Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 23. febrúar 2025 09:58 Friedrich Merz, kanslaraefni Kristilegra demókrata, á kosningafundi í gær. EPA Evrópa fylgist grannt með Þjóðverjum þegar þeir ganga að kjörborðinu í dag. Skoðanakannanir benda til þess að Friedrich Merz, leiðtogi Kristilegra demókrata verði næsti kanslari. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum mælast Kristilegir demókratar með um þrjátíu prósenta fylgi. Næst stærstur mælist Valkostur fyrir Þýskaland (Afd), harðlínu hægri flokkur, með um tuttugu prósenta fylgi. Sósíaldemókratar mælast svo með um fimmtán prósenta fylgi, Græningjar með um þrettán. Die Linke, vinstri flokkur, mælist með um sjö prósent og aðrir mælast um fimm prósent. Um fimmtungur kjósenda sagðist óákveðinn. Vinna ekki með Afd Kosningarnar snúast um staðnaðan efnahag Þýskalands, sem sprengdi fráfarandi meirihluta, orkumál, húsnæðiskostnað og hælisleitenda- og innflytjendamál. Líklegast þykir að Kristilegir demókratar myndi ríkissjórn með Sósíaldemókrötum verði það hægt. Báðir flokkar hafa neitað að vinna með Afd. Merz sagði nýlega í viðtali að stuðningur bandaríska varaforsetans JD Vance við AfD og breytt samskipti við Trump mörkuðu miklar sviptingar á pólitíska og efnahagslega sviðinu. Að mati Merz mun Þýskaland ekki sleppa við áhrif þessa. Hann fór hann einnig ófögrum orðum um vinstri flokkana á kosningafundi sínum. „Vinstrið er búið. Það er enginn vinstri meirihluti og engin vinstri pólitík lengur í Þýskalandi. Við höfum öll spilin á okkar hendi en ekki grænu og vinstri furðufuglarnir,“ sagði Merz. Ummælin hafa sætt gagnrýni frá Sósíaldemókrötum sérstaklega sem segja að enginn sem vilji verða kanslari allra Þjóðverja tali svona, og sögðu hann haga sér eins og „mini-Trump.“ Welt og Tagesschau. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Sjá meira
Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum mælast Kristilegir demókratar með um þrjátíu prósenta fylgi. Næst stærstur mælist Valkostur fyrir Þýskaland (Afd), harðlínu hægri flokkur, með um tuttugu prósenta fylgi. Sósíaldemókratar mælast svo með um fimmtán prósenta fylgi, Græningjar með um þrettán. Die Linke, vinstri flokkur, mælist með um sjö prósent og aðrir mælast um fimm prósent. Um fimmtungur kjósenda sagðist óákveðinn. Vinna ekki með Afd Kosningarnar snúast um staðnaðan efnahag Þýskalands, sem sprengdi fráfarandi meirihluta, orkumál, húsnæðiskostnað og hælisleitenda- og innflytjendamál. Líklegast þykir að Kristilegir demókratar myndi ríkissjórn með Sósíaldemókrötum verði það hægt. Báðir flokkar hafa neitað að vinna með Afd. Merz sagði nýlega í viðtali að stuðningur bandaríska varaforsetans JD Vance við AfD og breytt samskipti við Trump mörkuðu miklar sviptingar á pólitíska og efnahagslega sviðinu. Að mati Merz mun Þýskaland ekki sleppa við áhrif þessa. Hann fór hann einnig ófögrum orðum um vinstri flokkana á kosningafundi sínum. „Vinstrið er búið. Það er enginn vinstri meirihluti og engin vinstri pólitík lengur í Þýskalandi. Við höfum öll spilin á okkar hendi en ekki grænu og vinstri furðufuglarnir,“ sagði Merz. Ummælin hafa sætt gagnrýni frá Sósíaldemókrötum sérstaklega sem segja að enginn sem vilji verða kanslari allra Þjóðverja tali svona, og sögðu hann haga sér eins og „mini-Trump.“ Welt og Tagesschau.
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Sjá meira