Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. febrúar 2025 14:18 John Obi Mikel vann Meistaradeild Evrópu með Chelsea 2012. ap/Kirsty Wigglesworth Ummæli Jamies Carragher um Afríkukeppnina hafa mælst misvel fyrir. Meðal þeirra sem eru ósáttir við þau er Nígeríumaðurinn John Obi Mikel sem lék lengi með Chelsea. Á sunnudaginn sagði Carragher að það ynni gegn Mohamed Salah, leikmanni Liverpool, í baráttunni um einstaklingsverðlaun á borð við Gullboltann að hann keppti í Afríkukeppninni. Að mati Carraghers er hún ekki jafn stórt mót eins og EM, HM eða Suður-Ameríkukeppnin. Ýmis stór nöfn í fótboltaheiminum, menn á borð við Daniel Sturridge og Rio Ferdinand, hafa gagnrýnt Carragher fyrir ummæli hans um Afríkukeppnina. Nú hefur Mikel bæst í þann hóp og hann dró ekkert undan í hlaðvarpi sínu, The Obi One Podcast. „Það sem hann sagði var lítillækkandi og þetta kom frá einhverjum sem hefur aldrei unnið stórmót með enska landsliðinu,“ sagði Mikel. „Fullyrðing hans var röng. Ég vona að hann sjái að sér og biðjist afsökunar því hann skuldar fólki afsökunarbeiðni. Það var svo fávíst að vanvirða svona stórkostlega keppni. Ef þú heldur að enska úrvalsdeildin væri það sem hún er í dag með einungis enskum leikmönnum ertu að grínast.“ Mikel gaf svo enn frekar í og lét Carragher heyra það. „Glottið á smettinu á honum, þetta hrokafulla glott. Fólk er að reyna að leiðrétta þig en þú kemur fram og ræðst á bókstaflega alla og lítillækkar þessa frábæru keppni,“ sagði Mikel. „Maðurinn sem segir svo margt í sjónvarpinu hefur aldrei unnið ensku úrvalsdeildina, greinir lið og segir þeim að þú verðir að vinna deildina. Þú hefur aldrei unnið þetta, þú veist ekki hvað þarf til að vinna deildina eða stórmót. Þú getur ekki lítillækkað svona stórkostlega keppni. Fólk í Afríku deyr fyrir Afríkukeppnina. Ég er algjörlega brjálaður, algjörlega brjálaður.“ Mikel vann ensku úrvalsdeildina með Chelsea 2010 og 2015 og Afríkukeppnina með Nígeríu 2013. Þá vann hann brons á Ólympíuleikunum 2016. Enski boltinn Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Sjá meira
Á sunnudaginn sagði Carragher að það ynni gegn Mohamed Salah, leikmanni Liverpool, í baráttunni um einstaklingsverðlaun á borð við Gullboltann að hann keppti í Afríkukeppninni. Að mati Carraghers er hún ekki jafn stórt mót eins og EM, HM eða Suður-Ameríkukeppnin. Ýmis stór nöfn í fótboltaheiminum, menn á borð við Daniel Sturridge og Rio Ferdinand, hafa gagnrýnt Carragher fyrir ummæli hans um Afríkukeppnina. Nú hefur Mikel bæst í þann hóp og hann dró ekkert undan í hlaðvarpi sínu, The Obi One Podcast. „Það sem hann sagði var lítillækkandi og þetta kom frá einhverjum sem hefur aldrei unnið stórmót með enska landsliðinu,“ sagði Mikel. „Fullyrðing hans var röng. Ég vona að hann sjái að sér og biðjist afsökunar því hann skuldar fólki afsökunarbeiðni. Það var svo fávíst að vanvirða svona stórkostlega keppni. Ef þú heldur að enska úrvalsdeildin væri það sem hún er í dag með einungis enskum leikmönnum ertu að grínast.“ Mikel gaf svo enn frekar í og lét Carragher heyra það. „Glottið á smettinu á honum, þetta hrokafulla glott. Fólk er að reyna að leiðrétta þig en þú kemur fram og ræðst á bókstaflega alla og lítillækkar þessa frábæru keppni,“ sagði Mikel. „Maðurinn sem segir svo margt í sjónvarpinu hefur aldrei unnið ensku úrvalsdeildina, greinir lið og segir þeim að þú verðir að vinna deildina. Þú hefur aldrei unnið þetta, þú veist ekki hvað þarf til að vinna deildina eða stórmót. Þú getur ekki lítillækkað svona stórkostlega keppni. Fólk í Afríku deyr fyrir Afríkukeppnina. Ég er algjörlega brjálaður, algjörlega brjálaður.“ Mikel vann ensku úrvalsdeildina með Chelsea 2010 og 2015 og Afríkukeppnina með Nígeríu 2013. Þá vann hann brons á Ólympíuleikunum 2016.
Enski boltinn Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Sjá meira