„Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. febrúar 2025 20:49 Einar Þorsteinsson hló að meirihlutasáttmála nýs meirihluta og er strax farinn að tala eins og borgarfulltrúi í minnihluta. Hann segir sáttmála nýs meirihluta mikil vonbrigði og þjóni baklandi flokkanna frekar en borgarbúum. Vísir/Vilhelm Oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík segir nýjan meirihlutasáttmála mikil vonbrigði fyrir Reykvíkinga. Hann óttast að meirihlutinn muni vinna mikið tjón á fjárhag borgarinnar og segir ljóst að ekki ríki mikið traust milli flokkanna fimm. Í skugga vendinga í samningaviðræðum kennara við ríki og sveitarfélög var nýr meirihluti myndaður í borginni og nýr borgarstjóri tók við á aukafundi borgarstjórnar. Bjarki Sigurðsson ræddi oddvita meirihlutaflokka en hann talaði líka við Einar Þorsteinsson, fyrrverandi borgarstjóri, um myndun nýs meirihluta. Viðtalið við Einar má sjá frá annarri mínútur hér að neðan. Hvernig lýst þér á þennan nýja meirihluta? „Þau vilja nú ekki kalla sig meirihluta, traustið er ekki meira en það að þau kalla sig samstarfsflokka. Þessi málefnasamningur hlýtur að vera mikil vonbrigði fyrir Reykvíkinga. Þarna er svona eitthvað almennt tal. Píratar fá endurnýjaða selalaug í Húsdýragarðinum, Sósíalistar fá hjólhýsagarð og Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega,“ segir Einar. „Byggð í Úlfarsárdal, tíu þúsund íbúðir, þau kynna þetta stolt á blaðamannafundi áðan. Strax eftir blaðamannafundinn kemur nýr borgarstjóri og segir: ,Jújú, við ætlum að gera þetta en þetta er plan til næstu tuttugu, þrjátíu eða fjörutíu ára.' Það er greinilega ekkert útfært og ósamstaða um það hvað á að gera.“ „Þessi málefnasáttmáli sýnir manni að þessir flokkar eru alls ekki að horfast í augu við stóru áskoranirnar í borginni,“ segir hann. Óttast mikið tjón á fjárhag borgarinnar Þú ert strax tilbúinn að fara í minnihluta? „Við sprengdum þennan meirihluta til þess að knýja á um það að flokkarnir tækjust á við stóru áskoranirnar og áttuðu sig á því að það þarf að brjóta meira land til þess að hraða húsnæðisupbbyggingu og fara strax í það. Ekki á næstu tuttugu, þrjátíu, fjörutíu árum. Flokkur fólksins vildi það líka en virðist hafa látið plata sig hérna,“ segir Einar. „Þetta eru fimm flokkar á vinstri vængnum, það er ekki minnst á hagræðingu eða það að fara vel með fé í þessum málefnasáttmála. Það er mikið áhyggjuefni. Okkur í Framsókn tókst að snúa við halla, sextán milljörðum í afgang á einu ári,“ segir hann. „Ég óttast það að þessi meirihluti muni vinna mikið tjón á fjárhag borgarinnar á þessum stutta tíma sem er eftir af þessu kjörtímabili ef þau ætla að útfæra það sem stendur í þessum meirihlutasáttmála.“ Greinilega ekki mikið traust milli flokkanna Þrátt fyrir það vonar Einar að nýr borgarstjóri, Heiða Björg Hilmisdóttir, muni standa sig ágætlega og óskar hann meirihlutanum góðs gengis. „Við erum öll hérna að reyna að gera okkar besta en þessir flokkar eru greinilega að ná saman um einhver markmið sem þjóna þeirra baklandi frekar en borgarbúum og ber þess skýrt merki,“ segir hann. Það hafi tekið langan tíma að komast að því hver ætti að gera hvað. „Formaður borgarráðs og formaður umhverfis- og skipulagsráðs ætla að skipta um sæti á þessum stutta tíma. Þetta hefur greinilega verið mjög erfitt og ekki mikið traust á milli þessara flokka og það er áhyggjuefni. Það þarf að hlaupa miklu hraðar en þessi málefnasáttmáli gefur til kynna,“ segir Einar. Borgarstjórn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Píratar Vinstri græn Flokkur fólksins Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Í skugga vendinga í samningaviðræðum kennara við ríki og sveitarfélög var nýr meirihluti myndaður í borginni og nýr borgarstjóri tók við á aukafundi borgarstjórnar. Bjarki Sigurðsson ræddi oddvita meirihlutaflokka en hann talaði líka við Einar Þorsteinsson, fyrrverandi borgarstjóri, um myndun nýs meirihluta. Viðtalið við Einar má sjá frá annarri mínútur hér að neðan. Hvernig lýst þér á þennan nýja meirihluta? „Þau vilja nú ekki kalla sig meirihluta, traustið er ekki meira en það að þau kalla sig samstarfsflokka. Þessi málefnasamningur hlýtur að vera mikil vonbrigði fyrir Reykvíkinga. Þarna er svona eitthvað almennt tal. Píratar fá endurnýjaða selalaug í Húsdýragarðinum, Sósíalistar fá hjólhýsagarð og Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega,“ segir Einar. „Byggð í Úlfarsárdal, tíu þúsund íbúðir, þau kynna þetta stolt á blaðamannafundi áðan. Strax eftir blaðamannafundinn kemur nýr borgarstjóri og segir: ,Jújú, við ætlum að gera þetta en þetta er plan til næstu tuttugu, þrjátíu eða fjörutíu ára.' Það er greinilega ekkert útfært og ósamstaða um það hvað á að gera.“ „Þessi málefnasáttmáli sýnir manni að þessir flokkar eru alls ekki að horfast í augu við stóru áskoranirnar í borginni,“ segir hann. Óttast mikið tjón á fjárhag borgarinnar Þú ert strax tilbúinn að fara í minnihluta? „Við sprengdum þennan meirihluta til þess að knýja á um það að flokkarnir tækjust á við stóru áskoranirnar og áttuðu sig á því að það þarf að brjóta meira land til þess að hraða húsnæðisupbbyggingu og fara strax í það. Ekki á næstu tuttugu, þrjátíu, fjörutíu árum. Flokkur fólksins vildi það líka en virðist hafa látið plata sig hérna,“ segir Einar. „Þetta eru fimm flokkar á vinstri vængnum, það er ekki minnst á hagræðingu eða það að fara vel með fé í þessum málefnasáttmála. Það er mikið áhyggjuefni. Okkur í Framsókn tókst að snúa við halla, sextán milljörðum í afgang á einu ári,“ segir hann. „Ég óttast það að þessi meirihluti muni vinna mikið tjón á fjárhag borgarinnar á þessum stutta tíma sem er eftir af þessu kjörtímabili ef þau ætla að útfæra það sem stendur í þessum meirihlutasáttmála.“ Greinilega ekki mikið traust milli flokkanna Þrátt fyrir það vonar Einar að nýr borgarstjóri, Heiða Björg Hilmisdóttir, muni standa sig ágætlega og óskar hann meirihlutanum góðs gengis. „Við erum öll hérna að reyna að gera okkar besta en þessir flokkar eru greinilega að ná saman um einhver markmið sem þjóna þeirra baklandi frekar en borgarbúum og ber þess skýrt merki,“ segir hann. Það hafi tekið langan tíma að komast að því hver ætti að gera hvað. „Formaður borgarráðs og formaður umhverfis- og skipulagsráðs ætla að skipta um sæti á þessum stutta tíma. Þetta hefur greinilega verið mjög erfitt og ekki mikið traust á milli þessara flokka og það er áhyggjuefni. Það þarf að hlaupa miklu hraðar en þessi málefnasáttmáli gefur til kynna,“ segir Einar.
Borgarstjórn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Píratar Vinstri græn Flokkur fólksins Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira