GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sindri Sverrisson skrifar 28. febrúar 2025 10:01 Pavel Ermolinskij bíður spenntur eftir því að sjá Álftanes og Tindastól í kvöld, í fyrsta leik eftir landsleikjahléið. Stöð 2 Sport Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon segja ljóst að blóðug barátta taki nú við á öllum vígstöðvum í Bónus-deild karla í körfubolta, í síðustu umferðunum fram að sjálfri úrslitakeppninni. Þeir lýsa leik Álftaness og Tindastóls í kvöld. Leikurinn á Álftanesi, í fyrstu umferð eftir landsleikjahléið, verður hinn svokallaði GAZ-leikur kvöldsins og verður hann sýndur á Stöð 2 BD. Upphitun GAZ-bræðra má sjá hér að neðan. Klippa: GAZ-leikurinn: Álftanes - Tindastóll „Fyrir þessa pásu þá áttu Álftnesingar virkilega góðan mánuð. Þetta var langbesti mánuðurinn þeirra í vetur og eini raunverulega góði mánuðurinn þeirra, þar sem þeir spiluðu af fullri getu,“ segir Pavel og bætir við: „Maður býst við að þeir komi eins út núna, eða betri, en það væri synd og leiðinlegt að sjá ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta, og komi út úr þessari pásu með eitthvað þannig sjálfstraust. Manni líður eins og það sé einhver vinna eftir þarna.“ „Ég held að þeir átti sig á því en það voru rosaleg batamerki á liðinu þennan mánuð, samanborið við þegar þeir spiluðu við sömu lið fyrr á tímabilinu. Þeir unnu líka þá en það voru allt tæpir leikir á meðan að núna var þetta mjög sannfærandi. Svo spiluðu þeir við Grindavík án síns sterkasta manns í vetur, Justin James sem hefur leitt þennan breytingarfasa hjá liðinu, en þeir náðu samt að harka út sigur. En þeir hljóta að átta sig á því að það vantar ekkert svakalega mikið upp á til að þeir geri sig gildandi sem eitthvað vesen fyrir stóru liðin í þessari deild,“ segir Helgi. Allt annað dæmi ef Tindastóll á heimaleikjarétt Núna bíður Álftaness hins vegar risastórt próf gegn efsta liði deildarinnar. „Þeir eru búnir að vera besta lið deildarinnar í vetur en það eru fjórir leikir eftir og þeir eru með Stjörnuna við hliðina á sér. Það verður að vera alveg skýrt hversu ótrúlega mikilvægur deildarmeistaratitill er fyrir Tindastóll. Það er gulls ígildi fyrir þá að tryggja sér heimavallarrétt út úrslitakeppnina,“ segir Pavel og bætir við: „Þeir eiga eftir krefjandi leiki og hafa engan tíma til að koma sér aftur af stað. Þetta þarf að byrja strax.“ „Hjá Stjörnunni snýst þetta um að Tindastóll fái ekki heimavallarrétt. Þetta er allt annar leikur ef að Stólarnir eru með heimavallarréttinn út úrslitakeppnina,“ segir Helgi en Tindastóll hangir fyrir ofan Stjörnuna vegna innbyrðis úrslita, þó að bæði lið hafi safnað 28 stigum. Álftanes er í 5. sæti með 18 stig en þó aðeins tveimur stigum frá 10. sæti deildarinnar, eins ótrúlegt og það kann að hljóma. Allir leikir kvöldsins verða sýndir á sportrásum Stöðvar 2 í kvöld og Skiptiborðið verður á sínum stað á Stöð 2 Sport. GAZ-leikurinn er sýndur á Stöð 2 BD. Bónus-deild karla UMF Álftanes Tindastóll Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Sjá meira
Leikurinn á Álftanesi, í fyrstu umferð eftir landsleikjahléið, verður hinn svokallaði GAZ-leikur kvöldsins og verður hann sýndur á Stöð 2 BD. Upphitun GAZ-bræðra má sjá hér að neðan. Klippa: GAZ-leikurinn: Álftanes - Tindastóll „Fyrir þessa pásu þá áttu Álftnesingar virkilega góðan mánuð. Þetta var langbesti mánuðurinn þeirra í vetur og eini raunverulega góði mánuðurinn þeirra, þar sem þeir spiluðu af fullri getu,“ segir Pavel og bætir við: „Maður býst við að þeir komi eins út núna, eða betri, en það væri synd og leiðinlegt að sjá ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta, og komi út úr þessari pásu með eitthvað þannig sjálfstraust. Manni líður eins og það sé einhver vinna eftir þarna.“ „Ég held að þeir átti sig á því en það voru rosaleg batamerki á liðinu þennan mánuð, samanborið við þegar þeir spiluðu við sömu lið fyrr á tímabilinu. Þeir unnu líka þá en það voru allt tæpir leikir á meðan að núna var þetta mjög sannfærandi. Svo spiluðu þeir við Grindavík án síns sterkasta manns í vetur, Justin James sem hefur leitt þennan breytingarfasa hjá liðinu, en þeir náðu samt að harka út sigur. En þeir hljóta að átta sig á því að það vantar ekkert svakalega mikið upp á til að þeir geri sig gildandi sem eitthvað vesen fyrir stóru liðin í þessari deild,“ segir Helgi. Allt annað dæmi ef Tindastóll á heimaleikjarétt Núna bíður Álftaness hins vegar risastórt próf gegn efsta liði deildarinnar. „Þeir eru búnir að vera besta lið deildarinnar í vetur en það eru fjórir leikir eftir og þeir eru með Stjörnuna við hliðina á sér. Það verður að vera alveg skýrt hversu ótrúlega mikilvægur deildarmeistaratitill er fyrir Tindastóll. Það er gulls ígildi fyrir þá að tryggja sér heimavallarrétt út úrslitakeppnina,“ segir Pavel og bætir við: „Þeir eiga eftir krefjandi leiki og hafa engan tíma til að koma sér aftur af stað. Þetta þarf að byrja strax.“ „Hjá Stjörnunni snýst þetta um að Tindastóll fái ekki heimavallarrétt. Þetta er allt annar leikur ef að Stólarnir eru með heimavallarréttinn út úrslitakeppnina,“ segir Helgi en Tindastóll hangir fyrir ofan Stjörnuna vegna innbyrðis úrslita, þó að bæði lið hafi safnað 28 stigum. Álftanes er í 5. sæti með 18 stig en þó aðeins tveimur stigum frá 10. sæti deildarinnar, eins ótrúlegt og það kann að hljóma. Allir leikir kvöldsins verða sýndir á sportrásum Stöðvar 2 í kvöld og Skiptiborðið verður á sínum stað á Stöð 2 Sport. GAZ-leikurinn er sýndur á Stöð 2 BD.
Bónus-deild karla UMF Álftanes Tindastóll Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Sjá meira