„Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Andri Már Eggertsson skrifar 26. febrúar 2025 23:15 Einar Jónsson, þjálfari Fram, á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Vilhelm Fram vann þriggja marka sigur gegn Aftureldingu 36-33 eftir framlengingu. Einar Jónsson, þjálfari Fram, var afar ánægður með sigurinn og var spenntur að mæta Stjörnunni í úrslitum Powerade-bikarsins á laugardaginn. „Það var aðalatriðið að vinna leikinn og koma okkur í þá stöðu að geta unnið þennan titil. Við vorum betri í framlengingunni og við vorum yfir eiginlega allan tímann og Afturelding komst í fyrsta skipti yfir undir lok leiks. Ég ber mikla virðingu fyrir Aftureldingu og ég er hrikalega ánægður að hafa klárað þetta.“ sagði Einar Jónsson í viðtali við Vísi eftir leik. Aðspurður út í hvað breyttist þegar Afturelding skoraði fjögur mörk í röð og komst yfir í fyrsta sinn í venjulegum leiktíma fannst Einari hans menn vera klaufar. „Við vorum smá klaufar og ég hefði viljað sjá betri markvörslu fyrri part seinni hálfleiks þar sem mér fannst við vera spila góða vörn. Ofan á það vorum við ólíkir sjálfum okkur þar sem við vorum með 6-7 tapaða bolta í seinni hálfleik sem er ekki okkar leikur en hrós á Aftureldingu sem gerði þetta vel og það var erfitt að spila við þá.“ „Þetta var eins týpískur leikur á milli Fram og Aftureldingar eins og hugsast getur. Þetta eru nánast undantekningarlaust geðveikir leikir og maður hafði trú á því að þetta gæti orðið svona eins og þetta var.“ Einar taldi það afar mikilvægt að hans lið hafi tekið frumkvæðið í framlengingunni og komist þremur mörkum yfir í upphafi seinni hálfleiks framlengingarinnar. „Einhverjir vildu byrja með boltann en ég sagði nei við byrjum með boltann í seinni hálfleik. Mér finnst það miklu betra þar sem við skoruðum undir lok fyrri hálfleiks og þeir reyndar skoruðu grísamark og við í rauninni áttum að komast fjórum yfir þegar við byrjuðum með boltann í seinni hálfleik og skoruðum. Vörnin var frábær og ég held að það hafi verið grunnurinn í þessu.“ Fram mætir Stjörnunni í úrslitum Powerade-bikarsins á laugardaginn og Einar sagði að það myndi ekki skipta neinu máli að hans menn hafi spilað í 70 mínútur á meðan hinn leikurinn í undanúrslitum fór ekki í framlengingu. „Nei það er svo langt í þetta, tæp vika. Við mætum ferskir og þetta á ekki að hafa nein áhrif.“ Hvaða þýðingu myndi það hafa fyrir Einar og félagið að verða bikarmeistarar þar sem Framarar hafa ekki orðið bikarmeistarar í karlaflokki í tuttugu og fimm ár. „Það myndi hafa mikla þýðingu. Við ætluðum að koma okkur í þessa stöðu og núna verðum við að klára þetta fyrir okkar stuðningsmenn og okkar fólk. Okkur langar virkilega að vinna titla hérna og við munum gefa allt í það,“ sagði Einar að lokum. Fram Powerade-bikarinn Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Fleiri fréttir Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sjá meira
„Það var aðalatriðið að vinna leikinn og koma okkur í þá stöðu að geta unnið þennan titil. Við vorum betri í framlengingunni og við vorum yfir eiginlega allan tímann og Afturelding komst í fyrsta skipti yfir undir lok leiks. Ég ber mikla virðingu fyrir Aftureldingu og ég er hrikalega ánægður að hafa klárað þetta.“ sagði Einar Jónsson í viðtali við Vísi eftir leik. Aðspurður út í hvað breyttist þegar Afturelding skoraði fjögur mörk í röð og komst yfir í fyrsta sinn í venjulegum leiktíma fannst Einari hans menn vera klaufar. „Við vorum smá klaufar og ég hefði viljað sjá betri markvörslu fyrri part seinni hálfleiks þar sem mér fannst við vera spila góða vörn. Ofan á það vorum við ólíkir sjálfum okkur þar sem við vorum með 6-7 tapaða bolta í seinni hálfleik sem er ekki okkar leikur en hrós á Aftureldingu sem gerði þetta vel og það var erfitt að spila við þá.“ „Þetta var eins týpískur leikur á milli Fram og Aftureldingar eins og hugsast getur. Þetta eru nánast undantekningarlaust geðveikir leikir og maður hafði trú á því að þetta gæti orðið svona eins og þetta var.“ Einar taldi það afar mikilvægt að hans lið hafi tekið frumkvæðið í framlengingunni og komist þremur mörkum yfir í upphafi seinni hálfleiks framlengingarinnar. „Einhverjir vildu byrja með boltann en ég sagði nei við byrjum með boltann í seinni hálfleik. Mér finnst það miklu betra þar sem við skoruðum undir lok fyrri hálfleiks og þeir reyndar skoruðu grísamark og við í rauninni áttum að komast fjórum yfir þegar við byrjuðum með boltann í seinni hálfleik og skoruðum. Vörnin var frábær og ég held að það hafi verið grunnurinn í þessu.“ Fram mætir Stjörnunni í úrslitum Powerade-bikarsins á laugardaginn og Einar sagði að það myndi ekki skipta neinu máli að hans menn hafi spilað í 70 mínútur á meðan hinn leikurinn í undanúrslitum fór ekki í framlengingu. „Nei það er svo langt í þetta, tæp vika. Við mætum ferskir og þetta á ekki að hafa nein áhrif.“ Hvaða þýðingu myndi það hafa fyrir Einar og félagið að verða bikarmeistarar þar sem Framarar hafa ekki orðið bikarmeistarar í karlaflokki í tuttugu og fimm ár. „Það myndi hafa mikla þýðingu. Við ætluðum að koma okkur í þessa stöðu og núna verðum við að klára þetta fyrir okkar stuðningsmenn og okkar fólk. Okkur langar virkilega að vinna titla hérna og við munum gefa allt í það,“ sagði Einar að lokum.
Fram Powerade-bikarinn Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Fleiri fréttir Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sjá meira