Íslenski boltinn

Blikakonur á­fram á fullu skriði í Lengjubikarnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Karitas Tómasdóttir skoraði fyrra mark Breiðabliks í sigrinum í dag.
Karitas Tómasdóttir skoraði fyrra mark Breiðabliks í sigrinum í dag. Vísir/Vilhelm

Breiðablik vann 2-0 sigur á Víkingi í Lengjubikar kvenna í fótbolta í dag en liðin mættust á Kópavogsvellinum. Mörkin komu bæði eftir hornspyrnur á þriggja mínútna kafla í seinni hálfleiknum.

Blikakonur hafa nú unnið fjóra fyrstu leiki sína í Lengjubikarnum og markatalan er 13-3. Þetta var aftur á móti fyrsta tap Víkingaliðsins sem var með einn sigur og eitt jafntefli í fyrstu tveimur leikjum sínum.

Karitas Tómasdóttir skoraði fyrra markið á 65. mínútu eftir hornspyrnu. Karitas var að spila sem hægri bakvörður í leiknum.

Agla María Albertsdóttir tók hornspyrnu en Víkingskonur skölluðu frá marki en komu honum ekki út úr teignum. Karitas tók við boltanum rétt innan teigs og skoraði með þrumuskoti.

Aðeins þremur mínútum síðar fengu Blikar annað horn og að þessu sinni skallaði Heiða Ragney Viðarsdóttir hornspyrnu Öglu Maríu í netið af stuttu færi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×