„Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ Hjörvar Ólafsson skrifar 22. febrúar 2025 18:46 Elín Klara Þorkelsdóttir skorar eitt af sjö mörkum sínum í leiknum. Vísir/Anton Brink Elín Klara Þorkelsdóttir spilaði afar vel þegar Haukar lögðu Hazena Kynzvart að velli, 27-22, í seinni rimmu liðanna í átta liða úrslitum Evrópubikars kvenna í handbolta að Ásvöllum í dag. Elín Klara var allt í senn svekkt, stolt og sátt að leik loknum. „Við mætum miklu betri til leiks hérna í dag en í leiknum úti og það er svekkjandi að hugsa til þess núna hvernig við mættum til leiks í Tékklandi. Ég er klárlega virkilega stolt af frammistöðu liðsins í þessum leik,“ sagði Elín Klara sem skoraði sjö mörk í leiknum auk þess að gefa fjölmargar stoðsendingar og fiska nokkur víti. „Við spiluðum fantagóða vörn í þessum leik og þetta er bara held ég ein besta vörn sem við höfum nokkurn tíma spilað, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þær skora átta mörk í fyrri hálfleik sem er bara ansi vel vikið hjá okkur,“ sagði hún enn fremur. „Þristaparið var stórkostlegt og Sara Sif frábær þar fyrir aftan. Við spiluðum miklu agaðri sóknarleik en í leiknum í Tékklandi og sýndum okkar allra bestu hliðar í varnarleiknum. Þær mættu svo af krafti í seinni hálfleikinn og við brennum af nokkrum góðum færum. Það er dýrt og við hefðum þurft að nýta færin betur til þess að vinna leikinn með 12 mörkum eins og við þurftum að gera,“ sagði leikstjórnandinn aðspurður um hvað vantaði upp á til þess að fullkomna endurkomuna. „Það voru margir leikmenn að spila í Evrópukeppni í fyrsta skipti þegar við lögðum af stað í keppnina og við höfum fengið dýrmæta reynslu sem við tökum með okkur í komandi verkefni. Næst á dagskrá er bikarinn og við hlökkum mikið til næstu viku. Við tökum fjölmargt jákvætt með okkar frá þessum leik inn í leikinn við Gróttu,“ sagði hún um framhaldið. Elín Klara er spennt fyrir komandi vefkefnum Hauka. Vísir/Anton Brink Haukar Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Sjá meira
„Við mætum miklu betri til leiks hérna í dag en í leiknum úti og það er svekkjandi að hugsa til þess núna hvernig við mættum til leiks í Tékklandi. Ég er klárlega virkilega stolt af frammistöðu liðsins í þessum leik,“ sagði Elín Klara sem skoraði sjö mörk í leiknum auk þess að gefa fjölmargar stoðsendingar og fiska nokkur víti. „Við spiluðum fantagóða vörn í þessum leik og þetta er bara held ég ein besta vörn sem við höfum nokkurn tíma spilað, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þær skora átta mörk í fyrri hálfleik sem er bara ansi vel vikið hjá okkur,“ sagði hún enn fremur. „Þristaparið var stórkostlegt og Sara Sif frábær þar fyrir aftan. Við spiluðum miklu agaðri sóknarleik en í leiknum í Tékklandi og sýndum okkar allra bestu hliðar í varnarleiknum. Þær mættu svo af krafti í seinni hálfleikinn og við brennum af nokkrum góðum færum. Það er dýrt og við hefðum þurft að nýta færin betur til þess að vinna leikinn með 12 mörkum eins og við þurftum að gera,“ sagði leikstjórnandinn aðspurður um hvað vantaði upp á til þess að fullkomna endurkomuna. „Það voru margir leikmenn að spila í Evrópukeppni í fyrsta skipti þegar við lögðum af stað í keppnina og við höfum fengið dýrmæta reynslu sem við tökum með okkur í komandi verkefni. Næst á dagskrá er bikarinn og við hlökkum mikið til næstu viku. Við tökum fjölmargt jákvætt með okkar frá þessum leik inn í leikinn við Gróttu,“ sagði hún um framhaldið. Elín Klara er spennt fyrir komandi vefkefnum Hauka. Vísir/Anton Brink
Haukar Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti