Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 23. febrúar 2025 09:58 Friedrich Merz, kanslaraefni Kristilegra demókrata, á kosningafundi í gær. EPA Evrópa fylgist grannt með Þjóðverjum þegar þeir ganga að kjörborðinu í dag. Skoðanakannanir benda til þess að Friedrich Merz, leiðtogi Kristilegra demókrata verði næsti kanslari. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum mælast Kristilegir demókratar með um þrjátíu prósenta fylgi. Næst stærstur mælist Valkostur fyrir Þýskaland (Afd), harðlínu hægri flokkur, með um tuttugu prósenta fylgi. Sósíaldemókratar mælast svo með um fimmtán prósenta fylgi, Græningjar með um þrettán. Die Linke, vinstri flokkur, mælist með um sjö prósent og aðrir mælast um fimm prósent. Um fimmtungur kjósenda sagðist óákveðinn. Vinna ekki með Afd Kosningarnar snúast um staðnaðan efnahag Þýskalands, sem sprengdi fráfarandi meirihluta, orkumál, húsnæðiskostnað og hælisleitenda- og innflytjendamál. Líklegast þykir að Kristilegir demókratar myndi ríkissjórn með Sósíaldemókrötum verði það hægt. Báðir flokkar hafa neitað að vinna með Afd. Merz sagði nýlega í viðtali að stuðningur bandaríska varaforsetans JD Vance við AfD og breytt samskipti við Trump mörkuðu miklar sviptingar á pólitíska og efnahagslega sviðinu. Að mati Merz mun Þýskaland ekki sleppa við áhrif þessa. Hann fór hann einnig ófögrum orðum um vinstri flokkana á kosningafundi sínum. „Vinstrið er búið. Það er enginn vinstri meirihluti og engin vinstri pólitík lengur í Þýskalandi. Við höfum öll spilin á okkar hendi en ekki grænu og vinstri furðufuglarnir,“ sagði Merz. Ummælin hafa sætt gagnrýni frá Sósíaldemókrötum sérstaklega sem segja að enginn sem vilji verða kanslari allra Þjóðverja tali svona, og sögðu hann haga sér eins og „mini-Trump.“ Welt og Tagesschau. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Sjá meira
Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum mælast Kristilegir demókratar með um þrjátíu prósenta fylgi. Næst stærstur mælist Valkostur fyrir Þýskaland (Afd), harðlínu hægri flokkur, með um tuttugu prósenta fylgi. Sósíaldemókratar mælast svo með um fimmtán prósenta fylgi, Græningjar með um þrettán. Die Linke, vinstri flokkur, mælist með um sjö prósent og aðrir mælast um fimm prósent. Um fimmtungur kjósenda sagðist óákveðinn. Vinna ekki með Afd Kosningarnar snúast um staðnaðan efnahag Þýskalands, sem sprengdi fráfarandi meirihluta, orkumál, húsnæðiskostnað og hælisleitenda- og innflytjendamál. Líklegast þykir að Kristilegir demókratar myndi ríkissjórn með Sósíaldemókrötum verði það hægt. Báðir flokkar hafa neitað að vinna með Afd. Merz sagði nýlega í viðtali að stuðningur bandaríska varaforsetans JD Vance við AfD og breytt samskipti við Trump mörkuðu miklar sviptingar á pólitíska og efnahagslega sviðinu. Að mati Merz mun Þýskaland ekki sleppa við áhrif þessa. Hann fór hann einnig ófögrum orðum um vinstri flokkana á kosningafundi sínum. „Vinstrið er búið. Það er enginn vinstri meirihluti og engin vinstri pólitík lengur í Þýskalandi. Við höfum öll spilin á okkar hendi en ekki grænu og vinstri furðufuglarnir,“ sagði Merz. Ummælin hafa sætt gagnrýni frá Sósíaldemókrötum sérstaklega sem segja að enginn sem vilji verða kanslari allra Þjóðverja tali svona, og sögðu hann haga sér eins og „mini-Trump.“ Welt og Tagesschau.
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Sjá meira