„Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 23. febrúar 2025 22:06 Martin Hermannsson mun segja barnabörnum sínum frá þessu kvöldi. vísir / anton brink „Þetta er það sem þú lifir fyrir. Ástæðan fyrir því að þú ert í þessu. [Komast inn á EM] með mörgum af mínum bestu vinum, fyrir framan ættingja og vini. Ég mun lifa á þessu restina af ævinni, og við allir“ sagði Martin Hermannsson, stigahæsti leikmaður íslenska landsliðsins í sigri gegn Tyrklandi sem tryggði Íslandi sæti á EM í sumar. Martin hefur afrekað ýmislegt á sínum ferli, unnið fjölda titla og einstaklingsverðlaun hérlendis og erlendis, en ekkert toppar afrekin með íslenska landsliðinu. „Þetta var þvílíkt gæsahúðarmóment. Þetta er stærra en að vinna einhverja titla.“ „Komnir á þennan stall“ Laugardalshöll var smekkfull í kvöld og studdi strákana okkar til sigurs. Martin sagði einmitt eftir tapið gegn Ungverjum í síðasta leik að það væri skemmtilega að gera þetta svoleiðis, tryggja sætið á EM hér heima með smekkfulla höll. „Fólk var mætt hérna áður en ég var mættur að hita upp. Þetta hefur ekki verið svona í körfuboltanum í gegnum tíðina, fólk hefur ekki verið að mæta einum og hálfum tíma fyrir leik til að horfa á landsliðið í körfubolta. Nú erum við bara komnir á þennan stall, það er slegist um miða og uppselt.“ Fagnaðarlæti fyrir fullu húsi í leikslok.vísir / anton „Sýna barnabörnunum að afi hafi einu sinni verið góður“ „Ég veit ekki alveg hvernig á að lýsa þessu, ég er bara svo ógeðslega stoltur af liðinu og okkur öllum að hafa klárað þetta. Þetta er leikur sem við munum horfa á, aftur og aftur, sýna barnabörnunum að afi hafi einu sinni verið góður sko,“ sagði Martin einnig kátur í bragði. Heim að sofa Liðsfélagarnir voru byrjaðir að toga Martin inn í klefa þegar viðtalið var tekið, þá var ekki úr vegi að spyrja hvernig strákarnir ætluðu að fagna sigrinum. „Heim að sofa held ég bara“ sagði Martin og skellti upp úr. „Það verður eitthvað. Ég veit það ekki. Til í allt, það er svolítið mottóið í kvöld“ sagði Martin að lokum. Martin skoraði 23 stig í kvöld og mun væntanlega leggjast sáttur á koddann.vísir / anton brink Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Sjá meira
Martin hefur afrekað ýmislegt á sínum ferli, unnið fjölda titla og einstaklingsverðlaun hérlendis og erlendis, en ekkert toppar afrekin með íslenska landsliðinu. „Þetta var þvílíkt gæsahúðarmóment. Þetta er stærra en að vinna einhverja titla.“ „Komnir á þennan stall“ Laugardalshöll var smekkfull í kvöld og studdi strákana okkar til sigurs. Martin sagði einmitt eftir tapið gegn Ungverjum í síðasta leik að það væri skemmtilega að gera þetta svoleiðis, tryggja sætið á EM hér heima með smekkfulla höll. „Fólk var mætt hérna áður en ég var mættur að hita upp. Þetta hefur ekki verið svona í körfuboltanum í gegnum tíðina, fólk hefur ekki verið að mæta einum og hálfum tíma fyrir leik til að horfa á landsliðið í körfubolta. Nú erum við bara komnir á þennan stall, það er slegist um miða og uppselt.“ Fagnaðarlæti fyrir fullu húsi í leikslok.vísir / anton „Sýna barnabörnunum að afi hafi einu sinni verið góður“ „Ég veit ekki alveg hvernig á að lýsa þessu, ég er bara svo ógeðslega stoltur af liðinu og okkur öllum að hafa klárað þetta. Þetta er leikur sem við munum horfa á, aftur og aftur, sýna barnabörnunum að afi hafi einu sinni verið góður sko,“ sagði Martin einnig kátur í bragði. Heim að sofa Liðsfélagarnir voru byrjaðir að toga Martin inn í klefa þegar viðtalið var tekið, þá var ekki úr vegi að spyrja hvernig strákarnir ætluðu að fagna sigrinum. „Heim að sofa held ég bara“ sagði Martin og skellti upp úr. „Það verður eitthvað. Ég veit það ekki. Til í allt, það er svolítið mottóið í kvöld“ sagði Martin að lokum. Martin skoraði 23 stig í kvöld og mun væntanlega leggjast sáttur á koddann.vísir / anton brink
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Sjá meira