„Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Valur Páll Eiríksson skrifar 25. febrúar 2025 14:45 Gylfi Þór Sigurðsson kynntur sem leikmáður Víkings Vísir/Vilhelm „Tilfinningin er mjög góð. Það eru spennandi tímar fram undan. Ég er mjög sáttur,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson, nýr leikmaður Víkings. Gylfi var kynntur til leiks í Víkinni í dag. Mikið hefur verið rætt og ritað um skipti Gylfa frá Val en Víkingur greiddi fyrir hann rúmar 20 milljónir króna. En af hverju vildi Gylfi breyta til? „Þetta var gríðarlega erfið ákvörðun að fara frá stað þar sem ég var mjög ánægður og allt til alls. Frábært félag. En það var bara eitthvað djúpt inn í mér að vilja að breyta aðeins til, ýta á sjálfan mig og halda áfram að bæta mig,“ segir Gylfi. Klippa: Gylfi tjáir sig um dramatíkina, skiptin, Val og Breiðablik Yfirlýsing frá Val hefur þá vakið athygli þar sem framganga Gylfa í aðdraganda þess að gengið var frá skiptunum var gagnrýnd. Ákveðinn forsendubrestur hafi orðið vegna framkomu Gylfa síðustu daga hans hjá félaginu. Gylfi segist hafa getað hagað hlutunum öðruvísi. „Í fullkomnum heimi hefði verið betra að þetta hefði endað öðruvísi og ekki í einhverjum leiðindum. Það er gott að vera vitur eftir á en maður hefði örugglega gert hlutina öðruvísi ef maður hefði getað gert þá aftur. En ég er kominn í Víkina núna og get horft fram á veginn og kýs að gera það,“ segir Gylfi. „Þetta þróaðist á leiðinlegri hátt en maður hefði viljað. Þetta er bara hluti af þessu og ég er gríðarlega sáttur að þetta sé búið núna. Ég get farið að einbeita mér að því að æfa með strákunum og geta okkur tilbúna fyrir komandi tímabil,“ bætir hann við. Aðspurður um hvaða hlutir hann hefði viljað breyta vill hann sem minnst fara í smáatriði. „Ég held það sé fínt að einbeita sér að öðrum hlutum. Ég held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti. Það er kannski skemmtilegra að gefa fólki einhverjar aðrar fyrirsagnir,“ segir Gylfi. Gylfi tjáir sig þá um áhuga frá Breiðabliki og tilfinningarnar gagnvart Val eftir viðskilnaðinn í viðtalinu. Það má sjá í spilaranum. Aðeins er um hluta viðtalsins að ræða. Nánar verður rætt við Gylfa í Sportpakkanum í kvöld. Víkingur Reykjavík Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Valur Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Sjá meira
Mikið hefur verið rætt og ritað um skipti Gylfa frá Val en Víkingur greiddi fyrir hann rúmar 20 milljónir króna. En af hverju vildi Gylfi breyta til? „Þetta var gríðarlega erfið ákvörðun að fara frá stað þar sem ég var mjög ánægður og allt til alls. Frábært félag. En það var bara eitthvað djúpt inn í mér að vilja að breyta aðeins til, ýta á sjálfan mig og halda áfram að bæta mig,“ segir Gylfi. Klippa: Gylfi tjáir sig um dramatíkina, skiptin, Val og Breiðablik Yfirlýsing frá Val hefur þá vakið athygli þar sem framganga Gylfa í aðdraganda þess að gengið var frá skiptunum var gagnrýnd. Ákveðinn forsendubrestur hafi orðið vegna framkomu Gylfa síðustu daga hans hjá félaginu. Gylfi segist hafa getað hagað hlutunum öðruvísi. „Í fullkomnum heimi hefði verið betra að þetta hefði endað öðruvísi og ekki í einhverjum leiðindum. Það er gott að vera vitur eftir á en maður hefði örugglega gert hlutina öðruvísi ef maður hefði getað gert þá aftur. En ég er kominn í Víkina núna og get horft fram á veginn og kýs að gera það,“ segir Gylfi. „Þetta þróaðist á leiðinlegri hátt en maður hefði viljað. Þetta er bara hluti af þessu og ég er gríðarlega sáttur að þetta sé búið núna. Ég get farið að einbeita mér að því að æfa með strákunum og geta okkur tilbúna fyrir komandi tímabil,“ bætir hann við. Aðspurður um hvaða hlutir hann hefði viljað breyta vill hann sem minnst fara í smáatriði. „Ég held það sé fínt að einbeita sér að öðrum hlutum. Ég held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti. Það er kannski skemmtilegra að gefa fólki einhverjar aðrar fyrirsagnir,“ segir Gylfi. Gylfi tjáir sig þá um áhuga frá Breiðabliki og tilfinningarnar gagnvart Val eftir viðskilnaðinn í viðtalinu. Það má sjá í spilaranum. Aðeins er um hluta viðtalsins að ræða. Nánar verður rætt við Gylfa í Sportpakkanum í kvöld.
Víkingur Reykjavík Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Valur Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Sjá meira