaskipti á næstu fimmtán mánuðum.

Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í Ráðhúsinu í Reykjavík sem hófst klukkan 15:50. Hann má sjá hér að neðan ásamt viðtölum að honum loknum:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×