Húsið er staðsett á eftirsóttum stað í Skerjafirðinum og er skráð 202,1 fermetrar á tveimur hæðum. Ásett verð var 134 milljónir þegar það var auglýst til sölu og fasteignamatið er 134, 350 milljónir.
Dóri og Magnea festu kaup á húsinu þann 13. janúar síðastliðinn og fengu það afhent þann 1. febrúar.
Eignin þarf töluverðar endurbætur að innan og er nú skipt upp í níu útleiguherbergi auk tveggja herbergja íbúðar í bílskúr. Á neðri hæðinni er sameiginlegt eldhús, salerni, þvottahús, fjögur herbergi og útgengt í stóran garð með verönd. Á efri hæðinni eru fimm svefnherbergi og rúmgott baðherbergi með sturtu og baðkari. Útgengt er úr einu herbergi á rúmgóðar svalir.




