„Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Aron Guðmundsson skrifar 1. mars 2025 08:02 Þórir Hergeirsson er nú að feta sín fyrstu skref í nýjum veruleika eftir að hann lét af störfum sem landsliðsþjálfari norska kvennalandsliðsins eftir afar sigursæla tíma. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Eftir afar sigursælan tíma með norska kvennalandsliðinu í handbolta gefur Þórir Hergeirsson sér nú árið til þess að sjá hvort þjálfunin kalli enn á hann. Áhuginn á hans kröftum er sem fyrr mikill. Þórir er hér á landi þessa dagana og mun þessi sigursæli þjálfari ausa úr viskubrunni sínum í fyrirlestrum í samstarfi við HSÍ og Arion Banka núna klukkan tíu í höfuðstöðvum bankans. „Ég ætla nú bara að deila því sem ég hef verið að vinna í. Sérstaklega í sambandi við afreksstefnu og starf,“ segir Þórir í samtali við íþróttadeild. „Hvernig það hefur verið nálgast hjá kvennalandsliðinu sem ég þekki best í Noregi. Svo kannski eitthvað bland af fagi og þessu ferðalagi. Sem stóð yfir í þrjátíu ár. Fyrst með yngri landslið, svo teymi A-landsliðs kvenna og svo sem landsliðsþjálfari frá 2009. Stikla á stóru. Maður getur ekki farið í algjör smáatriði en þó mikilvæga þætti, áherslur og atriði sem við höfum unnið mikið með. Sérstaklega í sambandi við afreksstarfið.“ Rankaði við sér horfandi á þrjá leiki samtímis Eins og kunnugt er lét Selfyssingurinn af störfum sem landsliðsþjálfari norska kvennalandsliðsins eftir síðasta Evrópumót þar sem að liðið vann sín elleftu gullverðlaun undir hans stjórn. Þórir er að aðlagast veruleikanum utan landsliðsþjálfarastarfsins. Það gengur upp og ofan. „Ég uppgötvaði það allt í einu í byrjun janúar að ég sat fyrir framan sjónvarpið með tölvuna og Ipadinn og þrjá leiki í norsku úrvalsdeildinni í gangi í einu eins og ég væri enn í starfinu. Þá fór ég að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera. „Þú þarft ekkert að gera þetta“ en ég fylgist með. Er ekkert hættur alveg í handbolta.“ Þórir Hergeirsson var tolleraður eftir lokaleik sinn sem þjálfari norska liðsins þegar Noregur vann ellefta stórmótið undir hans stjórn.EPA/Liselotte Sabroe Hefur þetta verið eins og þú vonaðist eftir eða bjóst við? Hefur þetta að einhverju leiti verið skrítið? „Eiginlega alveg eins og maður sá fyrir sér en maður á eftir að finna svolítið meira fyrir þessu þegar að það koma landsliðsvikur eins og í næstu viku. Þegar liðið fer að spila leiki og umfjöllunin verður meiri. Ég ætla bara að sökkva mér í einhver önnur verkefni þannig að maður nái að dreifa athyglinni eitthvað annað.“ Segir hvorki af eða á Hann kemur til með að taka sér árið í að sjá hvort þjálfunin kalli enn til hans. „Ég er alveg harðákveðinn í því að vera fyrir utan topphandbolta þetta árið. Leyfa því og finna svolítið hvort þjálfunin togi enn í mann. Hvort það sé enn svo ríkt í manni að maður haldi áfram með það. Ég ætla að gefa því séns. Ég er búinn að þjálfa síðan að ég var heima á Selfossi fyrir einhverjum fjörutíu og fimm árum síðan. Ég er í þjálfarateymi með stráka á 16-17 ára aldri nálægt mér þar sem að ég bý í Bryne og Nærbø. Það heldur manni aðeins inn í þessu. Það er gaman að vinna með ungum strákum sem hafa metnað og eru ákafir í þessu og vilja læra. Ég mun ekki taka við neinu toppliði núna í einhvern tíma til þess að finna aðeins hvort það sé það sem maður vilji á endanum gera þar til maður getur ekki gert neitt annað. Ég ætla að gefa því smá tíma.“ Þórir Hergeirsson á hliðarlínunniEPA-EFE/MAX SLOVENCIK Gæti verið að þjálfarastarfið hjá norska kvennalandsliðinu hafi verið hans síðasta? „Ég ætla nú ekkert að segja af eða á varðandi það. Ég ætla bara að gefa þessu tíma. Aðeins að finna þetta, hvort þetta sé enn svo mikilvægur hluti af mér. Það getur vel verið. Ég er alls ekkert hættur að vinna. Nú ætla ég bara að vera í einhverju öðru í einhvern tíma og leyfa tímanum að leiða í ljós hvað sé rétt í þessu.“ Árangur Þóris með norska kvennalandsliðið er magnaðurVísir/Sara Áhuginn á hans kröftum er hins vegar mikill og hefur verið stöðugur í gegnum tíðina. „Ef þú spyrð ekki þá veistu aldrei hvert svarið er. Ég skil það vel og það er ekkert mál. Það hafa margir haft samband og spurt en eins og ég segi hér ætla ég að gefa þessu svolítinn tíma. Þetta hefur verið svo mikið og ákaft lengi að það er í lagi að stíga aðeins til hliðar og finna út úr þessu.“ Íslendingar erlendis Handbolti Norski handboltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Sjá meira
Þórir er hér á landi þessa dagana og mun þessi sigursæli þjálfari ausa úr viskubrunni sínum í fyrirlestrum í samstarfi við HSÍ og Arion Banka núna klukkan tíu í höfuðstöðvum bankans. „Ég ætla nú bara að deila því sem ég hef verið að vinna í. Sérstaklega í sambandi við afreksstefnu og starf,“ segir Þórir í samtali við íþróttadeild. „Hvernig það hefur verið nálgast hjá kvennalandsliðinu sem ég þekki best í Noregi. Svo kannski eitthvað bland af fagi og þessu ferðalagi. Sem stóð yfir í þrjátíu ár. Fyrst með yngri landslið, svo teymi A-landsliðs kvenna og svo sem landsliðsþjálfari frá 2009. Stikla á stóru. Maður getur ekki farið í algjör smáatriði en þó mikilvæga þætti, áherslur og atriði sem við höfum unnið mikið með. Sérstaklega í sambandi við afreksstarfið.“ Rankaði við sér horfandi á þrjá leiki samtímis Eins og kunnugt er lét Selfyssingurinn af störfum sem landsliðsþjálfari norska kvennalandsliðsins eftir síðasta Evrópumót þar sem að liðið vann sín elleftu gullverðlaun undir hans stjórn. Þórir er að aðlagast veruleikanum utan landsliðsþjálfarastarfsins. Það gengur upp og ofan. „Ég uppgötvaði það allt í einu í byrjun janúar að ég sat fyrir framan sjónvarpið með tölvuna og Ipadinn og þrjá leiki í norsku úrvalsdeildinni í gangi í einu eins og ég væri enn í starfinu. Þá fór ég að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera. „Þú þarft ekkert að gera þetta“ en ég fylgist með. Er ekkert hættur alveg í handbolta.“ Þórir Hergeirsson var tolleraður eftir lokaleik sinn sem þjálfari norska liðsins þegar Noregur vann ellefta stórmótið undir hans stjórn.EPA/Liselotte Sabroe Hefur þetta verið eins og þú vonaðist eftir eða bjóst við? Hefur þetta að einhverju leiti verið skrítið? „Eiginlega alveg eins og maður sá fyrir sér en maður á eftir að finna svolítið meira fyrir þessu þegar að það koma landsliðsvikur eins og í næstu viku. Þegar liðið fer að spila leiki og umfjöllunin verður meiri. Ég ætla bara að sökkva mér í einhver önnur verkefni þannig að maður nái að dreifa athyglinni eitthvað annað.“ Segir hvorki af eða á Hann kemur til með að taka sér árið í að sjá hvort þjálfunin kalli enn til hans. „Ég er alveg harðákveðinn í því að vera fyrir utan topphandbolta þetta árið. Leyfa því og finna svolítið hvort þjálfunin togi enn í mann. Hvort það sé enn svo ríkt í manni að maður haldi áfram með það. Ég ætla að gefa því séns. Ég er búinn að þjálfa síðan að ég var heima á Selfossi fyrir einhverjum fjörutíu og fimm árum síðan. Ég er í þjálfarateymi með stráka á 16-17 ára aldri nálægt mér þar sem að ég bý í Bryne og Nærbø. Það heldur manni aðeins inn í þessu. Það er gaman að vinna með ungum strákum sem hafa metnað og eru ákafir í þessu og vilja læra. Ég mun ekki taka við neinu toppliði núna í einhvern tíma til þess að finna aðeins hvort það sé það sem maður vilji á endanum gera þar til maður getur ekki gert neitt annað. Ég ætla að gefa því smá tíma.“ Þórir Hergeirsson á hliðarlínunniEPA-EFE/MAX SLOVENCIK Gæti verið að þjálfarastarfið hjá norska kvennalandsliðinu hafi verið hans síðasta? „Ég ætla nú ekkert að segja af eða á varðandi það. Ég ætla bara að gefa þessu tíma. Aðeins að finna þetta, hvort þetta sé enn svo mikilvægur hluti af mér. Það getur vel verið. Ég er alls ekkert hættur að vinna. Nú ætla ég bara að vera í einhverju öðru í einhvern tíma og leyfa tímanum að leiða í ljós hvað sé rétt í þessu.“ Árangur Þóris með norska kvennalandsliðið er magnaðurVísir/Sara Áhuginn á hans kröftum er hins vegar mikill og hefur verið stöðugur í gegnum tíðina. „Ef þú spyrð ekki þá veistu aldrei hvert svarið er. Ég skil það vel og það er ekkert mál. Það hafa margir haft samband og spurt en eins og ég segi hér ætla ég að gefa þessu svolítinn tíma. Þetta hefur verið svo mikið og ákaft lengi að það er í lagi að stíga aðeins til hliðar og finna út úr þessu.“
Íslendingar erlendis Handbolti Norski handboltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita