Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 27. febrúar 2025 16:45 Sepultura kom fram á Hróarskeldu sumarið 1994. Síðan þá hafa báðir Cavalera bræðurnir sem stofnuðu sveitina sagt skilið við hana. Getty/Niels Van Iperen Brasilísk-ameríska þungarokksveitin Sepultura treður upp í N1-höllinni við Hlíðarenda 4. júní. Tónleikarnir eru hluti af allra síðasta tónleikaferðalagi sveitarinnar sem hún leggur upp í í tilefni fjörutíu ára afmælis. Hún bætist í hóp sveita á borð við Manowar, In Flames, Carcass, Vader og Taake sem allar koma fram á Íslandi í júní. Þær þrjár síðarnefndu leika fyrir höfðaskaki á þungarokkshátíðinni Sátunni í Stykkishólmi helgina eftir að Sepultura troða upp. Tónleikar hetjurokkshasarkroppana í Manowar áttu upprunalega að vera í byrjun febrúar en var frestað vegna óveðurs. Þeir koma fram í Hörpunni 28. júní.Getty/Fin Costello Gárungar hafa haft orð á því að aðdáendur eðjurokks eigi svo von á einu stóri nafni til viðbótar í júní. Þau sem bíða í ofvæni eftir hvalrekum sumarsins þurfa ekki að örvænta. Í apríl stígur hin ítalska Ufomammut á stokk á hátíðinni Reykjadoom og í maí standa sömu aðilar fyrir tónleikum sveitarinnar Pallbearer. Báðar sveitirnar eiga það sameiginlegt að spila dómsdagsrokk en mikill munur er þó á músíkinni. Ufomammut hallast í átt að skynvíkkunarrokki og Pallbearer eru melódískari og háfleygari. Sepultura var stofnuð af bræðrunum Max og Igor Cavelera árið 1984 í Belo Horizonte í Brasilíu. Nafnið kemur úr portúgalskri þýðingu á lagatitlinum Dancing on Your Grave með Motörhead, Dançando na sua Sepultura. Til að byrja með var tónlistin hrátt og aggressívt þrassrokk en með árunum þróaðist hún í skrefum í átt að auðmeltanlegra rokki, varð einfaldari og meira grúví. Til marks um þetta er vinsælasta plata sveitarinnar, Roots frá 1996, talin hafa haft mikil áhrif á upphafsárum nu-metal stefnunnar. Einnig var tilkynnt um komu goregrind-guðfeðranna Carcass á Sátuna í vikunni, Arnar Eggert Thoroddsen fór stuttlega yfir sögu sveitarinnar hjá Tomma Steindórs á þriðjudaginn. Tónleikar á Íslandi Tónlist Reykjavík Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Bay segir skilið við Smith Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fleiri fréttir Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Sjá meira
Hún bætist í hóp sveita á borð við Manowar, In Flames, Carcass, Vader og Taake sem allar koma fram á Íslandi í júní. Þær þrjár síðarnefndu leika fyrir höfðaskaki á þungarokkshátíðinni Sátunni í Stykkishólmi helgina eftir að Sepultura troða upp. Tónleikar hetjurokkshasarkroppana í Manowar áttu upprunalega að vera í byrjun febrúar en var frestað vegna óveðurs. Þeir koma fram í Hörpunni 28. júní.Getty/Fin Costello Gárungar hafa haft orð á því að aðdáendur eðjurokks eigi svo von á einu stóri nafni til viðbótar í júní. Þau sem bíða í ofvæni eftir hvalrekum sumarsins þurfa ekki að örvænta. Í apríl stígur hin ítalska Ufomammut á stokk á hátíðinni Reykjadoom og í maí standa sömu aðilar fyrir tónleikum sveitarinnar Pallbearer. Báðar sveitirnar eiga það sameiginlegt að spila dómsdagsrokk en mikill munur er þó á músíkinni. Ufomammut hallast í átt að skynvíkkunarrokki og Pallbearer eru melódískari og háfleygari. Sepultura var stofnuð af bræðrunum Max og Igor Cavelera árið 1984 í Belo Horizonte í Brasilíu. Nafnið kemur úr portúgalskri þýðingu á lagatitlinum Dancing on Your Grave með Motörhead, Dançando na sua Sepultura. Til að byrja með var tónlistin hrátt og aggressívt þrassrokk en með árunum þróaðist hún í skrefum í átt að auðmeltanlegra rokki, varð einfaldari og meira grúví. Til marks um þetta er vinsælasta plata sveitarinnar, Roots frá 1996, talin hafa haft mikil áhrif á upphafsárum nu-metal stefnunnar. Einnig var tilkynnt um komu goregrind-guðfeðranna Carcass á Sátuna í vikunni, Arnar Eggert Thoroddsen fór stuttlega yfir sögu sveitarinnar hjá Tomma Steindórs á þriðjudaginn.
Tónleikar á Íslandi Tónlist Reykjavík Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Bay segir skilið við Smith Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fleiri fréttir Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Sjá meira