Flugbrautin opnuð á ný Bjarki Sigurðsson skrifar 26. febrúar 2025 18:31 Búið er að fella ásættanlegan fjölda trjáa og flugbrautin verður opnuð á ný á morgun. Vísir/Einar Frá og með morgundeginum verður sjúkraflug um austur-vesturflugbraut Reykjavíkurflugvallar leyft á ný. Brautin hefur verið lokuð í tæpar þrjár vikur. Áttunda febrúar var brautinni lokað á meðan Reykjavíkurborg vann að því að fella tré í Öskjuhlíð sem að mati Samgöngustofu hindruðu öryggi flugumferðar um völlinn. Um fjórtán hundruð tré hafi vaxið upp í hindrunarfleti og ekki hægt að tryggja hindranalaust aðflug og flugtak. Síðustu daga hefur Reykjavíkurborg unnið hörðum höndum að því að fella trén og um helgina var búið að fella fimm hundruð tré í hæsta forgangi. Eftir það framkvæmdi ISAVIA áhættumat og sendi tilkynningu á Samgöngustofu. „Tillögur og áhættumat ISAVIA var ágætlega ítarlegt um hvaða skilyrði þyrfti að uppfylla og rök fyrir því að áhættan væri ásættanleg. Við tókum það til skoðunar og erum búin að rýna gaumgæfilega í það. Við vorum að svara þeim að þetta yrði heimilað,“ segir Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Samgöngustofu. Jón Gunnar Jónsson er forstjóri Samgöngustofu.Vísir/Stefán Samkvæmt upplýsingum frá ISAVIA geta flugmenn í sjúkraflugi byrjað að nota brautina á morgun, þó með ströngum skilyrðum. „Þessi forgangur eitt sem um er að ræða er í kringum miðlínu flugbrautar. Þá þarf flugi að vera stýrt inn á hana. Það eru kröfur um ákveðna afkastagetumælingar flugvéla varðandi það að brautin er styttri og sérstaka aðgát flugmanna. Þetta eru svona helstu atriði,“ segir Jón Gunnar. Borgin mun halda áfram að fella tré næstu vikur. „Ég held að við séum öll ánægð með að þetta sé að þróast í þessa átt. Það sem skiptir okkur mestu máli að flugöryggi sé tryggt. Við teljum að þessi tiltekna aðgerð núna sé þess eðlis að það sé hægt að leyfa þetta takmarkaða flug. Við væntum þess að áframhaldandi aðgerðir geri okkur kleift að opna brautina þegar það verður klárað,“ segir Jón Gunnar. Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Skógrækt og landgræðsla Tré Fréttir af flugi Samgöngur Sjúkraflutningar Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Sjá meira
Áttunda febrúar var brautinni lokað á meðan Reykjavíkurborg vann að því að fella tré í Öskjuhlíð sem að mati Samgöngustofu hindruðu öryggi flugumferðar um völlinn. Um fjórtán hundruð tré hafi vaxið upp í hindrunarfleti og ekki hægt að tryggja hindranalaust aðflug og flugtak. Síðustu daga hefur Reykjavíkurborg unnið hörðum höndum að því að fella trén og um helgina var búið að fella fimm hundruð tré í hæsta forgangi. Eftir það framkvæmdi ISAVIA áhættumat og sendi tilkynningu á Samgöngustofu. „Tillögur og áhættumat ISAVIA var ágætlega ítarlegt um hvaða skilyrði þyrfti að uppfylla og rök fyrir því að áhættan væri ásættanleg. Við tókum það til skoðunar og erum búin að rýna gaumgæfilega í það. Við vorum að svara þeim að þetta yrði heimilað,“ segir Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Samgöngustofu. Jón Gunnar Jónsson er forstjóri Samgöngustofu.Vísir/Stefán Samkvæmt upplýsingum frá ISAVIA geta flugmenn í sjúkraflugi byrjað að nota brautina á morgun, þó með ströngum skilyrðum. „Þessi forgangur eitt sem um er að ræða er í kringum miðlínu flugbrautar. Þá þarf flugi að vera stýrt inn á hana. Það eru kröfur um ákveðna afkastagetumælingar flugvéla varðandi það að brautin er styttri og sérstaka aðgát flugmanna. Þetta eru svona helstu atriði,“ segir Jón Gunnar. Borgin mun halda áfram að fella tré næstu vikur. „Ég held að við séum öll ánægð með að þetta sé að þróast í þessa átt. Það sem skiptir okkur mestu máli að flugöryggi sé tryggt. Við teljum að þessi tiltekna aðgerð núna sé þess eðlis að það sé hægt að leyfa þetta takmarkaða flug. Við væntum þess að áframhaldandi aðgerðir geri okkur kleift að opna brautina þegar það verður klárað,“ segir Jón Gunnar.
Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Skógrækt og landgræðsla Tré Fréttir af flugi Samgöngur Sjúkraflutningar Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Sjá meira