Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 24. febrúar 2025 06:56 Íhaldsmenn voru að vonum glaðir með úrslitin. AP/Martin Meissner Íhaldsmenn báru sigur úr býtum í þýsku þingkosningunum sem fram fóru í gær. Það eru því allar líkur á því að formaður Kristilegra demókrata, Friedrich Merz, verði næsti kanslari Þýskalands. CDU/CSU fékk 28,6 prósent atkvæða, sem er rétt undir þeim 30 prósentum sem fylkingunni hafði verið spáð. CDU er flokkur kristilegra demókrata sem býður fram í öllum ríkjum Þýskalands utan Bavaríu, þar sem CSU stillir upp lista. Stóru fréttir kosninganna eru hinsvegar þær að harðlínuflokkurinn AFD, eða Annar kostur fyrir Þýskaland, vann sögulegan sigur. Flokkurinn, sem var stofnaður árið 2013 og náði ekki inn á þing í fyrstu kosningunum sínum, fékk nú rúm 20 prósent atkvæða og er næststærsti flokkurinn á þingi. Staðan eftir kosningarnar er sú að í austurhluta landsins ráða AFD nær alfarið ríkjum og eru stærsti flokkurinn þar en í vesturhlutanum eru það kristilegir Demókratar. Sósíaldemókratar, flokkur núverandi kanslara, Olaf Scholz, eru aðeins með sextán prósenta fylgi en Græningjar fengu rúm ellefu prósent og Vinstrimenn tæp níu. Þrátt fyrir sigurinn er Merz ákveðinn vandi á höndum, því hann hefur útilokað að vinna með AFD og leiðtoga þeirra Alice Weidel. Hann hafði því vonast eftir sterku umboði til að mynda stjórn með einum öðrum flokki. Líklegast er að hann reyni að mynda stjórn með Sósíaldemókrötum, flokki Olafs Scholz en það er eini tveggja flokka meirihlutinn í stöðunni. Alice Weidel var sigurreif á kosningakvöldinu og sagði ljóst að Merz muni ekki ganga vel að mynda samsteypustjórn með hinum flokkunum og því verði kosið á ný í Þýskalandi innan tíðar. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Innlent Fleiri fréttir Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Sjá meira
CDU/CSU fékk 28,6 prósent atkvæða, sem er rétt undir þeim 30 prósentum sem fylkingunni hafði verið spáð. CDU er flokkur kristilegra demókrata sem býður fram í öllum ríkjum Þýskalands utan Bavaríu, þar sem CSU stillir upp lista. Stóru fréttir kosninganna eru hinsvegar þær að harðlínuflokkurinn AFD, eða Annar kostur fyrir Þýskaland, vann sögulegan sigur. Flokkurinn, sem var stofnaður árið 2013 og náði ekki inn á þing í fyrstu kosningunum sínum, fékk nú rúm 20 prósent atkvæða og er næststærsti flokkurinn á þingi. Staðan eftir kosningarnar er sú að í austurhluta landsins ráða AFD nær alfarið ríkjum og eru stærsti flokkurinn þar en í vesturhlutanum eru það kristilegir Demókratar. Sósíaldemókratar, flokkur núverandi kanslara, Olaf Scholz, eru aðeins með sextán prósenta fylgi en Græningjar fengu rúm ellefu prósent og Vinstrimenn tæp níu. Þrátt fyrir sigurinn er Merz ákveðinn vandi á höndum, því hann hefur útilokað að vinna með AFD og leiðtoga þeirra Alice Weidel. Hann hafði því vonast eftir sterku umboði til að mynda stjórn með einum öðrum flokki. Líklegast er að hann reyni að mynda stjórn með Sósíaldemókrötum, flokki Olafs Scholz en það er eini tveggja flokka meirihlutinn í stöðunni. Alice Weidel var sigurreif á kosningakvöldinu og sagði ljóst að Merz muni ekki ganga vel að mynda samsteypustjórn með hinum flokkunum og því verði kosið á ný í Þýskalandi innan tíðar.
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Innlent Fleiri fréttir Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Sjá meira