„Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. febrúar 2025 20:49 Einar Þorsteinsson hló að meirihlutasáttmála nýs meirihluta og er strax farinn að tala eins og borgarfulltrúi í minnihluta. Hann segir sáttmála nýs meirihluta mikil vonbrigði og þjóni baklandi flokkanna frekar en borgarbúum. Vísir/Vilhelm Oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík segir nýjan meirihlutasáttmála mikil vonbrigði fyrir Reykvíkinga. Hann óttast að meirihlutinn muni vinna mikið tjón á fjárhag borgarinnar og segir ljóst að ekki ríki mikið traust milli flokkanna fimm. Í skugga vendinga í samningaviðræðum kennara við ríki og sveitarfélög var nýr meirihluti myndaður í borginni og nýr borgarstjóri tók við á aukafundi borgarstjórnar. Bjarki Sigurðsson ræddi oddvita meirihlutaflokka en hann talaði líka við Einar Þorsteinsson, fyrrverandi borgarstjóri, um myndun nýs meirihluta. Viðtalið við Einar má sjá frá annarri mínútur hér að neðan. Hvernig lýst þér á þennan nýja meirihluta? „Þau vilja nú ekki kalla sig meirihluta, traustið er ekki meira en það að þau kalla sig samstarfsflokka. Þessi málefnasamningur hlýtur að vera mikil vonbrigði fyrir Reykvíkinga. Þarna er svona eitthvað almennt tal. Píratar fá endurnýjaða selalaug í Húsdýragarðinum, Sósíalistar fá hjólhýsagarð og Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega,“ segir Einar. „Byggð í Úlfarsárdal, tíu þúsund íbúðir, þau kynna þetta stolt á blaðamannafundi áðan. Strax eftir blaðamannafundinn kemur nýr borgarstjóri og segir: ,Jújú, við ætlum að gera þetta en þetta er plan til næstu tuttugu, þrjátíu eða fjörutíu ára.' Það er greinilega ekkert útfært og ósamstaða um það hvað á að gera.“ „Þessi málefnasáttmáli sýnir manni að þessir flokkar eru alls ekki að horfast í augu við stóru áskoranirnar í borginni,“ segir hann. Óttast mikið tjón á fjárhag borgarinnar Þú ert strax tilbúinn að fara í minnihluta? „Við sprengdum þennan meirihluta til þess að knýja á um það að flokkarnir tækjust á við stóru áskoranirnar og áttuðu sig á því að það þarf að brjóta meira land til þess að hraða húsnæðisupbbyggingu og fara strax í það. Ekki á næstu tuttugu, þrjátíu, fjörutíu árum. Flokkur fólksins vildi það líka en virðist hafa látið plata sig hérna,“ segir Einar. „Þetta eru fimm flokkar á vinstri vængnum, það er ekki minnst á hagræðingu eða það að fara vel með fé í þessum málefnasáttmála. Það er mikið áhyggjuefni. Okkur í Framsókn tókst að snúa við halla, sextán milljörðum í afgang á einu ári,“ segir hann. „Ég óttast það að þessi meirihluti muni vinna mikið tjón á fjárhag borgarinnar á þessum stutta tíma sem er eftir af þessu kjörtímabili ef þau ætla að útfæra það sem stendur í þessum meirihlutasáttmála.“ Greinilega ekki mikið traust milli flokkanna Þrátt fyrir það vonar Einar að nýr borgarstjóri, Heiða Björg Hilmisdóttir, muni standa sig ágætlega og óskar hann meirihlutanum góðs gengis. „Við erum öll hérna að reyna að gera okkar besta en þessir flokkar eru greinilega að ná saman um einhver markmið sem þjóna þeirra baklandi frekar en borgarbúum og ber þess skýrt merki,“ segir hann. Það hafi tekið langan tíma að komast að því hver ætti að gera hvað. „Formaður borgarráðs og formaður umhverfis- og skipulagsráðs ætla að skipta um sæti á þessum stutta tíma. Þetta hefur greinilega verið mjög erfitt og ekki mikið traust á milli þessara flokka og það er áhyggjuefni. Það þarf að hlaupa miklu hraðar en þessi málefnasáttmáli gefur til kynna,“ segir Einar. Borgarstjórn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Píratar Vinstri græn Flokkur fólksins Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Fleiri fréttir Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sjá meira
Í skugga vendinga í samningaviðræðum kennara við ríki og sveitarfélög var nýr meirihluti myndaður í borginni og nýr borgarstjóri tók við á aukafundi borgarstjórnar. Bjarki Sigurðsson ræddi oddvita meirihlutaflokka en hann talaði líka við Einar Þorsteinsson, fyrrverandi borgarstjóri, um myndun nýs meirihluta. Viðtalið við Einar má sjá frá annarri mínútur hér að neðan. Hvernig lýst þér á þennan nýja meirihluta? „Þau vilja nú ekki kalla sig meirihluta, traustið er ekki meira en það að þau kalla sig samstarfsflokka. Þessi málefnasamningur hlýtur að vera mikil vonbrigði fyrir Reykvíkinga. Þarna er svona eitthvað almennt tal. Píratar fá endurnýjaða selalaug í Húsdýragarðinum, Sósíalistar fá hjólhýsagarð og Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega,“ segir Einar. „Byggð í Úlfarsárdal, tíu þúsund íbúðir, þau kynna þetta stolt á blaðamannafundi áðan. Strax eftir blaðamannafundinn kemur nýr borgarstjóri og segir: ,Jújú, við ætlum að gera þetta en þetta er plan til næstu tuttugu, þrjátíu eða fjörutíu ára.' Það er greinilega ekkert útfært og ósamstaða um það hvað á að gera.“ „Þessi málefnasáttmáli sýnir manni að þessir flokkar eru alls ekki að horfast í augu við stóru áskoranirnar í borginni,“ segir hann. Óttast mikið tjón á fjárhag borgarinnar Þú ert strax tilbúinn að fara í minnihluta? „Við sprengdum þennan meirihluta til þess að knýja á um það að flokkarnir tækjust á við stóru áskoranirnar og áttuðu sig á því að það þarf að brjóta meira land til þess að hraða húsnæðisupbbyggingu og fara strax í það. Ekki á næstu tuttugu, þrjátíu, fjörutíu árum. Flokkur fólksins vildi það líka en virðist hafa látið plata sig hérna,“ segir Einar. „Þetta eru fimm flokkar á vinstri vængnum, það er ekki minnst á hagræðingu eða það að fara vel með fé í þessum málefnasáttmála. Það er mikið áhyggjuefni. Okkur í Framsókn tókst að snúa við halla, sextán milljörðum í afgang á einu ári,“ segir hann. „Ég óttast það að þessi meirihluti muni vinna mikið tjón á fjárhag borgarinnar á þessum stutta tíma sem er eftir af þessu kjörtímabili ef þau ætla að útfæra það sem stendur í þessum meirihlutasáttmála.“ Greinilega ekki mikið traust milli flokkanna Þrátt fyrir það vonar Einar að nýr borgarstjóri, Heiða Björg Hilmisdóttir, muni standa sig ágætlega og óskar hann meirihlutanum góðs gengis. „Við erum öll hérna að reyna að gera okkar besta en þessir flokkar eru greinilega að ná saman um einhver markmið sem þjóna þeirra baklandi frekar en borgarbúum og ber þess skýrt merki,“ segir hann. Það hafi tekið langan tíma að komast að því hver ætti að gera hvað. „Formaður borgarráðs og formaður umhverfis- og skipulagsráðs ætla að skipta um sæti á þessum stutta tíma. Þetta hefur greinilega verið mjög erfitt og ekki mikið traust á milli þessara flokka og það er áhyggjuefni. Það þarf að hlaupa miklu hraðar en þessi málefnasáttmáli gefur til kynna,“ segir Einar.
Borgarstjórn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Píratar Vinstri græn Flokkur fólksins Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Fleiri fréttir Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sjá meira