Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. febrúar 2025 18:06 Alice Weidel, kandídat AfD til kanslara, and Tino Chrupalla, formanni AfD, fögnuðu eftir að útgönguspár voru birtar. Getty Samkvæmt fyrstu útgönguspám úr þingkosningum í Þýskalandi er Kristilegum Demókrötum spáð sigri með um 29 prósent atkvæða. Harðlínuhægriflokknum AfD er spáð 19,5 prósentum sem er söguleg niðurstaða í tólf ára sögu flokksins. Þetta kemur fram í umfjöllun Sky um útgönguspár í kosningunum. Á eftir efstu flokkunum tveimur koma Sósíaldemókratar með sextán prósent, Græningjar með 13,5 prósent, vinstriflokkurinn Die Linke með 8,5 prósent og mælast svo FDP og BSW með tæp fimm prósent. Útgönguspárnar eru nokkuð í takt við síðustu skoðanakannanir. Vinstriflokkurinn Die Linke er þó með um 2,5 prósentustigum meira en í könnunum. Samanburður á útgönguspám í dag og úrslitum 2021.Vísir/Hjalti Kristilegir Demókratar, leiddir af Friedrich Merz, bæta við sig rúmum tíu prósentustigum frá síðustu kosningum. Þeir munu að öllum líkindum leiða næstu ríkisstjórn og fá kansalaraembættið. Sósíaldemókratar undir stjórn Olaf Schulz gjalda hins vegar afhroð og tapa tæpum tíu prósentustigum. Bestu úrslit í sögu AfD en ólíkleg í ríkisstjórn Reynist spárnar sannar er líka um stóran sigur að ræða fyrir AfD þó flokkurinn muni hugsanlega enda utan ríkisstjórnar. Þetta yrði líka í fyrsta skipti frá Seinni heimsstyrjöld sem hægri flokkur endar sem næststærstur. AfD fékk tíu prósent í síðustu kosningum og tvöfaldar því þingmannafjölda sinn. Flokkurinn sem hefur boðið fram í þrennum kosningum hefur mest fengið 12,6 prósent árið 2017. Kosningarnar snúast um staðnaðan efnahag Þýskalands, sem sprengdi fráfarandi meirihluta, orkumál, húsnæðiskostnað og hælisleitenda- og innflytjendamál. AfD hafa talað fyrir hertari útlendingalöggjöf, gegn Evrópusambandinu, neitað tilvist hamfarahlýnunar og lýst yfir stuðningi við aukin samskipti við Rússa. Merz með pálmann í höndunum Líklegast þykir að Kristilegir demókratar muni mynda ríkissjórn með Sósíaldemókrötum, annað hvort flokkarnir tveir eða með þriðja flokki. Báðir flokkar hafa neitað að vinna með AfD. „Við höfum unnið þessar kosningar,“ sagði Merz, sem verður líklega næsti kanslari Þýskalands, í fyrstu ræðu sinni eftir að útgönguspár voru birtar við dynjandi lófatak. Hann hefur farið mikinn í undanfara kosninganna og fór nýlega ófögrum orðum um vinstri flokka landsins. „Vinstrið er búið. Það er enginn vinstri meirihluti og engin vinstri pólitík lengur í Þýskalandi. Við höfum öll spilin á okkar hendi en ekki grænu og vinstri furðufuglarnir,“ sagði Merz á kosningafundi sínum. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Erlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Innlent Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Erlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Innlent Fleiri fréttir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun Sky um útgönguspár í kosningunum. Á eftir efstu flokkunum tveimur koma Sósíaldemókratar með sextán prósent, Græningjar með 13,5 prósent, vinstriflokkurinn Die Linke með 8,5 prósent og mælast svo FDP og BSW með tæp fimm prósent. Útgönguspárnar eru nokkuð í takt við síðustu skoðanakannanir. Vinstriflokkurinn Die Linke er þó með um 2,5 prósentustigum meira en í könnunum. Samanburður á útgönguspám í dag og úrslitum 2021.Vísir/Hjalti Kristilegir Demókratar, leiddir af Friedrich Merz, bæta við sig rúmum tíu prósentustigum frá síðustu kosningum. Þeir munu að öllum líkindum leiða næstu ríkisstjórn og fá kansalaraembættið. Sósíaldemókratar undir stjórn Olaf Schulz gjalda hins vegar afhroð og tapa tæpum tíu prósentustigum. Bestu úrslit í sögu AfD en ólíkleg í ríkisstjórn Reynist spárnar sannar er líka um stóran sigur að ræða fyrir AfD þó flokkurinn muni hugsanlega enda utan ríkisstjórnar. Þetta yrði líka í fyrsta skipti frá Seinni heimsstyrjöld sem hægri flokkur endar sem næststærstur. AfD fékk tíu prósent í síðustu kosningum og tvöfaldar því þingmannafjölda sinn. Flokkurinn sem hefur boðið fram í þrennum kosningum hefur mest fengið 12,6 prósent árið 2017. Kosningarnar snúast um staðnaðan efnahag Þýskalands, sem sprengdi fráfarandi meirihluta, orkumál, húsnæðiskostnað og hælisleitenda- og innflytjendamál. AfD hafa talað fyrir hertari útlendingalöggjöf, gegn Evrópusambandinu, neitað tilvist hamfarahlýnunar og lýst yfir stuðningi við aukin samskipti við Rússa. Merz með pálmann í höndunum Líklegast þykir að Kristilegir demókratar muni mynda ríkissjórn með Sósíaldemókrötum, annað hvort flokkarnir tveir eða með þriðja flokki. Báðir flokkar hafa neitað að vinna með AfD. „Við höfum unnið þessar kosningar,“ sagði Merz, sem verður líklega næsti kanslari Þýskalands, í fyrstu ræðu sinni eftir að útgönguspár voru birtar við dynjandi lófatak. Hann hefur farið mikinn í undanfara kosninganna og fór nýlega ófögrum orðum um vinstri flokka landsins. „Vinstrið er búið. Það er enginn vinstri meirihluti og engin vinstri pólitík lengur í Þýskalandi. Við höfum öll spilin á okkar hendi en ekki grænu og vinstri furðufuglarnir,“ sagði Merz á kosningafundi sínum.
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Erlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Innlent Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Erlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Innlent Fleiri fréttir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Sjá meira